Forsætisráðherra vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá á kjörtímabilinu Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 12:15 katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur nauðsynlegt að samkomulag náist á Alþingi um að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá og telur að það ákvæði sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda sé fullnægjandi. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar telja ákvæðið hins vegar ekki nógu afgerandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í setningu auðlindagreinar í stjórnarskrána í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En nú er að störfum nefnd formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þorgerður Katrín vitnaði í ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um fiskveiðistjórnunarkerfið á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi. „Hann talaði mjög skýrt formaður Framsóknarflokksins. Það hafi ekki verið tilgangur fiskveiðistjórnunarkerfisins að gera örfáa ofurríka. Ég held að það sé öllum ljóst að það sé hluti af því vandamáli sem við stöndum frami fyrir í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri nauðsynlegt að tímabinda úthlutun aflaheimilda í auðlindaákvæði stjórnarskrár til að tryggja eignarhald þjóðarinnar en ekki útgerðarinnar á auðlindinni og síðan þyrfti að koma fyrir sanngjarnt gjald. Forsætisráðherra sagði skipta gríðarlegu máli að alvöru skref verði stigin á þessu kjörtímabili varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem byggt væri á þeirri vinnu sem unnin hafi verið. „Í því ákvæði sem fór inn í samráðsgáttina sem var að sjálfsögðu rætt í hópi formanna flokkanna áður en það fór þangað kemur fram að enginn geti fengið náttúruauðlindir Íslands til eignar eða varanlegra afnota,“ sagði Katrín.Nýr meirihluti á alþingi Guðmundur Andri sagði fregnir af íslenskum útgerðarrisa í Namibíu hafa minnt marga á hvers vegna þessir aðilar urðu svo brjálæðislega ríkir, eins og þingmaðurinn orðaði það. Eftir ummæli formanns sköpunarflokks fiskveiðistjórnunarkerfisins vakni spurning hvort hugsanlega sé að skapast nýr meirihluti fyrir umbótum á þessu kerfi á Alþingi. „Að allir flokkar á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans gætu komið sér saman um að koma hér á kerfi sem gæti ríkt sátt um hjá þjóðinni. Jafnvel svo ég nefni hið voðalega orð útboðsleið og koma jafnvel auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem er kveðið á um fullt endurgjald,“ sagði Guðmundur Andri. Forsætisráðherra ítrekaði fyrra svar sitt um þetta til Þorgerðar Katrínar. „Við höfum að sjálfsögðu gagnrýnt útboðsleiðina sem háttvirtur þingmaður vísar í. Því við höfum einmitt áhyggjur af samþjöppuninni sem fylgt hefur aflahlutdeildarkerfinu og myndi fylgja slíku kerfi nema ef sett væru mjög mikil þök inn í útboðskerfið. Þannig að það er auðvitað löng og mikil umræða sem þyrfti að taka,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Forsætisráðherra telur nauðsynlegt að samkomulag náist á Alþingi um að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá og telur að það ákvæði sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda sé fullnægjandi. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar telja ákvæðið hins vegar ekki nógu afgerandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í setningu auðlindagreinar í stjórnarskrána í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En nú er að störfum nefnd formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þorgerður Katrín vitnaði í ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um fiskveiðistjórnunarkerfið á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi. „Hann talaði mjög skýrt formaður Framsóknarflokksins. Það hafi ekki verið tilgangur fiskveiðistjórnunarkerfisins að gera örfáa ofurríka. Ég held að það sé öllum ljóst að það sé hluti af því vandamáli sem við stöndum frami fyrir í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri nauðsynlegt að tímabinda úthlutun aflaheimilda í auðlindaákvæði stjórnarskrár til að tryggja eignarhald þjóðarinnar en ekki útgerðarinnar á auðlindinni og síðan þyrfti að koma fyrir sanngjarnt gjald. Forsætisráðherra sagði skipta gríðarlegu máli að alvöru skref verði stigin á þessu kjörtímabili varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem byggt væri á þeirri vinnu sem unnin hafi verið. „Í því ákvæði sem fór inn í samráðsgáttina sem var að sjálfsögðu rætt í hópi formanna flokkanna áður en það fór þangað kemur fram að enginn geti fengið náttúruauðlindir Íslands til eignar eða varanlegra afnota,“ sagði Katrín.Nýr meirihluti á alþingi Guðmundur Andri sagði fregnir af íslenskum útgerðarrisa í Namibíu hafa minnt marga á hvers vegna þessir aðilar urðu svo brjálæðislega ríkir, eins og þingmaðurinn orðaði það. Eftir ummæli formanns sköpunarflokks fiskveiðistjórnunarkerfisins vakni spurning hvort hugsanlega sé að skapast nýr meirihluti fyrir umbótum á þessu kerfi á Alþingi. „Að allir flokkar á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans gætu komið sér saman um að koma hér á kerfi sem gæti ríkt sátt um hjá þjóðinni. Jafnvel svo ég nefni hið voðalega orð útboðsleið og koma jafnvel auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem er kveðið á um fullt endurgjald,“ sagði Guðmundur Andri. Forsætisráðherra ítrekaði fyrra svar sitt um þetta til Þorgerðar Katrínar. „Við höfum að sjálfsögðu gagnrýnt útboðsleiðina sem háttvirtur þingmaður vísar í. Því við höfum einmitt áhyggjur af samþjöppuninni sem fylgt hefur aflahlutdeildarkerfinu og myndi fylgja slíku kerfi nema ef sett væru mjög mikil þök inn í útboðskerfið. Þannig að það er auðvitað löng og mikil umræða sem þyrfti að taka,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira