Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2024 10:55 Skjáskot af tveimur nýlegum myndböndum af aftökum á úkraínskum stríðsföngum. Ráðamenn í Úkraínu segja rússneska hermenn taka sífellt fleiri úkraínska stríðsfanga af lífi. Oft á tíðum hafi stríðsfangar verið skotnir til bana í návígi, eftir að þeir hafa verið teknir höndum og hafa Rússar jafnvel tekið sig upp taka menn af lífi og birt myndböndin á netinu. Aftökum virðist hafa fjölgað mjög á þessu ári. Frá því innrás Rússa hófst hafa yfirvöld í Úkraínu að minnsta kosti 43 tilfelli og aftökur á 113 stríðsföngum til rannsóknar. Rúmlega þriðjungur þeirra mála er frá þessu ári en inn í þessum tölum er ekki alveg nýjustu tilfellin. Í svörum frá ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post segir að tilkynningar um aftökur berist nánast í hverri viku. Á undanförnum vikum hafi tilfellum fjölgað talsvert og fregnir borist af því að á fjórða tug stríðsfanga hafi verið teknir af lífi. Á dögunum náðu Úkraínumenn myndbandi af því þegar rússneskir hermenn tóku sextán úkraínska hermenn af lífi nærri Pokrovs í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: „Einstaklega blóðugur“ september Tvö nýleg tilfelli þar sem úkraínskir hermenn voru teknir af lífi í haldi Rússa litu dagsins ljós á dögunum. Í öðru tilfellinu var atvikið fangað á dróna af Úkraínumönnum en í hinu tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir skutu særðan úkraínskan hermann til bana, skömmu eftir að þeir spjölluðu við hann þar sem hann lá í götunni. Aftökurnar virðast kerfisbundnar og það að hermenn taki þær upp og birti á netinu, gefur sterklega til kynna að þeir búist ekki við því að verða refsað. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Ekki einangruð tilfelli Embættismenn í Úkraínu segja að þeir noti myndbönd sem fönguð séu með drónum eða sem Rússar birti sjálfir, til að varpa ljósi á aftökur. Einnig sé notast við hleruð símtöl þar sem rússneskir hermenn segja ættingjum sínum heima frá aftökum. Það að taka menn sem hafa gefist upp af lífi er brot á Genfarsáttmálanum og stríðsglæpur. „Við höfum sannanir fyrir því að þetta séu ekki einangruð tilfelli, heldur hluti af kerfisbundinni stefnu, sem sé ekki einungis liðin af yfirmönnum hersins og pólitískum leiðtogum, heldur hvetji þeir til þeirra,“ segir í áðurnefndum svörum ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í síðasta mánuði að rússneskir hermenn hefðu framið nærri því 140 þúsund stríðsglæpi í Úkraínu frá febrúar 2022. Sökuðu Rússa um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Sjá meira
Aftökum virðist hafa fjölgað mjög á þessu ári. Frá því innrás Rússa hófst hafa yfirvöld í Úkraínu að minnsta kosti 43 tilfelli og aftökur á 113 stríðsföngum til rannsóknar. Rúmlega þriðjungur þeirra mála er frá þessu ári en inn í þessum tölum er ekki alveg nýjustu tilfellin. Í svörum frá ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post segir að tilkynningar um aftökur berist nánast í hverri viku. Á undanförnum vikum hafi tilfellum fjölgað talsvert og fregnir borist af því að á fjórða tug stríðsfanga hafi verið teknir af lífi. Á dögunum náðu Úkraínumenn myndbandi af því þegar rússneskir hermenn tóku sextán úkraínska hermenn af lífi nærri Pokrovs í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: „Einstaklega blóðugur“ september Tvö nýleg tilfelli þar sem úkraínskir hermenn voru teknir af lífi í haldi Rússa litu dagsins ljós á dögunum. Í öðru tilfellinu var atvikið fangað á dróna af Úkraínumönnum en í hinu tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir skutu særðan úkraínskan hermann til bana, skömmu eftir að þeir spjölluðu við hann þar sem hann lá í götunni. Aftökurnar virðast kerfisbundnar og það að hermenn taki þær upp og birti á netinu, gefur sterklega til kynna að þeir búist ekki við því að verða refsað. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Ekki einangruð tilfelli Embættismenn í Úkraínu segja að þeir noti myndbönd sem fönguð séu með drónum eða sem Rússar birti sjálfir, til að varpa ljósi á aftökur. Einnig sé notast við hleruð símtöl þar sem rússneskir hermenn segja ættingjum sínum heima frá aftökum. Það að taka menn sem hafa gefist upp af lífi er brot á Genfarsáttmálanum og stríðsglæpur. „Við höfum sannanir fyrir því að þetta séu ekki einangruð tilfelli, heldur hluti af kerfisbundinni stefnu, sem sé ekki einungis liðin af yfirmönnum hersins og pólitískum leiðtogum, heldur hvetji þeir til þeirra,“ segir í áðurnefndum svörum ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í síðasta mánuði að rússneskir hermenn hefðu framið nærri því 140 þúsund stríðsglæpi í Úkraínu frá febrúar 2022. Sökuðu Rússa um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Sjá meira