Vill losna við tálma úr vegi sínum Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2024 11:00 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, vill fá að skipa menn í embætti án aðkomu öldungadeildarinnar. AP/Evan Vucci Eftir að hafa tryggt sér Hvíta húsið og meirihluta í öldungadeildinni er útlit fyrir að Repúblikanar muni einnig enda með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Fari kosningarnar svo er fátt sem staðið getur í vegi Donalds Trump og stefnumálum ríkisstjórnar hans á næsta kjörtímabili en hann er þegar byrjaður að þrýsta á Repúblikana á þingi um að fjarlægja tálma úr vegi hans. Útlit er fyrir að Repúblikönum hafi tekist að sigra í fjórum kjördæmum sem Demókratar stjórnuðu á síðasta kjörtímabili og bæti við sig örfáum sætum. Af þeim átján sýslum þar sem ekki er búið að lýsa yfir sigurvegara, telja sérfræðingar AP fréttaveitunnar að helmingur þeirra séu líklegar til að falla í skaut Repúblikana og hinn helmingurinn fari til Demókrata. Það er að segja, að hvor flokkur fái níu sæti til viðbótar. Fari kosningarnar svo hefðu Repúblikanar 223 sæti í fulltrúadeildinni og Demókratar 212. Til að mynda meirihluta þarf 218 sæti. Fyrir kosningarnar voru Repúblikanar með 220 sæti og Demókratar með 212. Þar að auki sátu þrjú sæti laus en í þeim sátu tveir Demókratar og einn Repúblikani. Trump getur hjálpað við kattasmölun Repúblikanar í fulltrúadeildinni stefna að því að velja sér leiðtoga í vikunni og verður sá líklega forseti fulltrúadeildarinnar næstu tvö árin. Líklegt þykir að Mike Johnson verði valinn aftur, samkvæmt frétt Washington Post, en hann var tiltölulega óreyndur þegar hann var valinn í embættið, eftir miklar deilur innan þingflokks Repúblikanaflokksins. Johnson hefur átt erfitt með að halda þingflokki sínum saman, þar sem meirihluti flokksins hefur verið mjög tæpur og hópur mjög íhaldssamra þingmanna hefur notað þá stöðu til að fá sínu framgengt á þinginu. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að Johnson hefur þurft að leita á náðir Demókrataflokksins til að ná ákveðnum frumvörpum gegnum þingið. Nú þykir hins vegar líklegt að Trump muni koma Johnson til aðstoðar og þrýsta á þingmenn til að greiða atkvæði í takt við áherslur hans. Vill tálma úr vegi sínum Eins og áður hefur komið fram er Trump þegar byrjaður að þrýsta á þingmenn Repúblikanaflokksins. Vill hann sérstaklega að Repúblikanar í öldungadeildinni fjarlægi tálma úr vegi hans og geri honum auðveldara að skipa menn í embætti. Hann vill einnig að Repúblikanar komi í veg fyrir að dómarar verði skipaðir áður en hann sest að í Hvíta húsinu. Demókratar stjórna þó í öldungadeildinni þar til nýtt þingtekur við þann 3. janúar. Trump lýsti því yfir í gærkvöldi að hver sá Repúblikani sem ætlaði sér að leiða flokkinn í öldungadeildinni, þar sem þrír Repúblikanar berjast um að taka við af Mitch McConnell, yrði að samþykkja að breyta reglum þingsins svo hann geti skipað menn í embætti án aðkomu öldungadeildarinnar. Þingmennirnir þrír sem vilja leiða þingflokkinn; John Thune, John Cornyn og Rick Scott, hafa allir tekið vel í þessa kröfu Trumps, enda þykir ljóst að til að sigra í baráttunni um leiðtogasætið er stuðningur Trumps nauðsynlegur. Hann hefur ekki lýst yfir stuðningi við neinn í baráttunni enn en Scott þykir líklegastur til að bera sigur úr býtum. Nokkrir þingmenn sem eru bandamenn Trumps hafa lýst yfir stuðningi við Scott og það hefur Elon Musk, auðugasti maður heims og ráðgjafi Trumps, einnig gert. John Thune, John Cornyn og Rick Scott. Allir vilja leiða Repúblikana í öldungadeildinni og hafa þeir allir tekið vel undir það að leyfa Trump að tilnefna embættismenn en atkvæðagreiðslu þingmanna.AP Öldungadeildin hefur ekki leyft forsetum að skipa í embætti án atkvæðagreiðslu frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna takmarkaði árið 2014 vald forseta til að gera slíkt. Síðan þá hafa þingmenn passað að öldungadeildin fer sjaldan sem aldrei í frí. Á tímabilum þar sem þingmenn eru frá Washington DC í meira en tíu daga hafa örstuttir fundir verið haldnir formlega en ekkert gert á þeim. Það hefur verið gert svo sitjandi forseti hafi ekki getað fyllt í stöður án atkvæðagreiðslu. Á fyrsta kjörtímabili Trumps var hann oft sagður argur út í þingmenn fyrir að draga fæturna þegar kom að tilnefningum hans. Nú er hann byrjaður að leggja línurnar að því að mynda ríkisstjórn eins fljótt og hann mögulega getur. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44 Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Donald Trump, nýkjörinn verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann væri búinn að velja sér starfsmannastjóra fyrir komandi forsetatíð sína. Hún heitir Susie Wiles og verður fyrsta konan til að gegna embættinu síðan það var fyrst stofnað fyrir nærri því áttatíu árum síðan. 7. nóvember 2024 23:15 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Útlit er fyrir að Repúblikönum hafi tekist að sigra í fjórum kjördæmum sem Demókratar stjórnuðu á síðasta kjörtímabili og bæti við sig örfáum sætum. Af þeim átján sýslum þar sem ekki er búið að lýsa yfir sigurvegara, telja sérfræðingar AP fréttaveitunnar að helmingur þeirra séu líklegar til að falla í skaut Repúblikana og hinn helmingurinn fari til Demókrata. Það er að segja, að hvor flokkur fái níu sæti til viðbótar. Fari kosningarnar svo hefðu Repúblikanar 223 sæti í fulltrúadeildinni og Demókratar 212. Til að mynda meirihluta þarf 218 sæti. Fyrir kosningarnar voru Repúblikanar með 220 sæti og Demókratar með 212. Þar að auki sátu þrjú sæti laus en í þeim sátu tveir Demókratar og einn Repúblikani. Trump getur hjálpað við kattasmölun Repúblikanar í fulltrúadeildinni stefna að því að velja sér leiðtoga í vikunni og verður sá líklega forseti fulltrúadeildarinnar næstu tvö árin. Líklegt þykir að Mike Johnson verði valinn aftur, samkvæmt frétt Washington Post, en hann var tiltölulega óreyndur þegar hann var valinn í embættið, eftir miklar deilur innan þingflokks Repúblikanaflokksins. Johnson hefur átt erfitt með að halda þingflokki sínum saman, þar sem meirihluti flokksins hefur verið mjög tæpur og hópur mjög íhaldssamra þingmanna hefur notað þá stöðu til að fá sínu framgengt á þinginu. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að Johnson hefur þurft að leita á náðir Demókrataflokksins til að ná ákveðnum frumvörpum gegnum þingið. Nú þykir hins vegar líklegt að Trump muni koma Johnson til aðstoðar og þrýsta á þingmenn til að greiða atkvæði í takt við áherslur hans. Vill tálma úr vegi sínum Eins og áður hefur komið fram er Trump þegar byrjaður að þrýsta á þingmenn Repúblikanaflokksins. Vill hann sérstaklega að Repúblikanar í öldungadeildinni fjarlægi tálma úr vegi hans og geri honum auðveldara að skipa menn í embætti. Hann vill einnig að Repúblikanar komi í veg fyrir að dómarar verði skipaðir áður en hann sest að í Hvíta húsinu. Demókratar stjórna þó í öldungadeildinni þar til nýtt þingtekur við þann 3. janúar. Trump lýsti því yfir í gærkvöldi að hver sá Repúblikani sem ætlaði sér að leiða flokkinn í öldungadeildinni, þar sem þrír Repúblikanar berjast um að taka við af Mitch McConnell, yrði að samþykkja að breyta reglum þingsins svo hann geti skipað menn í embætti án aðkomu öldungadeildarinnar. Þingmennirnir þrír sem vilja leiða þingflokkinn; John Thune, John Cornyn og Rick Scott, hafa allir tekið vel í þessa kröfu Trumps, enda þykir ljóst að til að sigra í baráttunni um leiðtogasætið er stuðningur Trumps nauðsynlegur. Hann hefur ekki lýst yfir stuðningi við neinn í baráttunni enn en Scott þykir líklegastur til að bera sigur úr býtum. Nokkrir þingmenn sem eru bandamenn Trumps hafa lýst yfir stuðningi við Scott og það hefur Elon Musk, auðugasti maður heims og ráðgjafi Trumps, einnig gert. John Thune, John Cornyn og Rick Scott. Allir vilja leiða Repúblikana í öldungadeildinni og hafa þeir allir tekið vel undir það að leyfa Trump að tilnefna embættismenn en atkvæðagreiðslu þingmanna.AP Öldungadeildin hefur ekki leyft forsetum að skipa í embætti án atkvæðagreiðslu frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna takmarkaði árið 2014 vald forseta til að gera slíkt. Síðan þá hafa þingmenn passað að öldungadeildin fer sjaldan sem aldrei í frí. Á tímabilum þar sem þingmenn eru frá Washington DC í meira en tíu daga hafa örstuttir fundir verið haldnir formlega en ekkert gert á þeim. Það hefur verið gert svo sitjandi forseti hafi ekki getað fyllt í stöður án atkvæðagreiðslu. Á fyrsta kjörtímabili Trumps var hann oft sagður argur út í þingmenn fyrir að draga fæturna þegar kom að tilnefningum hans. Nú er hann byrjaður að leggja línurnar að því að mynda ríkisstjórn eins fljótt og hann mögulega getur.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44 Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Donald Trump, nýkjörinn verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann væri búinn að velja sér starfsmannastjóra fyrir komandi forsetatíð sína. Hún heitir Susie Wiles og verður fyrsta konan til að gegna embættinu síðan það var fyrst stofnað fyrir nærri því áttatíu árum síðan. 7. nóvember 2024 23:15 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47
Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44
Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Donald Trump, nýkjörinn verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann væri búinn að velja sér starfsmannastjóra fyrir komandi forsetatíð sína. Hún heitir Susie Wiles og verður fyrsta konan til að gegna embættinu síðan það var fyrst stofnað fyrir nærri því áttatíu árum síðan. 7. nóvember 2024 23:15
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent