Úrslitadagar í Lundúnum, Brussel og Belfast Þórir Guðmundsson skrifar 17. október 2019 21:00 Stuðningsmenn beggja hliða Brexit-deilunnar mótmæltu við Westminster í dag. Getty/NurPhoto Eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti að samningur væri í höfn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu varð fljótt ljóst að hann hafði aðeins náð samkomulagi við Evrópusambandið, ekki eigin bandamenn heima fyrir. Meginágreiningurinn varðar Írland og hvernig hægt er að halda Norður-Írlandi í breska ríkjasambandinu án þess að koma upp eftirliti á landamærunum við írska lýðveldið og endurvekja þannig ágreiningsefni sem var miðlægt í hryllingi átakanna á Norður-Írlandi undir lok síðust aldar. Forystumenn lýðræðislega sambandsflokksins, DUP, voru fljótir í dag að lýsa því yfir að þeir styddu ekki samninginn eins og hann hefði verið kynntur fyrir þeim. Ástæðan er einföld. Tilvera flokksins byggir á þeirri afstöðu að Norður-Írland sé og verði um alla tíð hluti af Bretlandi. Samningurinn veikir böndin yfir Írlandshaf.Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að samningur við ESB væri í höfn.Getty/NurPhotoAð samræma hið ósamræmanlega Samningurinn sem tilkynntur var í dag reynir að samræma það sem virðist ósamræmanlegt: að írska eyjan verði eitt viðskipta- og tollasvæði án þess að það hafi áhrif á lagalega stöðu Norður-Írlands sem hluta af Bretlandi. Uppskriftin er að lagabókstafurinn kveði á um eitt en raunveruleikinn annað. Evrópusambandið vill geta framfylgt á Írlandi kröfum sem sambandið gerir til landbúnaðarafurða, neytendaverndar, öryggisstaðla og alls þess sem kveðið er á um í ESB-gerðunum, sem Íslendingar þekkja svo vel eftir 25 ár innan evrópska efnahagssvæðisins. Það er ekki hægt ef landamærin gagnvart Bretlandi (sumsé, Norður-Írlandi) eru opin. Bretar vilja hins vegar geta gert viðskiptasamninga við önnur ríki, og alveg sérstaklega Bandaríkin, sem munu kveða á um annað reglugerðarumhverfi. Svo dæmi sé tekið, þá þarf landamæri til að koma í veg fyrir að bandarískt nautakjöt, sem sumir kalla „sterakjöt“, flæði inn í Evrópusambandið í gegnum Norður-Írland. Aðgangur fyrir landbúnaðarafurðir verður mikilvægt atriði viðskiptasamnings sem breska stjórnin vonast til að gera í framtíðinni við Bandaríkjastjórn. Því verður hún að hafa frelsi til að hafa aðrar reglur í Bretlandi en gilda í Evrópusambandinu – og þá þarf hún að undanskilja Norður-Írland. Niðurstaðan, sem var samið um í dag, er að raunveruleg landamæragæsla fari fram í hafinu milli bresku eyjanna og hinnar írsku. Þetta er hin illræmda baktrygging, sem May samdi um en þingið felldi. Hún er hér komin til baka í eilítið öðru formi.Sambandssinnar ósannfærðir Sú niðurstaða er hins vegar óásættanleg fyrir stjórnmálamenn á Norður-Írlandi og alveg sérstaklega fyrir sambandssinnana í DUP sem hafa varið stjórn Íhaldsflokksins vantrausti á breska þinginu í Westminster. Því er lykilatriði í samningunum að norður-írska þingið í Stormont greiði atkvæði á fjögurra ára fresti um að samþykkja eða hafna tollafyrirkomulaginu. Evrópusambandið hafði efasemdir um að veita stjórnmálamönnum á Norður-Írlandi þannig neitunarvald um lykilatriði brexit-samnings en lét þó til leiðast. En til að flækja málin enn frekar þá hefur þingið í Stormont ekki setið í næstum þrjú ár vegna ósamkomulags flokkanna á Norður-Írlandi. Í samningnum frá Brussel segir að sitji þingið í Stormont ekki þegar kemur að því að greiða atkvæði þá jafngildi það því að samþykkt hafi verið að samningurinn haldi velli óbreyttur. Eitt lykilatriði friðarsamningsins á Norður-Írlandi frá 1998 er að aðilar hans geti hvorir um sig krafist þess að mál séu afgreidd samhljóða á norður-írska þinginu, það er með stuðningi allra deiluaðila á Norður-Írlandi. Þessi klásúla hefur verið notuð meðal annars til að koma í veg fyrir hjónabönd samkynhneigðra og aukið frelsi til fóstureyðinga. Það myndi gefa deiluaðilunum í Sinn Fein (sem vilja að Norður-Írland segi skilið við Bretlandi og sameinist Írlandi) og DUP neitunarvald um framhald baktryggingarinnar á fjögurra ára fresti.En samningurinn sem náðist í Brussel tekur á þessu og í honum er ákvæði um að í þessari atkvæðagreiðslu ráði einfaldur meirihluti. Það