Náði nýjum samningi en þingið verður erfitt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. október 2019 08:00 Johnson býður hið risavaxna verkefni að sætta þingmenn við samninginn. Nordicphotos/Getty Boris Johnson, tilkynnti í gær um nýjan útgöngusamning Breta úr Evrópusambandinu. „Við höfum frábæran nýjan samning sem færir okkur aftur völdin,“ sagði Boris Johnson á Twitter í gær. Vindurinn fór þó aðeins úr seglunum skömmu síðar þegar DUP, flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi, gaf út yfirlýsingu um að hann styddi ekki samninginn. Johnson hefur fundað stíft með Arlene Foster, leiðtoga DUP, í vikunni. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði samning í höfn eftir ríkan vilja samningsaðila til að leita lausna. Hann hvatti leiðtogaráð Evrópusambandsins til að styðja samkomulagið. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins, Michel Barnier, segir hinn nýja samning sanngjarna málamiðlun þar sem hagsmunir sambandsríkjanna séu varðir. Barnier bendir á að samningur Johnsons sé í stórum dráttum sá sami og Theresa May gerði fyrir ári. Bretar hafi samþykkt að standa við fjárhagslegar skuldbindingar vegna útgöngunnar úr sambandinu, sem áætlaðar hafa verið um 6.300 milljarðar króna. Ástæðan fyrir því að DUP getur ekki fellt sig við samninginn er sú að í raun verður Norður-Írland aðskilið tollasvæði frá Bretlandi, þó að orðalagið gefi annað til kynna. Norður-Írland fær í raun sérstöðu, með annan fótinn inni í Evrópusambandinu og annað skattakerfi en í Bretlandi. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir DUP hafa bæði Leo Varadkar, forseti Írlands, og höfuðandstæðingarnir í Sinn Fein fagnað samningnum. Samningurinn verður lagður fyrir breska þingið á morgun og ljóst er að mjög mjótt verður á munum, mun mjórra en í atkvæðagreiðslu um alla þrjá samninga Theresu May, forvera Johnsons. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðu Verkamannaflokksins, segir þennan nýja samning „enn verri“ en þann sem Theresa May kynnti. Verkamannaflokkurinn vill nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til að samþykkja eða hafna útgöngusamningnum. Innan Verkamannaflokksins eru þó tæplega 20 þingmenn, úr kjördæmum sem kusu með útgöngu, sem hafa ýjað að því að kjósa með samningi sem Johnson myndi leggja fram. Þeir munu þó ekki setja pólitíska framtíð sína í hættu nema að sjá fram á að vinna. SNP, skoski þjóðarflokkurinn, leggst alfarið gegn samningnum og segir óréttlátt að Norður-Írland fái sérstaka stöðu en Skotland ekki. Landsþing flokksins var haldið nýlega í Aberdeen og þar sagðist leiðtogi flokksins, Nicola Sturgeon, ætla að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næsta ári. Frjálslyndir demókratar eru einnig alfarið mótfallnir samningnum, sem og smærri flokkar. Sá sem talað hefur hvað harðast gegn samningnum er Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. „Ég myndi frekar vilja frestun og nýjar kosningar en að samþykkja þennan skelfilega Evrópusamning,“ sagði hann. Johnson þarf þó frekar að hafa áhyggjur af ERG, harðlínumönnunum í Íhaldsflokknum sem eru tæplega 30 talsins því afstaða þeirra hefur oft verið sú sama og DUP. Ríkisstjórn Johnsons tapaði enn og aftur atkvæðagreiðslum í þinginu í gær, þar sem meðal annars var skýrar kveðið á um að sækja um frekari útgöngufrest. Juncker svaraði blaðamönnum á þá leið að Evrópusambandið myndi ekki veita fresti í ljósi þessa samnings, en stjórnmálaskýrendur og heimildarmenn innan Evrópusambandsins töldu ólíklegt að Evrópusambandið myndi hafna frekari frestun, væri þess óskað. Bresk fyrirtæki hafa lýst yfir vonbrigðum með samninginn og segja hann verri en þá sem Theresa May bar á borð. Þegar fregnir bárust af samningi reis hins vegar pundið í 1,29 á móti dollar, og hefur það ekki verið hærra í fimm mánuði. Eftir yfirlýsingu DUP seig það hins vegar niður í 1,27. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Nýr Brexit-samningur í höfn Forsætisráðherra Bretlands segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. 17. október 2019 09:47 Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. 17. október 2019 19:00 Úrslitadagar í Lundúnum, Brussel og Belfast Eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti að samningur væri í höfn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu varð fljótt ljóst að hann hafði aðeins náð samkomulagi við Evrópusambandið, ekki eigin bandamenn heima fyrir. 17. október 2019 21:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Boris Johnson, tilkynnti í gær um nýjan útgöngusamning Breta úr Evrópusambandinu. „Við höfum frábæran nýjan samning sem færir okkur aftur völdin,“ sagði Boris Johnson á Twitter í gær. Vindurinn fór þó aðeins úr seglunum skömmu síðar þegar DUP, flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi, gaf út yfirlýsingu um að hann styddi ekki samninginn. Johnson hefur fundað stíft með Arlene Foster, leiðtoga DUP, í vikunni. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði samning í höfn eftir ríkan vilja samningsaðila til að leita lausna. Hann hvatti leiðtogaráð Evrópusambandsins til að styðja samkomulagið. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins, Michel Barnier, segir hinn nýja samning sanngjarna málamiðlun þar sem hagsmunir sambandsríkjanna séu varðir. Barnier bendir á að samningur Johnsons sé í stórum dráttum sá sami og Theresa May gerði fyrir ári. Bretar hafi samþykkt að standa við fjárhagslegar skuldbindingar vegna útgöngunnar úr sambandinu, sem áætlaðar hafa verið um 6.300 milljarðar króna. Ástæðan fyrir því að DUP getur ekki fellt sig við samninginn er sú að í raun verður Norður-Írland aðskilið tollasvæði frá Bretlandi, þó að orðalagið gefi annað til kynna. Norður-Írland fær í raun sérstöðu, með annan fótinn inni í Evrópusambandinu og annað skattakerfi en í Bretlandi. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir DUP hafa bæði Leo Varadkar, forseti Írlands, og höfuðandstæðingarnir í Sinn Fein fagnað samningnum. Samningurinn verður lagður fyrir breska þingið á morgun og ljóst er að mjög mjótt verður á munum, mun mjórra en í atkvæðagreiðslu um alla þrjá samninga Theresu May, forvera Johnsons. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðu Verkamannaflokksins, segir þennan nýja samning „enn verri“ en þann sem Theresa May kynnti. Verkamannaflokkurinn vill nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til að samþykkja eða hafna útgöngusamningnum. Innan Verkamannaflokksins eru þó tæplega 20 þingmenn, úr kjördæmum sem kusu með útgöngu, sem hafa ýjað að því að kjósa með samningi sem Johnson myndi leggja fram. Þeir munu þó ekki setja pólitíska framtíð sína í hættu nema að sjá fram á að vinna. SNP, skoski þjóðarflokkurinn, leggst alfarið gegn samningnum og segir óréttlátt að Norður-Írland fái sérstaka stöðu en Skotland ekki. Landsþing flokksins var haldið nýlega í Aberdeen og þar sagðist leiðtogi flokksins, Nicola Sturgeon, ætla að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næsta ári. Frjálslyndir demókratar eru einnig alfarið mótfallnir samningnum, sem og smærri flokkar. Sá sem talað hefur hvað harðast gegn samningnum er Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. „Ég myndi frekar vilja frestun og nýjar kosningar en að samþykkja þennan skelfilega Evrópusamning,“ sagði hann. Johnson þarf þó frekar að hafa áhyggjur af ERG, harðlínumönnunum í Íhaldsflokknum sem eru tæplega 30 talsins því afstaða þeirra hefur oft verið sú sama og DUP. Ríkisstjórn Johnsons tapaði enn og aftur atkvæðagreiðslum í þinginu í gær, þar sem meðal annars var skýrar kveðið á um að sækja um frekari útgöngufrest. Juncker svaraði blaðamönnum á þá leið að Evrópusambandið myndi ekki veita fresti í ljósi þessa samnings, en stjórnmálaskýrendur og heimildarmenn innan Evrópusambandsins töldu ólíklegt að Evrópusambandið myndi hafna frekari frestun, væri þess óskað. Bresk fyrirtæki hafa lýst yfir vonbrigðum með samninginn og segja hann verri en þá sem Theresa May bar á borð. Þegar fregnir bárust af samningi reis hins vegar pundið í 1,29 á móti dollar, og hefur það ekki verið hærra í fimm mánuði. Eftir yfirlýsingu DUP seig það hins vegar niður í 1,27.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Nýr Brexit-samningur í höfn Forsætisráðherra Bretlands segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. 17. október 2019 09:47 Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. 17. október 2019 19:00 Úrslitadagar í Lundúnum, Brussel og Belfast Eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti að samningur væri í höfn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu varð fljótt ljóst að hann hafði aðeins náð samkomulagi við Evrópusambandið, ekki eigin bandamenn heima fyrir. 17. október 2019 21:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Nýr Brexit-samningur í höfn Forsætisráðherra Bretlands segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. 17. október 2019 09:47
Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. 17. október 2019 19:00
Úrslitadagar í Lundúnum, Brussel og Belfast Eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti að samningur væri í höfn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu varð fljótt ljóst að hann hafði aðeins náð samkomulagi við Evrópusambandið, ekki eigin bandamenn heima fyrir. 17. október 2019 21:00