Íranskir hakkarar sagðir hafa beint spjótum sínum að bandarísku forsetaframboði Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 18:14 Árásirnar beindust að reikningum forsetaframboðs, embættismanna og blaðamanna hjá Microsoft. AP/Ted S. Warren Tæknirisinn Microsoft fullyrti í dag að hópur tölvuþrjóta sem virðist tengdur írönskum stjórnvöldum hafi ráðist á bandarískt forsetaframboð. Árásirnar beindust einnig að núverandi og fyrrverandi embættismönnum, blaðamönnum og þekktum Írönum sem búa utan heimalandsins. Á mánaðartímabili í ágúst og september gerðu tölvuþrjótarnir þúsundir tilrauna til að finna tölvupóstföng ákveðinna einstaklinga og réðust svo á 241 þeirra. Forsetaframbjóðandinn og aðrir sem urðu fyrir árásunum eru ekki nafngreindir í færslu sem Microsoft birti á vefsíðu sinni. Microsoft nefnir hópinn „Fosfór“. Liðsmenn hans komust í pósta fjögurra einstaklinga en þeir eru hvorki sagðir tengjast forsetaframboði né bandarískum stjórnvöldum. Fyrirtækið segist hafa látið viðskiptavini sína vita af árásunum. Árásirnar voru ekki tæknilega fágaðar að dómi Microsoft. Þrjótarnir hafi þó notað töluvert af persónuupplýsingum til að ráðast á skotmörk sín. Það bendi til þess að Fosfór hafi mikinn áhuga og sé tilbúinn að verja verulegum tíma og fjármunum í að afla upplýsinga um skotmörkin.Washington Post segir að íranskir hakkarar hafi um árabil einbeitt sér að bandarískum embættismönnum. Þær árásir hafi færst í aukana samhliða versnandi samskiptum stjórnvalda í Washington og Teheran. Bandaríska leyniþjónustan hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af tölvuárásum og tilraunum erlendra ríkja til að hlutast til í kosningum í Bandaríkjunum eins og Rússar gerðu í forsetakosningunum árið 2016. Rússneskir tölvuþrjótar komust þá meðal annars í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og láku þeim í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Rússar ráku ennfremur áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem beindist að bandarískum kjósendum.Uppfært 21:00Reuters-fréttastofan segir að írönsku hakkararnir hafi reynt að brjótast inn í tölvupósta endurkjörsnefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þeir hafi ekki borið erindi sem erfiði. Vefsíða nefndarinnar sé sú eina sem helstu frambjóðendur fyrir kosningarnar 2020 halda úti sem styðst við kerfi Microsoft. Talsmaður nefndarinnar segir þó ekkert benda til þess að kerfi hennar hafi orðið fyrir árás. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Microsoft Tölvuárásir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft fullyrti í dag að hópur tölvuþrjóta sem virðist tengdur írönskum stjórnvöldum hafi ráðist á bandarískt forsetaframboð. Árásirnar beindust einnig að núverandi og fyrrverandi embættismönnum, blaðamönnum og þekktum Írönum sem búa utan heimalandsins. Á mánaðartímabili í ágúst og september gerðu tölvuþrjótarnir þúsundir tilrauna til að finna tölvupóstföng ákveðinna einstaklinga og réðust svo á 241 þeirra. Forsetaframbjóðandinn og aðrir sem urðu fyrir árásunum eru ekki nafngreindir í færslu sem Microsoft birti á vefsíðu sinni. Microsoft nefnir hópinn „Fosfór“. Liðsmenn hans komust í pósta fjögurra einstaklinga en þeir eru hvorki sagðir tengjast forsetaframboði né bandarískum stjórnvöldum. Fyrirtækið segist hafa látið viðskiptavini sína vita af árásunum. Árásirnar voru ekki tæknilega fágaðar að dómi Microsoft. Þrjótarnir hafi þó notað töluvert af persónuupplýsingum til að ráðast á skotmörk sín. Það bendi til þess að Fosfór hafi mikinn áhuga og sé tilbúinn að verja verulegum tíma og fjármunum í að afla upplýsinga um skotmörkin.Washington Post segir að íranskir hakkarar hafi um árabil einbeitt sér að bandarískum embættismönnum. Þær árásir hafi færst í aukana samhliða versnandi samskiptum stjórnvalda í Washington og Teheran. Bandaríska leyniþjónustan hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af tölvuárásum og tilraunum erlendra ríkja til að hlutast til í kosningum í Bandaríkjunum eins og Rússar gerðu í forsetakosningunum árið 2016. Rússneskir tölvuþrjótar komust þá meðal annars í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og láku þeim í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Rússar ráku ennfremur áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem beindist að bandarískum kjósendum.Uppfært 21:00Reuters-fréttastofan segir að írönsku hakkararnir hafi reynt að brjótast inn í tölvupósta endurkjörsnefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þeir hafi ekki borið erindi sem erfiði. Vefsíða nefndarinnar sé sú eina sem helstu frambjóðendur fyrir kosningarnar 2020 halda úti sem styðst við kerfi Microsoft. Talsmaður nefndarinnar segir þó ekkert benda til þess að kerfi hennar hafi orðið fyrir árás.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Microsoft Tölvuárásir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Sjá meira