þýðir að DUP, til dæmis, getur ekki einn síns liðs fellt baktrygginguna þegar hún kemur til atkvæðagreiðslu, fyrst á árinu 2024, ef meirihluti á þinginu vill halda henni gangandi í fjögur ár í viðbót. Það eykur líkurnar á að fyrirkomulag, þar sem Norður-Írland er viðskiptalega séð nær því að vera í ESB en hluti af Bretlandi, haldi áfram um ókomna framtíð. Þessu á DUP erfitt með að kyngja.Arlene Foster er leiðtogi DUP.Getty/Dan KitwoodLaugardagur til lukku? Markmið samningamanna í Brussel undanfarna daga og sérstaklega í gærkvöldi og í dag var að útbúa pakka sem dugar samningaaðilunum sjálfum, stjórnvöldum í Bretlandi og Evrópusambandinu – og sem Boris Johnson getur komið í gegnum breska þingið. Samningamenn hafa skipst á um að segjast annað hvort vera hóflega bjartsýnir eða verulega svartsýnir um endanlegan árangur. Yfirlýsing forystumanna DUP um að þessi samningur dugi þeim ekki dregur verulega úr bjartsýninni. Á laugardag verður sjaldgæfur aukafundur í breska þinginu, þar sem hægt verður að greiða atkvæði um samninginn sem náðist í dag. Alsendis óvíst er hvernig sá fundur fer. Þar er hver höndin upp á móti annarri og háværar kröfur um að gera þann fyrirvara við að samþykkja samkomulagið að það verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það vill Boris Johnson forsætisráðherra ekki sjá. Ljóst er að Johnson mun fram á laugardag leggja hart að forystumönnum DUP að styðja samninginn, vafalaust með tilboðum um rausnarlegan fjárhagslegan stuðning við Norður-Írland. Enn er þó engin leið að vita hvort sá stuðningur fæst – en þó er nokkuð víst að á laugardag kemur í ljós hvort Bretland fer úr Evrópusambandinu með skipulegum hætti eða hvort allt fer á hliðina einu sinni enn. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Nýr Brexit-samningur í höfn Forsætisráðherra Bretlands segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. 17. október 2019 09:47 Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59 Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. 17. október 2019 19:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti að samningur væri í höfn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu varð fljótt ljóst að hann hafði aðeins náð samkomulagi við Evrópusambandið, ekki eigin bandamenn heima fyrir. Meginágreiningurinn varðar Írland og hvernig hægt er að halda Norður-Írlandi í breska ríkjasambandinu án þess að koma upp eftirliti á landamærunum við írska lýðveldið og endurvekja þannig ágreiningsefni sem var miðlægt í hryllingi átakanna á Norður-Írlandi undir lok síðust aldar. Forystumenn lýðræðislega sambandsflokksins, DUP, voru fljótir í dag að lýsa því yfir að þeir styddu ekki samninginn eins og hann hefði verið kynntur fyrir þeim. Ástæðan er einföld. Tilvera flokksins byggir á þeirri afstöðu að Norður-Írland sé og verði um alla tíð hluti af Bretlandi. Samningurinn veikir böndin yfir Írlandshaf.Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að samningur við ESB væri í höfn.Getty/NurPhotoAð samræma hið ósamræmanlega Samningurinn sem tilkynntur var í dag reynir að samræma það sem virðist ósamræmanlegt: að írska eyjan verði eitt viðskipta- og tollasvæði án þess að það hafi áhrif á lagalega stöðu Norður-Írlands sem hluta af Bretlandi. Uppskriftin er að lagabókstafurinn kveði á um eitt en raunveruleikinn annað. Evrópusambandið vill geta framfylgt á Írlandi kröfum sem sambandið gerir til landbúnaðarafurða, neytendaverndar, öryggisstaðla og alls þess sem kveðið er á um í ESB-gerðunum, sem Íslendingar þekkja svo vel eftir 25 ár innan evrópska efnahagssvæðisins. Það er ekki hægt ef landamærin gagnvart Bretlandi (sumsé, Norður-Írlandi) eru opin. Bretar vilja hins vegar geta gert viðskiptasamninga við önnur ríki, og alveg sérstaklega Bandaríkin, sem munu kveða á um annað reglugerðarumhverfi. Svo dæmi sé tekið, þá þarf landamæri til að koma í veg fyrir að bandarískt nautakjöt, sem sumir kalla „sterakjöt“, flæði inn í Evrópusambandið í gegnum Norður-Írland. Aðgangur fyrir landbúnaðarafurðir verður mikilvægt atriði viðskiptasamnings sem breska stjórnin vonast til að gera í framtíðinni við Bandaríkjastjórn. Því verður hún að hafa frelsi til að hafa aðrar reglur í Bretlandi en gilda í Evrópusambandinu – og þá þarf hún að undanskilja Norður-Írland. Niðurstaðan, sem var samið um í dag, er að raunveruleg landamæragæsla fari fram í hafinu milli bresku eyjanna og hinnar írsku. Þetta er hin illræmda baktrygging, sem May samdi um en þingið felldi. Hún er hér komin til baka í eilítið öðru formi.Sambandssinnar ósannfærðir Sú niðurstaða er hins vegar óásættanleg fyrir stjórnmálamenn á Norður-Írlandi og alveg sérstaklega fyrir sambandssinnana í DUP sem hafa varið stjórn Íhaldsflokksins vantrausti á breska þinginu í Westminster. Því er lykilatriði í samningunum að norður-írska þingið í Stormont greiði atkvæði á fjögurra ára fresti um að samþykkja eða hafna tollafyrirkomulaginu. Evrópusambandið hafði efasemdir um að veita stjórnmálamönnum á Norður-Írlandi þannig neitunarvald um lykilatriði brexit-samnings en lét þó til leiðast. En til að flækja málin enn frekar þá hefur þingið í Stormont ekki setið í næstum þrjú ár vegna ósamkomulags flokkanna á Norður-Írlandi. Í samningnum frá Brussel segir að sitji þingið í Stormont ekki þegar kemur að því að greiða atkvæði þá jafngildi það því að samþykkt hafi verið að samningurinn haldi velli óbreyttur. Eitt lykilatriði friðarsamningsins á Norður-Írlandi frá 1998 er að aðilar hans geti hvorir um sig krafist þess að mál séu afgreidd samhljóða á norður-írska þinginu, það er með stuðningi allra deiluaðila á Norður-Írlandi. Þessi klásúla hefur verið notuð meðal annars til að koma í veg fyrir hjónabönd samkynhneigðra og aukið frelsi til fóstureyðinga. Það myndi gefa deiluaðilunum í Sinn Fein (sem vilja að Norður-Írland segi skilið við Bretlandi og sameinist Írlandi) og DUP neitunarvald um framhald baktryggingarinnar á fjögurra ára fresti.En samningurinn sem náðist í Brussel tekur á þessu og í honum er ákvæði um að í þessari atkvæðagreiðslu ráði einfaldur meirihluti. Það þýðir að DUP, til dæmis, getur ekki einn síns liðs fellt baktrygginguna þegar hún kemur til atkvæðagreiðslu, fyrst á árinu 2024, ef meirihluti á þinginu vill halda henni gangandi í fjögur ár í viðbót. Það eykur líkurnar á að fyrirkomulag, þar sem Norður-Írland er viðskiptalega séð nær því að vera í ESB en hluti af Bretlandi, haldi áfram um ókomna framtíð. Þessu á DUP erfitt með að kyngja.Arlene Foster er leiðtogi DUP.Getty/Dan KitwoodLaugardagur til lukku? Markmið samningamanna í Brussel undanfarna daga og sérstaklega í gærkvöldi og í dag var að útbúa pakka sem dugar samningaaðilunum sjálfum, stjórnvöldum í Bretlandi og Evrópusambandinu – og sem Boris Johnson getur komið í gegnum breska þingið. Samningamenn hafa skipst á um að segjast annað hvort vera hóflega bjartsýnir eða verulega svartsýnir um endanlegan árangur. Yfirlýsing forystumanna DUP um að þessi samningur dugi þeim ekki dregur verulega úr bjartsýninni. Á laugardag verður sjaldgæfur aukafundur í breska þinginu, þar sem hægt verður að greiða atkvæði um samninginn sem náðist í dag. Alsendis óvíst er hvernig sá fundur fer. Þar er hver höndin upp á móti annarri og háværar kröfur um að gera þann fyrirvara við að samþykkja samkomulagið að það verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það vill Boris Johnson forsætisráðherra ekki sjá. Ljóst er að Johnson mun fram á laugardag leggja hart að forystumönnum DUP að styðja samninginn, vafalaust með tilboðum um rausnarlegan fjárhagslegan stuðning við Norður-Írland. Enn er þó engin leið að vita hvort sá stuðningur fæst – en þó er nokkuð víst að á laugardag kemur í ljós hvort Bretland fer úr Evrópusambandinu með skipulegum hætti eða hvort allt fer á hliðina einu sinni enn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Nýr Brexit-samningur í höfn Forsætisráðherra Bretlands segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. 17. október 2019 09:47 Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59 Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. 17. október 2019 19:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Nýr Brexit-samningur í höfn Forsætisráðherra Bretlands segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. 17. október 2019 09:47
Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59
Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. 17. október 2019 19:00