Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2019 11:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Lögmenn segja lögin geta lítið til að vernda viðkomandi, jafnvel þó sá hafi framfylgt reglunum um uppljóstrara út í eitt. Þrátt fyrir að starfandi yfirmaður leyniþjónustumála hafi nýverið sagt að uppljóstrarinn hafi lagt fram kvörtun í góðri trú og réttast væri að vernda friðhelgi hans, hafa forsetinn og bandamenn hans sagt að réttast væri að afhjúpa hann. Trump sjálfur hefur sagst vilja hitta hann og krefst þess að hann eigi rétt á því. Lögfræðingar segja Trump-liða í raun geta afhjúpað uppljóstrarann án nokkurra afleiðinga. „Ef hann langar að eyðileggja líf þessa aðila, þá er ekki mikið sem getur stoppað hann,“ sagði lögmaðurinn Bradley P. Moss, sem sérhæfir sig í málefnum uppljóstrara, við Washington Post um Trump.Þá hefur Trump sagt að hann sé að reyna að komast að því hver uppljóstrarinn væri og í tísti sem hann birti í gær skrifaði hann: „HVER BREYTTI LANGVARANDI LÖGUM UM UPPLJÓSTRARA RÉTT FYRIR BIRTINGU FÖLSKU UPPLJÓSTRARAKVÖRTUNINAR? ÞURRKUM UPP FENIÐ!“Michael Atkinson sem skipaður var í embætti innri endurskoðanda leyniþjónusta Bandaríkjanna af Trump, sendi út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann sagði forsetann hafa rangt fyrir sér. Reglunum hefði ekki verið breytt og fór Atkinson einnig út í það hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun uppljóstrarans væri trúverðug og áríðandi.Forsetinn hefur þar að auki sagt að uppljóstrarinn sé njósnari og gefið í skyn að taka ætti hann af lífi. Nú í morgun setti forsetinn like við svokallað „meme“ á Twitter. Þar er um að ræða mynd frá 2013 þar sem látið er líta út fyrir að Trump segi: „Uppljóstrarar fá saumspor. Það er verra að vera „rotta“ en að vera glæpamaður." (Lauslega þýtt)Andrew P. Bakaj, lögmaður uppljóstrarans, sendi um helgina bréf til Atkinson þar sem hann sagðist óttast um öryggi skjólstæðings síns. Búið er að bjóða verðlaun til þeirra sem geta komið upp um hann og stendur umfangsmikil leit yfir víða á netinu meðal stuðningsmanna Trump. Þá sagði Bakaj í tísti í gær að skjólstæðingur sinn ætti rétt á friðhelgi og því að verða ekki fyrir hefndaraðgerðum samkvæmt lögum. Að koma upp um hann væri brot á alríkislögum.IC WB UPDATE: The Intel Community Whistleblower is entitled to anonymity. Law and policy support this and the individual is not to be retaliated against. Doing so is a violation of federal law.— Andrew P. Bakaj (@AndrewBakaj) September 30, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Lögmenn segja lögin geta lítið til að vernda viðkomandi, jafnvel þó sá hafi framfylgt reglunum um uppljóstrara út í eitt. Þrátt fyrir að starfandi yfirmaður leyniþjónustumála hafi nýverið sagt að uppljóstrarinn hafi lagt fram kvörtun í góðri trú og réttast væri að vernda friðhelgi hans, hafa forsetinn og bandamenn hans sagt að réttast væri að afhjúpa hann. Trump sjálfur hefur sagst vilja hitta hann og krefst þess að hann eigi rétt á því. Lögfræðingar segja Trump-liða í raun geta afhjúpað uppljóstrarann án nokkurra afleiðinga. „Ef hann langar að eyðileggja líf þessa aðila, þá er ekki mikið sem getur stoppað hann,“ sagði lögmaðurinn Bradley P. Moss, sem sérhæfir sig í málefnum uppljóstrara, við Washington Post um Trump.Þá hefur Trump sagt að hann sé að reyna að komast að því hver uppljóstrarinn væri og í tísti sem hann birti í gær skrifaði hann: „HVER BREYTTI LANGVARANDI LÖGUM UM UPPLJÓSTRARA RÉTT FYRIR BIRTINGU FÖLSKU UPPLJÓSTRARAKVÖRTUNINAR? ÞURRKUM UPP FENIÐ!“Michael Atkinson sem skipaður var í embætti innri endurskoðanda leyniþjónusta Bandaríkjanna af Trump, sendi út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann sagði forsetann hafa rangt fyrir sér. Reglunum hefði ekki verið breytt og fór Atkinson einnig út í það hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun uppljóstrarans væri trúverðug og áríðandi.Forsetinn hefur þar að auki sagt að uppljóstrarinn sé njósnari og gefið í skyn að taka ætti hann af lífi. Nú í morgun setti forsetinn like við svokallað „meme“ á Twitter. Þar er um að ræða mynd frá 2013 þar sem látið er líta út fyrir að Trump segi: „Uppljóstrarar fá saumspor. Það er verra að vera „rotta“ en að vera glæpamaður." (Lauslega þýtt)Andrew P. Bakaj, lögmaður uppljóstrarans, sendi um helgina bréf til Atkinson þar sem hann sagðist óttast um öryggi skjólstæðings síns. Búið er að bjóða verðlaun til þeirra sem geta komið upp um hann og stendur umfangsmikil leit yfir víða á netinu meðal stuðningsmanna Trump. Þá sagði Bakaj í tísti í gær að skjólstæðingur sinn ætti rétt á friðhelgi og því að verða ekki fyrir hefndaraðgerðum samkvæmt lögum. Að koma upp um hann væri brot á alríkislögum.IC WB UPDATE: The Intel Community Whistleblower is entitled to anonymity. Law and policy support this and the individual is not to be retaliated against. Doing so is a violation of federal law.— Andrew P. Bakaj (@AndrewBakaj) September 30, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00
Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30