Fullorðnir menn grétu á Ölveri Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2025 08:00 Stuðningsmenn Newcastle gátu fagnað vel á Ölveri á sunnudaginn var. Mynd/Newcastle klúbburinn á Íslandi Stuðningsmenn Newcastle United eru margir hverjir enn að ná sér niður eftir sigur liðsins á Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudaginn var. Íslenskir stuðningsmenn liðsins nutu sín vel á Ölveri í Reykjavík. Miklu var til tjaldað á Ölveri á sunnudag þar sem stuðningsmenn Newcastle tóku daginn snemma og hófu upphitun í hádeginu fyrir úrslitaleik liðsins við Liverpool í enska deildabikarnum sem fram fór seinni partinn. Newcastle vann leikinn 2-1 og þar með fyrsta titil liðsins frá árinu 1955. 70 ára bið er því á enda og gleðin leyndi sér ekki í leikslok. „Margir af mínum góðu vinum hafa verið að senda mér kveðju, ég er nú alltaf sá eini sem held með þessu liði í mínum vinahóp. En nú hafa stigið fram upp á síðkastið margir Newcastle-menn, viðurkenna það loksins núna fyrir alþjóð að þeir séu Newcastle-menn. Enda hefur klúbburinn verið rifinn upp,“ segir Kolbeinn Reginsson, sem hefur stutt svarthvíta félagið í rúma fimm áratugi og er meðlimur í Newcastle-klúbbnum sem stóð að gleðinni á Ölveri. Kolbeinn Reginsson, stuðningsmaður Newcastle, er enn að ná áttum eftir sögulegan sigur.Vísir/Sigurjón „Við endurvöktum stuðningsmannaklúbbinn og Kristinn Bjarnason, formaður, á heiður skilinn fyrir að rífa þetta í gang. Við vorum með stórkostlega sigurhátíð í kvöld og það varð úr, þetta var gríðarleg sigurhátíð,“ bætir Kolbeinn við. Allt trylltist áður en tárin fóru að renna Eftir mikla dagskrá tók leikurinn við þar sem liðið lék frábærlega og hreinlega pakkaði toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, saman og vann úrslitaleikinn verðskuldað. Tilfinningarnar voru miklar hjá stórum hópi stuðningsmanna liðsins. „Þetta eru kannski ekki trúarbrögð en ástríðan sem fylgir því að halda með svona liði gefur manni eitthvað og fallegt hvernig samfélagið tók á þessu í gær,“ segir Kolbeinn og bætir við: Dan Burn með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið enska deildabikarinn í gær. Hann var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í síðustu viku og skoraði svo í úrslitaleiknum gegn Liverpool.AFP/Glyn KIRK „Þetta var mikill spenningur, gríðarlegur spenningur. Við áttum þetta alveg í hendi. Dan Burn af öllum skallaði hann laglega í markið og það trylltist allt. Menn grétu. Þeir létu tilfinningarnar ráða,“ „Fyrir okkur Newcastle-menn er þetta eins og Vestmannaeyjagosið, þar er það fyrir og eftir gos, hjá okkur fyrir og eftir titil. Þetta er gríðarlega ánægjulegt,“ segir Kolbeinn. Meira háð með komu internetsins Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu áratugi. Newcastle var hársbreidd frá enskum meistaratitli í stjóratíð Kevins Keegan á tíunda áratugnum en þurfti að horfa á eftir titlinum í hendur Sir Alex Ferguson. Umdeildur eigandi, Mike Ashley, keypti félagið eftir aldamót og við tóku öldudalir sem fylgdu fall úr efstu deild. Það hefur því ekki alltaf verið dans á rósum að styðja þetta félag. Klippa: 70 ára sorg á enda „Þetta hefur verið gríðarlega strembið að falla þarna nokkrum sinnum og háðsglósurnar sem maður er að fá, sérstaklega þegar internetið kom, var sérstaklega auðvelt að senda manni svona háðsglósur. En við höfum tekið það allt á kassann en nú getum við staðið keikir og sagt að við séum komnir í stóra klúbbinn. Ég held að þetta sé ekkert búið og við getum gert tilraunir að titlum í framtíðinni,“ segir Kolbeinn meðal annars. