Íranskir hakkarar sagðir hafa beint spjótum sínum að bandarísku forsetaframboði Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 18:14 Árásirnar beindust að reikningum forsetaframboðs, embættismanna og blaðamanna hjá Microsoft. AP/Ted S. Warren Tæknirisinn Microsoft fullyrti í dag að hópur tölvuþrjóta sem virðist tengdur írönskum stjórnvöldum hafi ráðist á bandarískt forsetaframboð. Árásirnar beindust einnig að núverandi og fyrrverandi embættismönnum, blaðamönnum og þekktum Írönum sem búa utan heimalandsins. Á mánaðartímabili í ágúst og september gerðu tölvuþrjótarnir þúsundir tilrauna til að finna tölvupóstföng ákveðinna einstaklinga og réðust svo á 241 þeirra. Forsetaframbjóðandinn og aðrir sem urðu fyrir árásunum eru ekki nafngreindir í færslu sem Microsoft birti á vefsíðu sinni. Microsoft nefnir hópinn „Fosfór“. Liðsmenn hans komust í pósta fjögurra einstaklinga en þeir eru hvorki sagðir tengjast forsetaframboði né bandarískum stjórnvöldum. Fyrirtækið segist hafa látið viðskiptavini sína vita af árásunum. Árásirnar voru ekki tæknilega fágaðar að dómi Microsoft. Þrjótarnir hafi þó notað töluvert af persónuupplýsingum til að ráðast á skotmörk sín. Það bendi til þess að Fosfór hafi mikinn áhuga og sé tilbúinn að verja verulegum tíma og fjármunum í að afla upplýsinga um skotmörkin.Washington Post segir að íranskir hakkarar hafi um árabil einbeitt sér að bandarískum embættismönnum. Þær árásir hafi færst í aukana samhliða versnandi samskiptum stjórnvalda í Washington og Teheran. Bandaríska leyniþjónustan hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af tölvuárásum og tilraunum erlendra ríkja til að hlutast til í kosningum í Bandaríkjunum eins og Rússar gerðu í forsetakosningunum árið 2016. Rússneskir tölvuþrjótar komust þá meðal annars í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og láku þeim í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Rússar ráku ennfremur áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem beindist að bandarískum kjósendum.Uppfært 21:00Reuters-fréttastofan segir að írönsku hakkararnir hafi reynt að brjótast inn í tölvupósta endurkjörsnefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þeir hafi ekki borið erindi sem erfiði. Vefsíða nefndarinnar sé sú eina sem helstu frambjóðendur fyrir kosningarnar 2020 halda úti sem styðst við kerfi Microsoft. Talsmaður nefndarinnar segir þó ekkert benda til þess að kerfi hennar hafi orðið fyrir árás. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Microsoft Tölvuárásir Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft fullyrti í dag að hópur tölvuþrjóta sem virðist tengdur írönskum stjórnvöldum hafi ráðist á bandarískt forsetaframboð. Árásirnar beindust einnig að núverandi og fyrrverandi embættismönnum, blaðamönnum og þekktum Írönum sem búa utan heimalandsins. Á mánaðartímabili í ágúst og september gerðu tölvuþrjótarnir þúsundir tilrauna til að finna tölvupóstföng ákveðinna einstaklinga og réðust svo á 241 þeirra. Forsetaframbjóðandinn og aðrir sem urðu fyrir árásunum eru ekki nafngreindir í færslu sem Microsoft birti á vefsíðu sinni. Microsoft nefnir hópinn „Fosfór“. Liðsmenn hans komust í pósta fjögurra einstaklinga en þeir eru hvorki sagðir tengjast forsetaframboði né bandarískum stjórnvöldum. Fyrirtækið segist hafa látið viðskiptavini sína vita af árásunum. Árásirnar voru ekki tæknilega fágaðar að dómi Microsoft. Þrjótarnir hafi þó notað töluvert af persónuupplýsingum til að ráðast á skotmörk sín. Það bendi til þess að Fosfór hafi mikinn áhuga og sé tilbúinn að verja verulegum tíma og fjármunum í að afla upplýsinga um skotmörkin.Washington Post segir að íranskir hakkarar hafi um árabil einbeitt sér að bandarískum embættismönnum. Þær árásir hafi færst í aukana samhliða versnandi samskiptum stjórnvalda í Washington og Teheran. Bandaríska leyniþjónustan hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af tölvuárásum og tilraunum erlendra ríkja til að hlutast til í kosningum í Bandaríkjunum eins og Rússar gerðu í forsetakosningunum árið 2016. Rússneskir tölvuþrjótar komust þá meðal annars í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og láku þeim í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Rússar ráku ennfremur áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem beindist að bandarískum kjósendum.Uppfært 21:00Reuters-fréttastofan segir að írönsku hakkararnir hafi reynt að brjótast inn í tölvupósta endurkjörsnefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þeir hafi ekki borið erindi sem erfiði. Vefsíða nefndarinnar sé sú eina sem helstu frambjóðendur fyrir kosningarnar 2020 halda úti sem styðst við kerfi Microsoft. Talsmaður nefndarinnar segir þó ekkert benda til þess að kerfi hennar hafi orðið fyrir árás.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Microsoft Tölvuárásir Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira