Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2024 08:36 Aðeins einn af hverjum tíu þolendum kynferðisofbeldis segist myndu leita aftur til lögreglu að fenginni reynslu. Getty Um það bil 75 prósent þolenda kynferðisofbeldis á Englandi og í Wales segja meðferð lögreglu á máli þeirra hafa valdið þeim andlegum skaða. Aðeins einn af hverjum tíu þolendum segist myndu tilkynna mál sitt að fenginni reynslu. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar á upplifun um 5.000 þolenda en tveir af hverjum fimm svarendum sögðust sammála því að lögregla hefði staðið sig vel og einn af fimm sagði lögreglu hafa þrýst á sig að draga málið til baka. Ráðist var í yfirhalningu á meðferð kynferðisbrotamála í kjölfar rannsóknar árið 2021, eftir að ákærum í kynferðisbrotamálum fækkaði um 60 prósent frá 2016/2017 til 2019/2020. Fór fjöldi mála úr 5.190 í 2.102 á tímabilinu. Aðgerðirnar hófust af fullum þunga í fyrra og á sama ári fjölgaði ákærum vegna kynferðisbrota um 18 prósent og ákærum vegna nauðgana um 38 prósent. Að sögn Katrin Hohl, sem fór fyrir rannsókninni og er sjálfstæður ráðgjafi stjórnvalda í málaflokknum, gefa niðurstöðurnar til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Langt sé þó í land en nærri helmingur þolenda segist til að mynda á biðlista eftir aðstoð eða ekki hafa fengið neinn stuðning. Könnunin meðal þolenda leiddi einnig í ljós að þegar þeir voru beðnir um að forgangsraða sjö „jákvæðum niðurstöðum“ var sakfelling neðst á lista. Um 88 prósent sögðu afar mikilvægt að koma í veg fyrir að gerandinn bryti gegn öðrum en aðeins 56 prósent sögðu sakfellingu skipta sköpum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. England Wales Kynferðisofbeldi Bretland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar á upplifun um 5.000 þolenda en tveir af hverjum fimm svarendum sögðust sammála því að lögregla hefði staðið sig vel og einn af fimm sagði lögreglu hafa þrýst á sig að draga málið til baka. Ráðist var í yfirhalningu á meðferð kynferðisbrotamála í kjölfar rannsóknar árið 2021, eftir að ákærum í kynferðisbrotamálum fækkaði um 60 prósent frá 2016/2017 til 2019/2020. Fór fjöldi mála úr 5.190 í 2.102 á tímabilinu. Aðgerðirnar hófust af fullum þunga í fyrra og á sama ári fjölgaði ákærum vegna kynferðisbrota um 18 prósent og ákærum vegna nauðgana um 38 prósent. Að sögn Katrin Hohl, sem fór fyrir rannsókninni og er sjálfstæður ráðgjafi stjórnvalda í málaflokknum, gefa niðurstöðurnar til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Langt sé þó í land en nærri helmingur þolenda segist til að mynda á biðlista eftir aðstoð eða ekki hafa fengið neinn stuðning. Könnunin meðal þolenda leiddi einnig í ljós að þegar þeir voru beðnir um að forgangsraða sjö „jákvæðum niðurstöðum“ var sakfelling neðst á lista. Um 88 prósent sögðu afar mikilvægt að koma í veg fyrir að gerandinn bryti gegn öðrum en aðeins 56 prósent sögðu sakfellingu skipta sköpum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
England Wales Kynferðisofbeldi Bretland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira