Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 09:25 María Kolosnikova brosir til ljósmyndara í dómsal í Minsk í ágúst 2021. Hún er 42 ára tónlistarkona sem varð leiðandi í fjöldamótmælum gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. AP/Ramil Nasibulin/BelTa Helstu mannréttindasamtök Hvíta-Rússlands segja að María Kolesnikova, einn forsprakka mótmæla gegn Viktor Lúkasjenka forseta, hafi fengið að hitta föður sinn. Henni hafði verið meinað um að eiga í samskiptum við fjölskyldu og vini í tuttugu mánuði. Kolesnikova hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, þar á meðal meint samsæri um að ræna völdum í landinu. Hún var á meðal leiðtoga fjöldamótmæla gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. Stjórn Lúkasjenka ætlaði að vísa henni úr landi en hún kaus að halda kyrru fyrir á sama tíma og félagar hennar voru ýmist handteknir og fangelsaðir eða hrökkluðust í útlegð. Mannréttindasamtökin Viasna segja að Kolesnikova hafi fengið að hitta föður sinn á fangelsissjúkrahúsi. Hún er sögð hafa gengist undir skurðaðgerð í fangelsinu vegna magasárs. AP-fréttastofan segir að fyrrverandi samfangar hennar hafi sagt systur Kolesnikovu að hún hefði horast mikið í fangelsinu. Fundur feðginanna á að hafa átt sér stað í gær. Raman Pratasevitsj, blaðamaður og fyrrverandi stjórnarandstæðingur, birti mynd af þeim að faðmast. AP segist ekki geta staðfest hvort myndin sé ósvikin eða hvenær hún var tekin. Pratasevitsj þessi var handtekinn eftir að hvítrússnesk stjórnvöld létu snúa flugvél sem hann var farþegi í til lendingar í Minsk á fölskum forsendum. Blaðamaðurinn var dæmdur í fangelsi fyrir störf sín. Hann var síðar náðaður eftir að hann hét ást sinni á stóra bróður. Viasna-samtökin segja að um 1.300 pólitískir fangar séu í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Að minnsta kosti sjö þeirra hafa dáið á bak við lás og slá. Lúkasjenka hefur látið gagnrýni mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og Evrópuþingsins sem vind um eyru þjóta. Hann hefur nú verið við völd í þrjátíu ár og er stundum nefndur síðasti einræðisherra Evrópu. Belarús Mannréttindi Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Sjá meira
Kolesnikova hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, þar á meðal meint samsæri um að ræna völdum í landinu. Hún var á meðal leiðtoga fjöldamótmæla gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. Stjórn Lúkasjenka ætlaði að vísa henni úr landi en hún kaus að halda kyrru fyrir á sama tíma og félagar hennar voru ýmist handteknir og fangelsaðir eða hrökkluðust í útlegð. Mannréttindasamtökin Viasna segja að Kolesnikova hafi fengið að hitta föður sinn á fangelsissjúkrahúsi. Hún er sögð hafa gengist undir skurðaðgerð í fangelsinu vegna magasárs. AP-fréttastofan segir að fyrrverandi samfangar hennar hafi sagt systur Kolesnikovu að hún hefði horast mikið í fangelsinu. Fundur feðginanna á að hafa átt sér stað í gær. Raman Pratasevitsj, blaðamaður og fyrrverandi stjórnarandstæðingur, birti mynd af þeim að faðmast. AP segist ekki geta staðfest hvort myndin sé ósvikin eða hvenær hún var tekin. Pratasevitsj þessi var handtekinn eftir að hvítrússnesk stjórnvöld létu snúa flugvél sem hann var farþegi í til lendingar í Minsk á fölskum forsendum. Blaðamaðurinn var dæmdur í fangelsi fyrir störf sín. Hann var síðar náðaður eftir að hann hét ást sinni á stóra bróður. Viasna-samtökin segja að um 1.300 pólitískir fangar séu í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Að minnsta kosti sjö þeirra hafa dáið á bak við lás og slá. Lúkasjenka hefur látið gagnrýni mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og Evrópuþingsins sem vind um eyru þjóta. Hann hefur nú verið við völd í þrjátíu ár og er stundum nefndur síðasti einræðisherra Evrópu.
Belarús Mannréttindi Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Sjá meira
Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16