Íranskir hakkarar sagðir hafa beint spjótum sínum að bandarísku forsetaframboði Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 18:14 Árásirnar beindust að reikningum forsetaframboðs, embættismanna og blaðamanna hjá Microsoft. AP/Ted S. Warren Tæknirisinn Microsoft fullyrti í dag að hópur tölvuþrjóta sem virðist tengdur írönskum stjórnvöldum hafi ráðist á bandarískt forsetaframboð. Árásirnar beindust einnig að núverandi og fyrrverandi embættismönnum, blaðamönnum og þekktum Írönum sem búa utan heimalandsins. Á mánaðartímabili í ágúst og september gerðu tölvuþrjótarnir þúsundir tilrauna til að finna tölvupóstföng ákveðinna einstaklinga og réðust svo á 241 þeirra. Forsetaframbjóðandinn og aðrir sem urðu fyrir árásunum eru ekki nafngreindir í færslu sem Microsoft birti á vefsíðu sinni. Microsoft nefnir hópinn „Fosfór“. Liðsmenn hans komust í pósta fjögurra einstaklinga en þeir eru hvorki sagðir tengjast forsetaframboði né bandarískum stjórnvöldum. Fyrirtækið segist hafa látið viðskiptavini sína vita af árásunum. Árásirnar voru ekki tæknilega fágaðar að dómi Microsoft. Þrjótarnir hafi þó notað töluvert af persónuupplýsingum til að ráðast á skotmörk sín. Það bendi til þess að Fosfór hafi mikinn áhuga og sé tilbúinn að verja verulegum tíma og fjármunum í að afla upplýsinga um skotmörkin.Washington Post segir að íranskir hakkarar hafi um árabil einbeitt sér að bandarískum embættismönnum. Þær árásir hafi færst í aukana samhliða versnandi samskiptum stjórnvalda í Washington og Teheran. Bandaríska leyniþjónustan hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af tölvuárásum og tilraunum erlendra ríkja til að hlutast til í kosningum í Bandaríkjunum eins og Rússar gerðu í forsetakosningunum árið 2016. Rússneskir tölvuþrjótar komust þá meðal annars í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og láku þeim í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Rússar ráku ennfremur áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem beindist að bandarískum kjósendum.Uppfært 21:00Reuters-fréttastofan segir að írönsku hakkararnir hafi reynt að brjótast inn í tölvupósta endurkjörsnefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þeir hafi ekki borið erindi sem erfiði. Vefsíða nefndarinnar sé sú eina sem helstu frambjóðendur fyrir kosningarnar 2020 halda úti sem styðst við kerfi Microsoft. Talsmaður nefndarinnar segir þó ekkert benda til þess að kerfi hennar hafi orðið fyrir árás. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Microsoft Tölvuárásir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft fullyrti í dag að hópur tölvuþrjóta sem virðist tengdur írönskum stjórnvöldum hafi ráðist á bandarískt forsetaframboð. Árásirnar beindust einnig að núverandi og fyrrverandi embættismönnum, blaðamönnum og þekktum Írönum sem búa utan heimalandsins. Á mánaðartímabili í ágúst og september gerðu tölvuþrjótarnir þúsundir tilrauna til að finna tölvupóstföng ákveðinna einstaklinga og réðust svo á 241 þeirra. Forsetaframbjóðandinn og aðrir sem urðu fyrir árásunum eru ekki nafngreindir í færslu sem Microsoft birti á vefsíðu sinni. Microsoft nefnir hópinn „Fosfór“. Liðsmenn hans komust í pósta fjögurra einstaklinga en þeir eru hvorki sagðir tengjast forsetaframboði né bandarískum stjórnvöldum. Fyrirtækið segist hafa látið viðskiptavini sína vita af árásunum. Árásirnar voru ekki tæknilega fágaðar að dómi Microsoft. Þrjótarnir hafi þó notað töluvert af persónuupplýsingum til að ráðast á skotmörk sín. Það bendi til þess að Fosfór hafi mikinn áhuga og sé tilbúinn að verja verulegum tíma og fjármunum í að afla upplýsinga um skotmörkin.Washington Post segir að íranskir hakkarar hafi um árabil einbeitt sér að bandarískum embættismönnum. Þær árásir hafi færst í aukana samhliða versnandi samskiptum stjórnvalda í Washington og Teheran. Bandaríska leyniþjónustan hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af tölvuárásum og tilraunum erlendra ríkja til að hlutast til í kosningum í Bandaríkjunum eins og Rússar gerðu í forsetakosningunum árið 2016. Rússneskir tölvuþrjótar komust þá meðal annars í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og láku þeim í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Rússar ráku ennfremur áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem beindist að bandarískum kjósendum.Uppfært 21:00Reuters-fréttastofan segir að írönsku hakkararnir hafi reynt að brjótast inn í tölvupósta endurkjörsnefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þeir hafi ekki borið erindi sem erfiði. Vefsíða nefndarinnar sé sú eina sem helstu frambjóðendur fyrir kosningarnar 2020 halda úti sem styðst við kerfi Microsoft. Talsmaður nefndarinnar segir þó ekkert benda til þess að kerfi hennar hafi orðið fyrir árás.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Microsoft Tölvuárásir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira