Á laugardaginn tapaði Arsenal 2-0 sannfærandi fyrir Leicester á útivelli og hefur gengi liðsins ekki verið upp á marga fiska upp á síðkastið.
Liðið er í 6. sæti deildarinnar og er einungis búið að vinna fjóra af fyrstu tólf leikjunum. Liðið er átta stigum á eftir Meistaradeildarsæti.
Arsenal's hierarchy are "100%" behind manager Unai Emery and plan to wait until the summer before making a decision on the Spaniard's future. (Source: The Athletic) pic.twitter.com/MqdAmiBhJF
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 11, 2019
Þrátt fyrir slakan árangur og að liðið hafi ekki unnið leik í úrvalsdeildinni síðan 6. október eru æðstu menn Arsenal ekki á þeim buxunum að láta Spánverjann fara.
Hann mun fá traustið áfram og verður í brúnni þangað til næsta sumar, að minnsta kosti, en þá rennur samningur hans við félagð út. Þá verður tekinn ákvörðun um framhaldið.