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Miklu var til tjaldað á Ölveri á sunnudag þar sem stuðningsmenn Newcastle tóku daginn snemma og hófu upphitun í hádeginu fyrir úrslitaleik liðsins við Liverpool í enska deildabikarnum sem fram fór seinni partinn. Newcastle vann leikinn 2-1 og þar með fyrsta titil liðsins frá árinu 1955. 70 ára bið er því á enda og gleðin leyndi sér ekki í leikslok. „Margir af mínum góðu vinum hafa verið að senda mér kveðju, ég er nú alltaf sá eini sem held með þessu liði í mínum vinahóp. En nú hafa stigið fram upp á síðkastið margir Newcastle-menn, viðurkenna það loksins núna fyrir alþjóð að þeir séu Newcastle-menn. Enda hefur klúbburinn verið rifinn upp,“ segir Kolbeinn Reginsson, sem hefur stutt svarthvíta félagið í rúma fimm áratugi og er meðlimur í Newcastle-klúbbnum sem stóð að gleðinni á Ölveri. Kolbeinn Reginsson, stuðningsmaður Newcastle, er enn að ná áttum eftir sögulegan sigur.Vísir/Sigurjón „Við endurvöktum stuðningsmannaklúbbinn og Kristinn Bjarnason, formaður, á heiður skilinn fyrir að rífa þetta í gang. Við vorum með stórkostlega sigurhátíð í kvöld og það varð úr, þetta var gríðarleg sigurhátíð,“ bætir Kolbeinn við. Allt trylltist áður en tárin fóru að renna Eftir mikla dagskrá tók leikurinn við þar sem liðið lék frábærlega og hreinlega pakkaði toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, saman og vann úrslitaleikinn verðskuldað. Tilfinningarnar voru miklar hjá stórum hópi stuðningsmanna liðsins. „Þetta eru kannski ekki trúarbrögð en ástríðan sem fylgir því að halda með svona liði gefur manni eitthvað og fallegt hvernig samfélagið tók á þessu í gær,“ segir Kolbeinn og bætir við: Dan Burn með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið enska deildabikarinn í gær. Hann var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í síðustu viku og skoraði svo í úrslitaleiknum gegn Liverpool.AFP/Glyn KIRK „Þetta var mikill spenningur, gríðarlegur spenningur. Við áttum þetta alveg í hendi. Dan Burn af öllum skallaði hann laglega í markið og það trylltist allt. Menn grétu. Þeir létu tilfinningarnar ráða,“ „Fyrir okkur Newcastle-menn er þetta eins og Vestmannaeyjagosið, þar er það fyrir og eftir gos, hjá okkur fyrir og eftir titil. Þetta er gríðarlega ánægjulegt,“ segir Kolbeinn. Meira háð með komu internetsins Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðustu áratugi. Newcastle var hársbreidd frá enskum meistaratitli í stjóratíð Kevins Keegan á tíunda áratugnum en þurfti að horfa á eftir titlinum í hendur Sir Alex Ferguson. Umdeildur eigandi, Mike Ashley, keypti félagið eftir aldamót og við tóku öldudalir sem fylgdu fall úr efstu deild. Það hefur því ekki alltaf verið dans á rósum að styðja þetta félag. Klippa: 70 ára sorg á enda „Þetta hefur verið gríðarlega strembið að falla þarna nokkrum sinnum og háðsglósurnar sem maður er að fá, sérstaklega þegar internetið kom, var sérstaklega auðvelt að senda manni svona háðsglósur. En við höfum tekið það allt á kassann en nú getum við staðið keikir og sagt að við séum komnir í stóra klúbbinn. Ég held að þetta sé ekkert búið og við getum gert tilraunir að titlum í framtíðinni,“ segir Kolbeinn meðal annars. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira