Margeir stefnir ríkinu Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2024 14:09 Margeir Sveinsson er starfandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/egill Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur stefnt íslenska ríkinu. Hann var sendur í leyfi í fyrra eftir að sálfræðistofa komst að þeirri niðurstöðu að Margeir hefði beitt samstarfskonu sína kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Margeir staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi höfðað mál á hendur íslenska ríkinu en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hvorki lögmaður hans né ríkislögmaður hafa viljað afhenda stefnuna í málinu þegar eftir því var óskað og því liggur ekki fyrir hverjar kröfur Margeirs eru. Kippti undirmanni skyndilega úr aðgerð Vísir greindi frá því í september í fyrra að Margeir væri kominn í leyfi frá störfum sem yfirlögregluþjónn hjá embættinu, eftir að sálfræði- og ráðgjafarstofa var fengin til þess að taka til skoðunar stjórnarhætti Margeirs. Ákvörðun hans að taka rannsakanda hjá embættinu, undirmann sinn, skyndilega úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu hafi verið meðal þess sem tekið var til skoðunar. Meira og verra lá að baki Í desember sama árs sá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ástæðu til þess að senda út fréttatilkynningu þess efnis að fimm mál sem vörðuðu kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Kvöldið áður en tilkynningin var send út var greint frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að háttsettur karlmaður í valdastöðu hjá lögreglunni hefði beitt lögreglukonu kynferðislegri og kynbundinni áreitni um margra mánaða skeið og sýnt ofbeldisfulla hegðun, sem olli henni mikilli vanlíðan og ótta. Ríkisútvarpið nafngreindi ekki karlmanninn en samkvæmt heimildum fréttastofu var um Margeir að ræða. Sendi tugi skilaboða á einni helgi Vísað var til niðurstöðu sálfræðistofunnar þar sem fram kemur að tíu af tólf atvikum sem voru skoðuð falli undir skilgreiningu ofbeldis. Meðal þess sem lögreglumaðurinn gerðist sekur um, að mati sálfræðistofunnar, var að þvinga konuna til að taka á móti sér á heimili hennar seint að kvöldi, senda henni stöðug skilaboð í gegnum samfélagsmiðla, stundum marga tugi á einni helgi, sitja fyrir henni í vinnunni og taka fram fyrir hendur næstu yfirmanna hennar er varða störf hennar, meðal annars með því að taka hana úr stóru verkefni þvert á hennar vilja. Kominn aftur til starfa Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að Margeir sé starfandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embættinu, en á meðal verkefna hans sé að vera yfirlögregluþjóni rannsóknarsviðs til aðstoðar, einkum við mótun hlutverks LRH og aðkomu hvað varðar sameiginleg verkefni embætta í málefnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, umsjón með gæðastarfi sviðsins, svo sem með uppfærslu gæðaferla sem og önnur verkefni. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Lögreglan Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Sjá meira
Margeir staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi höfðað mál á hendur íslenska ríkinu en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hvorki lögmaður hans né ríkislögmaður hafa viljað afhenda stefnuna í málinu þegar eftir því var óskað og því liggur ekki fyrir hverjar kröfur Margeirs eru. Kippti undirmanni skyndilega úr aðgerð Vísir greindi frá því í september í fyrra að Margeir væri kominn í leyfi frá störfum sem yfirlögregluþjónn hjá embættinu, eftir að sálfræði- og ráðgjafarstofa var fengin til þess að taka til skoðunar stjórnarhætti Margeirs. Ákvörðun hans að taka rannsakanda hjá embættinu, undirmann sinn, skyndilega úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu hafi verið meðal þess sem tekið var til skoðunar. Meira og verra lá að baki Í desember sama árs sá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ástæðu til þess að senda út fréttatilkynningu þess efnis að fimm mál sem vörðuðu kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Kvöldið áður en tilkynningin var send út var greint frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að háttsettur karlmaður í valdastöðu hjá lögreglunni hefði beitt lögreglukonu kynferðislegri og kynbundinni áreitni um margra mánaða skeið og sýnt ofbeldisfulla hegðun, sem olli henni mikilli vanlíðan og ótta. Ríkisútvarpið nafngreindi ekki karlmanninn en samkvæmt heimildum fréttastofu var um Margeir að ræða. Sendi tugi skilaboða á einni helgi Vísað var til niðurstöðu sálfræðistofunnar þar sem fram kemur að tíu af tólf atvikum sem voru skoðuð falli undir skilgreiningu ofbeldis. Meðal þess sem lögreglumaðurinn gerðist sekur um, að mati sálfræðistofunnar, var að þvinga konuna til að taka á móti sér á heimili hennar seint að kvöldi, senda henni stöðug skilaboð í gegnum samfélagsmiðla, stundum marga tugi á einni helgi, sitja fyrir henni í vinnunni og taka fram fyrir hendur næstu yfirmanna hennar er varða störf hennar, meðal annars með því að taka hana úr stóru verkefni þvert á hennar vilja. Kominn aftur til starfa Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að Margeir sé starfandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embættinu, en á meðal verkefna hans sé að vera yfirlögregluþjóni rannsóknarsviðs til aðstoðar, einkum við mótun hlutverks LRH og aðkomu hvað varðar sameiginleg verkefni embætta í málefnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, umsjón með gæðastarfi sviðsins, svo sem með uppfærslu gæðaferla sem og önnur verkefni. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Sjá meira
Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45