Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2019 13:31 Trump hefur staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar og barist gegn kröfum þess efnis með kjafti og klóm. AP/Evan Vucci Alríkisdómstóll hafnaði rökum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og úrskurðaði að saksóknarar í New York skuli fá skattskýrslur hans og fyrirtækis hans undanfarinna átta ára afhentar. Áfrýjunardómstóll frestaði áhrifum úrskurðarins. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA fyrir mánuði. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Dómsmálaráðuneytið studdi forsetann í málinu sem hann höfðaði til að koma í veg fyrir að þurfa að afhenda skattskýrslurnar. Alríkisdómari hafnaði rökum þeirra um að sitjandi forseti njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og sagði þau „andstæð stjórnskipan þjóðarinnar og stjórnarskrárlegum gildum“. Forsetar, fjölskyldur þeirra og fyrirtæki væru ekki yfir lögin hafin, að því er New York Times hefur upp úr dómnum. Lögmenn Trump höfðu einnig fært rök fyrir því að það ylli Trump „óbætanlegum skaða“ yrðu skattskýrslur hans og fyrirtækis hans gerðar opinberar. Ólíkt fyrri Bandaríkjaforsetum hefur Trump hvorki birt skattskýrslur sínar né slitið tengsl við fyrirtæki sín. Í kosningabaráttunni bar hann fyrir sig að yfirvöld væru að endurskoða skattskýrslur hans þrátt fyrir að yfirvöld segðu það ekki standa í vegi þess að hann birtir skýrslurnar. Trump nýtur áfram ágóða af rekstri fyrirtækjanna sem tveir synir hans stýra. Demókratar hafa höfðað önnur dómsmál til að fá upplýsingar um hvort að forsetinn brjóti mögulega lög sem banna honum að taka við gjöfum eða sporslum frá erlendum þjóðarleiðtogum með viðskiptum fyrirtækja í hans eigu við erlend ríki.Uppfært 15:06 Áfrýjunardómstóll féllst á kröfu lögmanna Trump um að fresta réttaráhrifum úrskurðarins á meðan áfrýjun þeirra er tekin fyrir, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. 7. ágúst 2019 08:43 Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Sjá meira
Alríkisdómstóll hafnaði rökum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og úrskurðaði að saksóknarar í New York skuli fá skattskýrslur hans og fyrirtækis hans undanfarinna átta ára afhentar. Áfrýjunardómstóll frestaði áhrifum úrskurðarins. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA fyrir mánuði. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Dómsmálaráðuneytið studdi forsetann í málinu sem hann höfðaði til að koma í veg fyrir að þurfa að afhenda skattskýrslurnar. Alríkisdómari hafnaði rökum þeirra um að sitjandi forseti njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og sagði þau „andstæð stjórnskipan þjóðarinnar og stjórnarskrárlegum gildum“. Forsetar, fjölskyldur þeirra og fyrirtæki væru ekki yfir lögin hafin, að því er New York Times hefur upp úr dómnum. Lögmenn Trump höfðu einnig fært rök fyrir því að það ylli Trump „óbætanlegum skaða“ yrðu skattskýrslur hans og fyrirtækis hans gerðar opinberar. Ólíkt fyrri Bandaríkjaforsetum hefur Trump hvorki birt skattskýrslur sínar né slitið tengsl við fyrirtæki sín. Í kosningabaráttunni bar hann fyrir sig að yfirvöld væru að endurskoða skattskýrslur hans þrátt fyrir að yfirvöld segðu það ekki standa í vegi þess að hann birtir skýrslurnar. Trump nýtur áfram ágóða af rekstri fyrirtækjanna sem tveir synir hans stýra. Demókratar hafa höfðað önnur dómsmál til að fá upplýsingar um hvort að forsetinn brjóti mögulega lög sem banna honum að taka við gjöfum eða sporslum frá erlendum þjóðarleiðtogum með viðskiptum fyrirtækja í hans eigu við erlend ríki.Uppfært 15:06 Áfrýjunardómstóll féllst á kröfu lögmanna Trump um að fresta réttaráhrifum úrskurðarins á meðan áfrýjun þeirra er tekin fyrir, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. 7. ágúst 2019 08:43 Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Sjá meira
Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. 7. ágúst 2019 08:43
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48
Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent