„Nei, Áslaug Arna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2024 21:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, frambjóðandi VG. vísir/vilhelm „Nei, Áslaug Arna, ég fór ekki beint inn í umhverfisráðuneytið til að sinna mínum eigin hagsmunum, fjölskyldu minnar eða vina, heldur til að vinna að almannahagsmunum með því að efla náttúruvernd í landinu.“ Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi félagsmála- og vinnumarkaðráðherra, á Facebook-síðu sinni til að bregðast við orðum sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lét falla í Pallborðinu í dag klukkan 14. Guðmundur fenginn beint úr Landvernd í ráðuneyti Áslaug sagði Jón Gunnarsson ekki hafa neitt vald til að hafa áhrif á ákvörðun um veitingu hvalveiðileyfis sem sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu. Þá ræddi hún hið svo kallaða hlerunarmál þar sem settur var á svið sérstakur blekkingarleikur til að veiða upplýsingar um hvalveiðar upp úr Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns. Ráðherrabústaðnumvísir/vilhelm Á upptöku sagði Gunnar að Jón hafi verið settur í ráðuneytið á móti því að hann myndi taka að sér fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og að Jón ætlaði sér að hafa áhrif á hvalveiðar. Áslaug líkti þá veru Jóns í matvælaráðuneytinu við veru Guðmundar í umhverfisráðuneytinu. „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytið til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd,“ sagði hún. Þakkaði Áslaugu fyrir að minna á hugsjónir sínar Guðmundur ítrekaði í færslu sinni að það væri mikill munur á tíð hans sem umhverfisráðherra og veru Jóns í matvælaráðuneytinu. „Það er allt annað en þegar stjórnmálamanni (í þessu tilviki Jóni Gunnarssyni) er plantað í ráðuneyti til þess að vinna að framgangi mála sem tengjast atvinnustarfsemi og fyrirtæki vinar hans. Þetta tvennt er engan veginn sambærilegt,“ skrifaði hann. Guðmundur þakkaði þá Áslaugu fyrir að minna fólk á að hann berjist fyrir hugsjónum sínum. „Og já, ég friðlýsti eins og enginn væri morgundagurinn. Þetta voru góðir tímar.“ Færsla Guðmundar Inga Guðbrandssonar, frambjoðanda Vinstri Grænna.Skjáskot Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Umhverfismál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi félagsmála- og vinnumarkaðráðherra, á Facebook-síðu sinni til að bregðast við orðum sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lét falla í Pallborðinu í dag klukkan 14. Guðmundur fenginn beint úr Landvernd í ráðuneyti Áslaug sagði Jón Gunnarsson ekki hafa neitt vald til að hafa áhrif á ákvörðun um veitingu hvalveiðileyfis sem sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu. Þá ræddi hún hið svo kallaða hlerunarmál þar sem settur var á svið sérstakur blekkingarleikur til að veiða upplýsingar um hvalveiðar upp úr Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns. Ráðherrabústaðnumvísir/vilhelm Á upptöku sagði Gunnar að Jón hafi verið settur í ráðuneytið á móti því að hann myndi taka að sér fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og að Jón ætlaði sér að hafa áhrif á hvalveiðar. Áslaug líkti þá veru Jóns í matvælaráðuneytinu við veru Guðmundar í umhverfisráðuneytinu. „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytið til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd,“ sagði hún. Þakkaði Áslaugu fyrir að minna á hugsjónir sínar Guðmundur ítrekaði í færslu sinni að það væri mikill munur á tíð hans sem umhverfisráðherra og veru Jóns í matvælaráðuneytinu. „Það er allt annað en þegar stjórnmálamanni (í þessu tilviki Jóni Gunnarssyni) er plantað í ráðuneyti til þess að vinna að framgangi mála sem tengjast atvinnustarfsemi og fyrirtæki vinar hans. Þetta tvennt er engan veginn sambærilegt,“ skrifaði hann. Guðmundur þakkaði þá Áslaugu fyrir að minna fólk á að hann berjist fyrir hugsjónum sínum. „Og já, ég friðlýsti eins og enginn væri morgundagurinn. Þetta voru góðir tímar.“ Færsla Guðmundar Inga Guðbrandssonar, frambjoðanda Vinstri Grænna.Skjáskot
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Umhverfismál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira