Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2025 21:04 Gunnlaugur Víðir Guðmundsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Gleðibankans í Reykjavík, sem hlaut hvatningaverðlaunin gegn einelti i dag við hátíðlega athöfn í Menntaskólanum að Laugarvatni. Aðsend Gunnlaugur Víðir Guðmundsson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Gleðibankans í Reykjavík hlaut í dag hvatningarverðlaun gegn einelti en hann hefur lagt sig fram af miklum krafti að draga úr einelti og samskiptaerfiðleikum ungs fólks. Um er að ræða verðlaun Heimilis og Skóla en athöfnin fór fram á Laugarvatni í morgun. Fjölmenni kom saman í Menntaskólanum að Laugarvatni í morgun þegar hvatningaverðlaunin voru afhent en það kom í hlut Páls Óskars Hjálmtýssonar að tilkynna hver fengi verðlaunin í ár en það er Gunnlaugur Víðir Guðmundsson, forstöðumaður Gleðibankans, sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Reykjavík. Jóna Katrín Onnoy Hilmarsdóttir, skólameistari menntaskólans stýrði samkomunni í dag en um 150 nemendur eru í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dagur gegn einelti , sem var reyndar 8. nóvember, hefur verið haldinn árlega síðan 2011 og er mikilvæg áminning um að við berum öll ábyrgð á öruggu og hlýju skólasamfélagi. „Takk kærlega, þetta er gríðarlegur heiður. Ég tek þessu, sem viðurkenningu fyrir mín störf og er mjög mjög þakklátur,“ sagði Gunnlaugur Víðir meðal annars í þakkarávarpi sínu. Kór menntaskólans söng við athöfnina undir stjórn Stefáns Þorleifssonar og svo voru haldin nokkur ávörp. Freyja Rós hjá menntaskólanum hlaut verðlaunin á síðsta ári og þess vegna var athöfnin þar í dag. Kór Menntaskólans að Laugarvatni söng tvö lög undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Var erfitt að bera þennan titil í ár eða var það létt? „Bæði og því þetta er svolítil pressa en auðvitað er bara gott að hafa þessa pressu, við þurfum að halda áfram og standa okkur,“ segir Freyja. Hvað getur þú sagt mér um verðlaunahafana í ár? „Hann var valinn einróma af dómnefnd og er að standa sig frábærlega í sínu starfi,“ segir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður minnir á ábyrgð foreldra þegar einelti er annars vegar. „Já, að tala við börnin um mikilvægi þess að vera góð við alla og bjóða öllum með og vera opinn fyrir því ef við fáum símtalið um að barnið okkar sé kannski gerandi að vinna í því.“ Dagskránni á Laugarvatni lauk svo með lagi frá Páli Óskari og Benna Hemm Hemm. Páll Óskar og Benni Hemm Hemm spiluðu og sungu fyrir gesti athafnarinnar og uppskáru gott og langt klapp eftir flutninginn. Lagið heitir „Eitt af blómunum“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Skóla- og menntamál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira
Fjölmenni kom saman í Menntaskólanum að Laugarvatni í morgun þegar hvatningaverðlaunin voru afhent en það kom í hlut Páls Óskars Hjálmtýssonar að tilkynna hver fengi verðlaunin í ár en það er Gunnlaugur Víðir Guðmundsson, forstöðumaður Gleðibankans, sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Reykjavík. Jóna Katrín Onnoy Hilmarsdóttir, skólameistari menntaskólans stýrði samkomunni í dag en um 150 nemendur eru í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dagur gegn einelti , sem var reyndar 8. nóvember, hefur verið haldinn árlega síðan 2011 og er mikilvæg áminning um að við berum öll ábyrgð á öruggu og hlýju skólasamfélagi. „Takk kærlega, þetta er gríðarlegur heiður. Ég tek þessu, sem viðurkenningu fyrir mín störf og er mjög mjög þakklátur,“ sagði Gunnlaugur Víðir meðal annars í þakkarávarpi sínu. Kór menntaskólans söng við athöfnina undir stjórn Stefáns Þorleifssonar og svo voru haldin nokkur ávörp. Freyja Rós hjá menntaskólanum hlaut verðlaunin á síðsta ári og þess vegna var athöfnin þar í dag. Kór Menntaskólans að Laugarvatni söng tvö lög undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Var erfitt að bera þennan titil í ár eða var það létt? „Bæði og því þetta er svolítil pressa en auðvitað er bara gott að hafa þessa pressu, við þurfum að halda áfram og standa okkur,“ segir Freyja. Hvað getur þú sagt mér um verðlaunahafana í ár? „Hann var valinn einróma af dómnefnd og er að standa sig frábærlega í sínu starfi,“ segir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður minnir á ábyrgð foreldra þegar einelti er annars vegar. „Já, að tala við börnin um mikilvægi þess að vera góð við alla og bjóða öllum með og vera opinn fyrir því ef við fáum símtalið um að barnið okkar sé kannski gerandi að vinna í því.“ Dagskránni á Laugarvatni lauk svo með lagi frá Páli Óskari og Benna Hemm Hemm. Páll Óskar og Benni Hemm Hemm spiluðu og sungu fyrir gesti athafnarinnar og uppskáru gott og langt klapp eftir flutninginn. Lagið heitir „Eitt af blómunum“.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Skóla- og menntamál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira