Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2025 12:41 Halldór Smári Sigurðsson kveður Víking eftir að hafa unnið sex stóra titla með liðinu og upplifað magnað Evrópuævintýri. Eitthvað sem var ekki alveg í spilunum þegar hann var að hefja sinn meistaraflokksferil. Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson, „Herra Víkingur“, er hættur í fótbolta eftir að hafa spilað fyrir Víking alla sína tíð. Hann kveður félagið á hæsta tindi í sögu þess, eftir einstakt Evrópuævintýri sem hann óraði aldrei fyrir og sex stóra titla. Halldór er kvaddur á samfélagsmiðlum Víkinga í dag og þar birtist ítarlegt kveðjuviðtal sem stuðningsmaðurinn Tómas Þór Þórðarson tók við hann. Viðtalið má sjá hér að neðan. Eftir áratugi í treyjunnni, 464 leiki, 2 Íslandsmeistaratitla, 4 bikara, Evrópuævintýri og ótrúlegt magn af Hamingju segjum við takk við Halldór Smára Sigurðsson. Herra Víkingur nær alls ekki utan um allt sem þú hefur gefið félaginu okkar ❤️🖤 Takk #TakkHalldór #HALLDÓRSMÁRI pic.twitter.com/oNsH4VTL7i— Víkingur (@vikingurfc) March 29, 2025 Halldór Smári lék 464 leiki fyrir Víkinga og fór með liðinu frá því að enda í 10. sæti næstefstu deildar sumarið 2009 í að komast í gegnum deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann kvaddi liðsfélaga sína í Aþenu í febrúar, eftir leiki Víkings við gríska stórveldið Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Ég hef spilað minn síðasta leik. Það var tæknilega séð í Reykjavíkurmótinu í janúar en ég vil segja að það hafi verið í Austurríki, gegn LASK,“ segir Halldór í viðtalinu á miðlum Víkings. „Þetta er bara komið gott. Ég ákvað þetta um hátíðirnar með sjálfum mér en átti erfitt með að sleppa orðunum frá mér. Ég gerði það svona tveimur vikum fyrir ferðina til Helsinki og Grikklands og sagði þá þjálfurunum frá þessu. Ástæðan er í fyrsta lagi að þetta er rosalega gott tækifæri til að hætta. Þó að mér finnist ég geta haldið áfram þá er það kannski meira egóið að tala. Ég spilaði lítið í deildinni í fyrra og ákvað að hætta núna, eftir að hafa verið í Evrópu með Víkingi sem enginn bjóst við þegar ég var að byrja, frekar en að taka annað ár, spila kannski lítið og vita ekki hvernig myndi ganga, og fara að hætta svo. Þetta er góður tímapunktur. Komið fínt,“ segir Halldór Smári sem rifjar upp ferilinn með skemmtilegum hætti í viðtalinu sem sjá má hér að ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Halldór er kvaddur á samfélagsmiðlum Víkinga í dag og þar birtist ítarlegt kveðjuviðtal sem stuðningsmaðurinn Tómas Þór Þórðarson tók við hann. Viðtalið má sjá hér að neðan. Eftir áratugi í treyjunnni, 464 leiki, 2 Íslandsmeistaratitla, 4 bikara, Evrópuævintýri og ótrúlegt magn af Hamingju segjum við takk við Halldór Smára Sigurðsson. Herra Víkingur nær alls ekki utan um allt sem þú hefur gefið félaginu okkar ❤️🖤 Takk #TakkHalldór #HALLDÓRSMÁRI pic.twitter.com/oNsH4VTL7i— Víkingur (@vikingurfc) March 29, 2025 Halldór Smári lék 464 leiki fyrir Víkinga og fór með liðinu frá því að enda í 10. sæti næstefstu deildar sumarið 2009 í að komast í gegnum deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann kvaddi liðsfélaga sína í Aþenu í febrúar, eftir leiki Víkings við gríska stórveldið Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Ég hef spilað minn síðasta leik. Það var tæknilega séð í Reykjavíkurmótinu í janúar en ég vil segja að það hafi verið í Austurríki, gegn LASK,“ segir Halldór í viðtalinu á miðlum Víkings. „Þetta er bara komið gott. Ég ákvað þetta um hátíðirnar með sjálfum mér en átti erfitt með að sleppa orðunum frá mér. Ég gerði það svona tveimur vikum fyrir ferðina til Helsinki og Grikklands og sagði þá þjálfurunum frá þessu. Ástæðan er í fyrsta lagi að þetta er rosalega gott tækifæri til að hætta. Þó að mér finnist ég geta haldið áfram þá er það kannski meira egóið að tala. Ég spilaði lítið í deildinni í fyrra og ákvað að hætta núna, eftir að hafa verið í Evrópu með Víkingi sem enginn bjóst við þegar ég var að byrja, frekar en að taka annað ár, spila kannski lítið og vita ekki hvernig myndi ganga, og fara að hætta svo. Þetta er góður tímapunktur. Komið fínt,“ segir Halldór Smári sem rifjar upp ferilinn með skemmtilegum hætti í viðtalinu sem sjá má hér að ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira