Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2025 12:41 Halldór Smári Sigurðsson kveður Víking eftir að hafa unnið sex stóra titla með liðinu og upplifað magnað Evrópuævintýri. Eitthvað sem var ekki alveg í spilunum þegar hann var að hefja sinn meistaraflokksferil. Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson, „Herra Víkingur“, er hættur í fótbolta eftir að hafa spilað fyrir Víking alla sína tíð. Hann kveður félagið á hæsta tindi í sögu þess, eftir einstakt Evrópuævintýri sem hann óraði aldrei fyrir og sex stóra titla. Halldór er kvaddur á samfélagsmiðlum Víkinga í dag og þar birtist ítarlegt kveðjuviðtal sem stuðningsmaðurinn Tómas Þór Þórðarson tók við hann. Viðtalið má sjá hér að neðan. Eftir áratugi í treyjunnni, 464 leiki, 2 Íslandsmeistaratitla, 4 bikara, Evrópuævintýri og ótrúlegt magn af Hamingju segjum við takk við Halldór Smára Sigurðsson. Herra Víkingur nær alls ekki utan um allt sem þú hefur gefið félaginu okkar ❤️🖤 Takk #TakkHalldór #HALLDÓRSMÁRI pic.twitter.com/oNsH4VTL7i— Víkingur (@vikingurfc) March 29, 2025 Halldór Smári lék 464 leiki fyrir Víkinga og fór með liðinu frá því að enda í 10. sæti næstefstu deildar sumarið 2009 í að komast í gegnum deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann kvaddi liðsfélaga sína í Aþenu í febrúar, eftir leiki Víkings við gríska stórveldið Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Ég hef spilað minn síðasta leik. Það var tæknilega séð í Reykjavíkurmótinu í janúar en ég vil segja að það hafi verið í Austurríki, gegn LASK,“ segir Halldór í viðtalinu á miðlum Víkings. „Þetta er bara komið gott. Ég ákvað þetta um hátíðirnar með sjálfum mér en átti erfitt með að sleppa orðunum frá mér. Ég gerði það svona tveimur vikum fyrir ferðina til Helsinki og Grikklands og sagði þá þjálfurunum frá þessu. Ástæðan er í fyrsta lagi að þetta er rosalega gott tækifæri til að hætta. Þó að mér finnist ég geta haldið áfram þá er það kannski meira egóið að tala. Ég spilaði lítið í deildinni í fyrra og ákvað að hætta núna, eftir að hafa verið í Evrópu með Víkingi sem enginn bjóst við þegar ég var að byrja, frekar en að taka annað ár, spila kannski lítið og vita ekki hvernig myndi ganga, og fara að hætta svo. Þetta er góður tímapunktur. Komið fínt,“ segir Halldór Smári sem rifjar upp ferilinn með skemmtilegum hætti í viðtalinu sem sjá má hér að ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Halldór er kvaddur á samfélagsmiðlum Víkinga í dag og þar birtist ítarlegt kveðjuviðtal sem stuðningsmaðurinn Tómas Þór Þórðarson tók við hann. Viðtalið má sjá hér að neðan. Eftir áratugi í treyjunnni, 464 leiki, 2 Íslandsmeistaratitla, 4 bikara, Evrópuævintýri og ótrúlegt magn af Hamingju segjum við takk við Halldór Smára Sigurðsson. Herra Víkingur nær alls ekki utan um allt sem þú hefur gefið félaginu okkar ❤️🖤 Takk #TakkHalldór #HALLDÓRSMÁRI pic.twitter.com/oNsH4VTL7i— Víkingur (@vikingurfc) March 29, 2025 Halldór Smári lék 464 leiki fyrir Víkinga og fór með liðinu frá því að enda í 10. sæti næstefstu deildar sumarið 2009 í að komast í gegnum deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann kvaddi liðsfélaga sína í Aþenu í febrúar, eftir leiki Víkings við gríska stórveldið Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Ég hef spilað minn síðasta leik. Það var tæknilega séð í Reykjavíkurmótinu í janúar en ég vil segja að það hafi verið í Austurríki, gegn LASK,“ segir Halldór í viðtalinu á miðlum Víkings. „Þetta er bara komið gott. Ég ákvað þetta um hátíðirnar með sjálfum mér en átti erfitt með að sleppa orðunum frá mér. Ég gerði það svona tveimur vikum fyrir ferðina til Helsinki og Grikklands og sagði þá þjálfurunum frá þessu. Ástæðan er í fyrsta lagi að þetta er rosalega gott tækifæri til að hætta. Þó að mér finnist ég geta haldið áfram þá er það kannski meira egóið að tala. Ég spilaði lítið í deildinni í fyrra og ákvað að hætta núna, eftir að hafa verið í Evrópu með Víkingi sem enginn bjóst við þegar ég var að byrja, frekar en að taka annað ár, spila kannski lítið og vita ekki hvernig myndi ganga, og fara að hætta svo. Þetta er góður tímapunktur. Komið fínt,“ segir Halldór Smári sem rifjar upp ferilinn með skemmtilegum hætti í viðtalinu sem sjá má hér að ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira