Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. mars 2025 09:33 Max Verstappen og Liam Lawson keyrðu aðeins tvisvar saman sem liðsfélagar, í Ástralíu og Kína. Yuki Tsunoda verður í hinum Red Bull bílnum í Japan. Bryn Lennon - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Helmut Marko, helsti ráðgjafi forstjóra Red Bull í Formúlu 1, segir að heimsmeistarinn Max Verstappen sé ósattur með meðferðina sem liðsfélagi hans fékk. Liam Lawson var sendur aftur niður í ungmennaliðið eftir að hafa ekki fengið stig í fyrstu tveimur keppnunum. „Við vitum að Max er óánægður, en við þurfum tvo bíla framarlega. Ekki bara fyrir bílasmiðakeppnina, heldur líka til að hjálpa Max að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil. Þú getur keyrt og keppt af meiri kænsku þannig,“ sagði Marko í viðtali við De Telegraaf. Marko fer einnig fyrir Racing Bulls, ungmennaliði Red Bull, sem Liam Lawson mun nú keppa aftur fyrir eftir aðeins hundrað daga í aðalliðinu. Yuki Tsunoda fer í hina áttina og keyrir Red Bull bíl í japanska kappakstrinum fyrstu helgina í apríl. „Við þurftum að bregðast við áður en hann missti sjálfstraustið algjörlega. Við megum ekki gleyma því að ferillinn hans er ekki búinn. Hann er kominn aftur í Racing Bulls, lið með bíl sem getur vel skorað einhver stig, bíll sem er töluvert auðveldari í akstri, en aðallega, í liði þar sem hann verður ekki borinn saman við Max Verstappen“ skrifaði Marko í vikulegum pistli sínum á speedweek.com. Liam Lawson tjáði sig á Instagram í gær, í fyrsta sinn opinberlega síðan breytingin var tilkynnt. Þar sagði hann draum sinn síðan í barnæsku hafa verið að keyra Red Bull bíl, eitthvað sem hann vann að alla ævi. Þetta hafi verið honum erfitt. View this post on Instagram A post shared by Liam Lawson (@liamlawson30) Næsti kappakstur í Formúlu 1 fer fram í Japan sunnudaginn 6. apríl og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Akstursíþróttir Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
„Við vitum að Max er óánægður, en við þurfum tvo bíla framarlega. Ekki bara fyrir bílasmiðakeppnina, heldur líka til að hjálpa Max að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil. Þú getur keyrt og keppt af meiri kænsku þannig,“ sagði Marko í viðtali við De Telegraaf. Marko fer einnig fyrir Racing Bulls, ungmennaliði Red Bull, sem Liam Lawson mun nú keppa aftur fyrir eftir aðeins hundrað daga í aðalliðinu. Yuki Tsunoda fer í hina áttina og keyrir Red Bull bíl í japanska kappakstrinum fyrstu helgina í apríl. „Við þurftum að bregðast við áður en hann missti sjálfstraustið algjörlega. Við megum ekki gleyma því að ferillinn hans er ekki búinn. Hann er kominn aftur í Racing Bulls, lið með bíl sem getur vel skorað einhver stig, bíll sem er töluvert auðveldari í akstri, en aðallega, í liði þar sem hann verður ekki borinn saman við Max Verstappen“ skrifaði Marko í vikulegum pistli sínum á speedweek.com. Liam Lawson tjáði sig á Instagram í gær, í fyrsta sinn opinberlega síðan breytingin var tilkynnt. Þar sagði hann draum sinn síðan í barnæsku hafa verið að keyra Red Bull bíl, eitthvað sem hann vann að alla ævi. Þetta hafi verið honum erfitt. View this post on Instagram A post shared by Liam Lawson (@liamlawson30) Næsti kappakstur í Formúlu 1 fer fram í Japan sunnudaginn 6. apríl og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Akstursíþróttir Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira