„Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2024 19:08 Donald Trump, nýkjörinn Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, sitjandi Bandaríkjaforseti. EPA/AL DRAGO Donald Trump, nýkjörinn og verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði með Joe Biden, sitjandi Bandaríkjaforseta, í dag í Hvíta húsinu, til að ræða komandi valdaskipti. Biden óskaði Trump til hamingju með sigurinn í kosningunum og bauð hann velkominn til baka í Hvíta húsið. Fréttastofa BBC greinir frá. Báðir sögðust þeir vonast til þess að valdaskiptin verði hnökralaus þegar Trump tekur við embættinu í janúar. „Takk kærlega fyrir. Pólitík er erfið og oft á tíðum ekkert sérlega indæll heimur til að tilheyra, en það er indæll heimur í dag og ég kann vel að meta að valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig. Valdaskiptin munu ganga eins smurt fyrir sig og hægt er. Ég kann að meta það,“ sagði Trump er hann settist niður með Biden. Hefðin fyrir því að sitjandi forseti bjóði nýkjörnum forseta á fund sinn í Hvíta húsinu var því endurnýjuð en sú hefð var brotin árið 2020 þegar Trump vék frá þeirri hefð. Eftir að Trump tapaði fyrir Biden í kosningunum 2020 efaðist hann um lögmæti forsetakosninganna og bauð Biden ekki á sinn fund. Trump tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. Trump útnefndi jafnframt Elon Musk, athafnamann og eiganda Teslu, sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Á meðan að Trump og Biden funduðu, komu öldungardeildarþingmenn Repúblikanaflokksins saman og völdu nýjan meirihlutaleiðtoga flokksins í öldungardeildinni. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta, varð fyrir valinu eftir tvær umferðir af atkvæðagreiðslu. Thune sagði í samtali við fjölmiðla á svæðinu að öldungardeildin ætli að leggja allt kapp á að staðfesta útnefningar Trumps sem allra fyrst. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta.EPA/SHAWN THEW Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. Báðir sögðust þeir vonast til þess að valdaskiptin verði hnökralaus þegar Trump tekur við embættinu í janúar. „Takk kærlega fyrir. Pólitík er erfið og oft á tíðum ekkert sérlega indæll heimur til að tilheyra, en það er indæll heimur í dag og ég kann vel að meta að valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig. Valdaskiptin munu ganga eins smurt fyrir sig og hægt er. Ég kann að meta það,“ sagði Trump er hann settist niður með Biden. Hefðin fyrir því að sitjandi forseti bjóði nýkjörnum forseta á fund sinn í Hvíta húsinu var því endurnýjuð en sú hefð var brotin árið 2020 þegar Trump vék frá þeirri hefð. Eftir að Trump tapaði fyrir Biden í kosningunum 2020 efaðist hann um lögmæti forsetakosninganna og bauð Biden ekki á sinn fund. Trump tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. Trump útnefndi jafnframt Elon Musk, athafnamann og eiganda Teslu, sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Á meðan að Trump og Biden funduðu, komu öldungardeildarþingmenn Repúblikanaflokksins saman og völdu nýjan meirihlutaleiðtoga flokksins í öldungardeildinni. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta, varð fyrir valinu eftir tvær umferðir af atkvæðagreiðslu. Thune sagði í samtali við fjölmiðla á svæðinu að öldungardeildin ætli að leggja allt kapp á að staðfesta útnefningar Trumps sem allra fyrst. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta.EPA/SHAWN THEW
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira