Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:52 Tilnefningar Trump hafa vakið nokkurn ugg vestanhafs um næstu fjögur ár. Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. Samkvæmt CNN er Hegseth fyrrverandi hermaður en skortir þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Trump greindi einnig frá því í gær að Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta yrði ráðherra öryggismála innanlands en Noem hefur enga reynslu á þessu sviði. Hún hefur hins vegar verið ötull stuðnignsmaður Trump og nýtur mikilla vinsælda innan MAGA-hreyfingarinnar. Þá verður Mike Huckabee sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael en ríkisstjórinn fyrrverandi lét eitt sinn þau orð falla að það væri ekkert til sem héti „Palestínumaður“. Musk settur í að minnka báknið Sú ákvörðun Trump sem hefur vakið mesta athygli er þó án efa útnefning hans á athafnamanninum Elon Musk sem sérstaks ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Musk og Vivek Ramaswamy, annar litríkur efnamaður, munu fara fyrir fyrirbæri sem Trump hefur kosið að kalla „Department of Government Efficiency“ en athygli vekur að ekki verður um opinbera stofnun að ræða og Musk og Ramaswamy því ekki þurfa að hlíta reglum um opinbera starfsmenn. Ákvörðunin hefur vakið áhyggjur af því að Musk muni nýta stöðu sína til að brjóta niður það regluverk sem hefur verið sett upp í kringum ýmsa starfsemi sem hann og aðrir tæknijöfrar reka og draga stórlega úr eftirliti. Elon Musk on D.O.G.E: We'll drain many swamps and be very transparent about it.“We're going to be very open and transparent and be very clear about this is what we're doing [with the Department of Government Efficiency], here are the issues, this is the math for what's being… pic.twitter.com/bmqqwrZkZX— ELON DOCS (@elon_docs) November 13, 2024 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Samkvæmt CNN er Hegseth fyrrverandi hermaður en skortir þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Trump greindi einnig frá því í gær að Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta yrði ráðherra öryggismála innanlands en Noem hefur enga reynslu á þessu sviði. Hún hefur hins vegar verið ötull stuðnignsmaður Trump og nýtur mikilla vinsælda innan MAGA-hreyfingarinnar. Þá verður Mike Huckabee sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael en ríkisstjórinn fyrrverandi lét eitt sinn þau orð falla að það væri ekkert til sem héti „Palestínumaður“. Musk settur í að minnka báknið Sú ákvörðun Trump sem hefur vakið mesta athygli er þó án efa útnefning hans á athafnamanninum Elon Musk sem sérstaks ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Musk og Vivek Ramaswamy, annar litríkur efnamaður, munu fara fyrir fyrirbæri sem Trump hefur kosið að kalla „Department of Government Efficiency“ en athygli vekur að ekki verður um opinbera stofnun að ræða og Musk og Ramaswamy því ekki þurfa að hlíta reglum um opinbera starfsmenn. Ákvörðunin hefur vakið áhyggjur af því að Musk muni nýta stöðu sína til að brjóta niður það regluverk sem hefur verið sett upp í kringum ýmsa starfsemi sem hann og aðrir tæknijöfrar reka og draga stórlega úr eftirliti. Elon Musk on D.O.G.E: We'll drain many swamps and be very transparent about it.“We're going to be very open and transparent and be very clear about this is what we're doing [with the Department of Government Efficiency], here are the issues, this is the math for what's being… pic.twitter.com/bmqqwrZkZX— ELON DOCS (@elon_docs) November 13, 2024
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira