Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2025 22:32 Bruno fagnar með samlanda sínum Diogo Dalot. James Holyoak/Getty Images Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hefur heldur betur svarað gagnrýnendum sínum með frábærri frammistöðu á vellinum. Hann segist gera hlutina eftir sínu höfði. Bruno kórónaði góðan leik sinn og liðsfélaga sinna gegn Leicester City með góðu marki undir lok leiks í 3-0 sigri Rauðu djöflanna. Var það fimmta mark fyrirliðans á tæpri viku. Ekki nóg með það heldur hafði hann lagt upp fyrstu tvö mörk Man United gegn Refunum. Frammistaðan gegn Leicester kom í kjölfar þrennunnar sem Bruno skoraði gegn Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. Þar var Portúgalinn helsta ástæða þess að Man United er komið í 8-liða úrslit keppninnar. „Ég geri hlutina á minn hátt. Augljóslega er ekki gaman að heyra slæma hluti um mann sjálfan en þeir veita innblástur þar sem það er ljóst að fólk telur að maður þurfi að bæta margt og mikið,“ sagði hinn þrítugi Bruno í viðtali eftir sigurinn á Leicester. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man United, er einn þeirra sem hefur lengi gagnrýnt Fernandes. Það breytir því ekki að Portúgalinn ber mikla virðingu fyrir írska miðjumanninum fyrrverandi. „Eðlilega mun ekki öllum líka það sem maður gerir en ég virði skoðanir annarra og virði álit Roy Keane. Ég veit að það er margt sem má laga í mínum leik og hvernig ég leiði lið mitt.“ Miðjumaðurinn hefur nú skorað 16 mörk og gefið 15 stoðsendingar á leiktíðinni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes, í hástert eftir að hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Real Sociedad í gær. Hann segir þó að Fernandes hafi einn galla í leik sínum. 14. mars 2025 10:32 Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Bruno kórónaði góðan leik sinn og liðsfélaga sinna gegn Leicester City með góðu marki undir lok leiks í 3-0 sigri Rauðu djöflanna. Var það fimmta mark fyrirliðans á tæpri viku. Ekki nóg með það heldur hafði hann lagt upp fyrstu tvö mörk Man United gegn Refunum. Frammistaðan gegn Leicester kom í kjölfar þrennunnar sem Bruno skoraði gegn Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. Þar var Portúgalinn helsta ástæða þess að Man United er komið í 8-liða úrslit keppninnar. „Ég geri hlutina á minn hátt. Augljóslega er ekki gaman að heyra slæma hluti um mann sjálfan en þeir veita innblástur þar sem það er ljóst að fólk telur að maður þurfi að bæta margt og mikið,“ sagði hinn þrítugi Bruno í viðtali eftir sigurinn á Leicester. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man United, er einn þeirra sem hefur lengi gagnrýnt Fernandes. Það breytir því ekki að Portúgalinn ber mikla virðingu fyrir írska miðjumanninum fyrrverandi. „Eðlilega mun ekki öllum líka það sem maður gerir en ég virði skoðanir annarra og virði álit Roy Keane. Ég veit að það er margt sem má laga í mínum leik og hvernig ég leiði lið mitt.“ Miðjumaðurinn hefur nú skorað 16 mörk og gefið 15 stoðsendingar á leiktíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes, í hástert eftir að hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Real Sociedad í gær. Hann segir þó að Fernandes hafi einn galla í leik sínum. 14. mars 2025 10:32 Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes, í hástert eftir að hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Real Sociedad í gær. Hann segir þó að Fernandes hafi einn galla í leik sínum. 14. mars 2025 10:32