„Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2024 19:08 Donald Trump, nýkjörinn Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, sitjandi Bandaríkjaforseti. EPA/AL DRAGO Donald Trump, nýkjörinn og verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði með Joe Biden, sitjandi Bandaríkjaforseta, í dag í Hvíta húsinu, til að ræða komandi valdaskipti. Biden óskaði Trump til hamingju með sigurinn í kosningunum og bauð hann velkominn til baka í Hvíta húsið. Fréttastofa BBC greinir frá. Báðir sögðust þeir vonast til þess að valdaskiptin verði hnökralaus þegar Trump tekur við embættinu í janúar. „Takk kærlega fyrir. Pólitík er erfið og oft á tíðum ekkert sérlega indæll heimur til að tilheyra, en það er indæll heimur í dag og ég kann vel að meta að valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig. Valdaskiptin munu ganga eins smurt fyrir sig og hægt er. Ég kann að meta það,“ sagði Trump er hann settist niður með Biden. Hefðin fyrir því að sitjandi forseti bjóði nýkjörnum forseta á fund sinn í Hvíta húsinu var því endurnýjuð en sú hefð var brotin árið 2020 þegar Trump vék frá þeirri hefð. Eftir að Trump tapaði fyrir Biden í kosningunum 2020 efaðist hann um lögmæti forsetakosninganna og bauð Biden ekki á sinn fund. Trump tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. Trump útnefndi jafnframt Elon Musk, athafnamann og eiganda Teslu, sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Á meðan að Trump og Biden funduðu, komu öldungardeildarþingmenn Repúblikanaflokksins saman og völdu nýjan meirihlutaleiðtoga flokksins í öldungardeildinni. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta, varð fyrir valinu eftir tvær umferðir af atkvæðagreiðslu. Thune sagði í samtali við fjölmiðla á svæðinu að öldungardeildin ætli að leggja allt kapp á að staðfesta útnefningar Trumps sem allra fyrst. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta.EPA/SHAWN THEW Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. Báðir sögðust þeir vonast til þess að valdaskiptin verði hnökralaus þegar Trump tekur við embættinu í janúar. „Takk kærlega fyrir. Pólitík er erfið og oft á tíðum ekkert sérlega indæll heimur til að tilheyra, en það er indæll heimur í dag og ég kann vel að meta að valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig. Valdaskiptin munu ganga eins smurt fyrir sig og hægt er. Ég kann að meta það,“ sagði Trump er hann settist niður með Biden. Hefðin fyrir því að sitjandi forseti bjóði nýkjörnum forseta á fund sinn í Hvíta húsinu var því endurnýjuð en sú hefð var brotin árið 2020 þegar Trump vék frá þeirri hefð. Eftir að Trump tapaði fyrir Biden í kosningunum 2020 efaðist hann um lögmæti forsetakosninganna og bauð Biden ekki á sinn fund. Trump tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. Trump útnefndi jafnframt Elon Musk, athafnamann og eiganda Teslu, sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Á meðan að Trump og Biden funduðu, komu öldungardeildarþingmenn Repúblikanaflokksins saman og völdu nýjan meirihlutaleiðtoga flokksins í öldungardeildinni. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta, varð fyrir valinu eftir tvær umferðir af atkvæðagreiðslu. Thune sagði í samtali við fjölmiðla á svæðinu að öldungardeildin ætli að leggja allt kapp á að staðfesta útnefningar Trumps sem allra fyrst. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta.EPA/SHAWN THEW
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Sjá meira