Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 20:27 Kolbrún Áslaugur Baldursdóttir og Ingibjörg Isaksen sitja báðar í velferðarnefnd. Samsett Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. „Mig langar að koma hér upp og ræða vinnubrögð stjórnar meirihlutans hér í þinginu,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins sem situr í velferðarnefnd, undir liðnum Fundarstjórn forseta á þingfundi í dag. Ingibjörg segir að um mikilvægan samning sé að ræða sem Framsóknarflokkurinn styðji heils hugar. Hins vegar liggi ekki fyrir lögbundið áhrifamat, líkt og framkvæma eigi lögum samkvæmt. Að auki sé óskum sveitarfélaga ekki svarað. Í síðustu viku var ákveðið að vísa málinu aftur inn til velferðarnefndar til frekari umræðu í ljósi þess að ríki og sveitarfélög eru á öndverðum meiði um hversu hár kostnaður muni hljótast af lögfestingu samningsins. Nokkrir þingmenn minnihlutans tóku undir orð Ingibjargar, þar á meðal Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem situr einnig í nefndinni. „Okkur brá dálítið í brún í morgun þegar við mættum til fundar í velferðarnefnd og um leið og við vorum að labba inn á fundinn var okkur sent nýtt nefndarálit fyrir 3. umræðu, hafandi verið hér í þingsal í síðustu viku þar sem óskað var eftir því að málið fengi meiri og dýpri og betri umræðu í ljósi alls,“ segir Rósa. „Það hefur verið óskað eftir gögnum líka frá því sú umræða átti sér stað og þau hafa ekki, eðli málsins samkvæmt, verið komin inn í nefndina. Ég lýsi yfir vonbrigðum með þessi vinnubrögð.“ Kvartið leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, fer með formennsku í nefndinni og segir það leiðinlegt að heyra þingmenn kvarta. „Eins og fram hefur komið hérna er búið að ræða þetta mál ofan í smæstu öreindir á síðasta þingi og núna. Það hefur fjöldi gesta komið fyrir nefndina og við í meirihlutanum höfum lagt okkur fram við að meðtaka allar beiðnir frá minnihlutanum í nefndinni og fara að óskum hans. Þetta mál er komið að enda og er tilbúið til afgreiðslu,“ sagði hún í dag. Hún segir það leitt að upplifa að allt sé gert til að koma í veg fyrir að málið, sem tryggi réttaröryggi fólks með fatlanir, nái fram að ganga. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, tekur undir með flokkssystur sinni. „Málið fékk ítarlega umfjöllun hjá velferðarnefnd í vor og hefur auk þess hlotið ítarlega umfjöllun nú í haust. Búið er að bregðast við fjölmörgum beiðnum stjórnarandstöðunnar um hinar og þessar upplýsingar, þar á meðal um þær lagabreytingar sem ráðist hefur verið í til að undirbúa lögfestingu samningsins,“ segir Inga. Hún segir Kolbrúnu hafa staðið sig frábærlega við vinnslu málsins og biður þá sem gagnrýna störf hennar að líta frekar í eigin barm. Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira
„Mig langar að koma hér upp og ræða vinnubrögð stjórnar meirihlutans hér í þinginu,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins sem situr í velferðarnefnd, undir liðnum Fundarstjórn forseta á þingfundi í dag. Ingibjörg segir að um mikilvægan samning sé að ræða sem Framsóknarflokkurinn styðji heils hugar. Hins vegar liggi ekki fyrir lögbundið áhrifamat, líkt og framkvæma eigi lögum samkvæmt. Að auki sé óskum sveitarfélaga ekki svarað. Í síðustu viku var ákveðið að vísa málinu aftur inn til velferðarnefndar til frekari umræðu í ljósi þess að ríki og sveitarfélög eru á öndverðum meiði um hversu hár kostnaður muni hljótast af lögfestingu samningsins. Nokkrir þingmenn minnihlutans tóku undir orð Ingibjargar, þar á meðal Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem situr einnig í nefndinni. „Okkur brá dálítið í brún í morgun þegar við mættum til fundar í velferðarnefnd og um leið og við vorum að labba inn á fundinn var okkur sent nýtt nefndarálit fyrir 3. umræðu, hafandi verið hér í þingsal í síðustu viku þar sem óskað var eftir því að málið fengi meiri og dýpri og betri umræðu í ljósi alls,“ segir Rósa. „Það hefur verið óskað eftir gögnum líka frá því sú umræða átti sér stað og þau hafa ekki, eðli málsins samkvæmt, verið komin inn í nefndina. Ég lýsi yfir vonbrigðum með þessi vinnubrögð.“ Kvartið leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, fer með formennsku í nefndinni og segir það leiðinlegt að heyra þingmenn kvarta. „Eins og fram hefur komið hérna er búið að ræða þetta mál ofan í smæstu öreindir á síðasta þingi og núna. Það hefur fjöldi gesta komið fyrir nefndina og við í meirihlutanum höfum lagt okkur fram við að meðtaka allar beiðnir frá minnihlutanum í nefndinni og fara að óskum hans. Þetta mál er komið að enda og er tilbúið til afgreiðslu,“ sagði hún í dag. Hún segir það leitt að upplifa að allt sé gert til að koma í veg fyrir að málið, sem tryggi réttaröryggi fólks með fatlanir, nái fram að ganga. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, tekur undir með flokkssystur sinni. „Málið fékk ítarlega umfjöllun hjá velferðarnefnd í vor og hefur auk þess hlotið ítarlega umfjöllun nú í haust. Búið er að bregðast við fjölmörgum beiðnum stjórnarandstöðunnar um hinar og þessar upplýsingar, þar á meðal um þær lagabreytingar sem ráðist hefur verið í til að undirbúa lögfestingu samningsins,“ segir Inga. Hún segir Kolbrúnu hafa staðið sig frábærlega við vinnslu málsins og biður þá sem gagnrýna störf hennar að líta frekar í eigin barm.
Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira