„Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. nóvember 2024 22:26 Kristrún Frostadóttir segir að Þórður Snær megi skammast sín vegna skrifa sinna. Vísir/Vilhelm „Ég hef séð þessi skrif sem birtust á bloggsíðu Þórðar Snæs og viðurkenni að það er ótrúlega erfitt fyrir mig sem konu að lesa þennan texta. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, sem er í framboði fyrir flokkinn, sem birtust á bloggsíðu á fyrsta áratugi þessarar aldar. Í gær og í dag hafa ýmis skrif Þórðar Snæs, sem er í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, í sama kjördæmi og Kristrún, verið dregin fram í sviðsljósið. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðhorf sem birtast í umræddum skrifum sem eru meðal annars sögð lýsa ósæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Kristrúnar segir hún að henni finnist ömurlegt að þurfa að svara fyrir svona lagað. „Eins og flestir vita höfum við í Samfylkingunni verið í fararbroddi í samfélaginu á sviði jafnréttismála og ætlum okkur að vera það áfram. Það þarf því vart að taka fram að þessi skrif endurspegla í engu stefnu flokksins,“ segir hún. „Textinn er skrifaður fyrir tæpum 20 árum af ungum manni sem var greinilega fullur af óöryggi og einhvers konar reiði sem endurspeglast í þessum subbulegu skrifum.“ Gefur ekki rétta mynd af hans persónu Kristrún segist hafa rætt við Þórð Snæ um málið. Hann skammist sín fyrir þau, og að mati Kristrúnar má hann skammast sín. „Ég hef rætt við Þórð. Hann skammast sín djúpt fyrir skrifin, og má og á að skammast sín. Ég tel mig hins vegar vita að þessi bloggsíða gefi ekki rétta mynd af hans persónu í dag eða skoðunum hans og sýn á samfélagið,“ segir hún. Að hennar mati á fólk að fá tækifæri til að bæta ráð sitt og þroskast. „Mín skoðun er sú að við eigum að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt. Fólk þroskast og breytist, og getur sannarlega gert það á 20 árum. Mér finnst að fólki eigi að njóta sannmælis þegar það bætir ráð sitt í raun og veru. Það getur Þórður aðeins gert með sínum verkum. Þórður hefur tekið fulla ábyrgð á málinu og beðist afsökunar, án fyrirvara. Hann þarf að sýna með verkum sínum að hann sé ekki sá maður sem birtist í þessum gömlu skrifum,“ skrifar Kristrún. „Ég vona að það gangi vel.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Sjá meira
Í gær og í dag hafa ýmis skrif Þórðar Snæs, sem er í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, í sama kjördæmi og Kristrún, verið dregin fram í sviðsljósið. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðhorf sem birtast í umræddum skrifum sem eru meðal annars sögð lýsa ósæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Kristrúnar segir hún að henni finnist ömurlegt að þurfa að svara fyrir svona lagað. „Eins og flestir vita höfum við í Samfylkingunni verið í fararbroddi í samfélaginu á sviði jafnréttismála og ætlum okkur að vera það áfram. Það þarf því vart að taka fram að þessi skrif endurspegla í engu stefnu flokksins,“ segir hún. „Textinn er skrifaður fyrir tæpum 20 árum af ungum manni sem var greinilega fullur af óöryggi og einhvers konar reiði sem endurspeglast í þessum subbulegu skrifum.“ Gefur ekki rétta mynd af hans persónu Kristrún segist hafa rætt við Þórð Snæ um málið. Hann skammist sín fyrir þau, og að mati Kristrúnar má hann skammast sín. „Ég hef rætt við Þórð. Hann skammast sín djúpt fyrir skrifin, og má og á að skammast sín. Ég tel mig hins vegar vita að þessi bloggsíða gefi ekki rétta mynd af hans persónu í dag eða skoðunum hans og sýn á samfélagið,“ segir hún. Að hennar mati á fólk að fá tækifæri til að bæta ráð sitt og þroskast. „Mín skoðun er sú að við eigum að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt. Fólk þroskast og breytist, og getur sannarlega gert það á 20 árum. Mér finnst að fólki eigi að njóta sannmælis þegar það bætir ráð sitt í raun og veru. Það getur Þórður aðeins gert með sínum verkum. Þórður hefur tekið fulla ábyrgð á málinu og beðist afsökunar, án fyrirvara. Hann þarf að sýna með verkum sínum að hann sé ekki sá maður sem birtist í þessum gömlu skrifum,“ skrifar Kristrún. „Ég vona að það gangi vel.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Sjá meira