Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 10:46 Líkur eru á að boðað verði til kosninga í Þýskalandi snemma á næsta ári eftir að ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara sprakk í síðustu viku. Kay Nietfeld/dpa/AP Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist til í að efna til vantraustsatkvæðagreiðslu á þingi fyrr en hann hafði ætlað ef samstaða ríkir um það á meðal stjórnmálaflokkanna. Líkurnar á skyndikosningum snemma á næsta ári fara því vaxandi. Þriggja flokka samsteypustjórn Scholz sprakk í síðustu viku þegar hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra Frjálsra demókrata, vegna ágreinings um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Scholz boðaði í kjölfarið að hann ætlaði sér að leiða minnihlutastjórn þar til atkvæðagreiðsla um vantraust yrði haldin í janúar. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að sú atkvæðagreiðsla verði haldin strax. Annað hljóð var komið í strokkinn í viðtali Scholz við ríkisfjölmiðilinn ARD í gær. Þar sagðist hann til í að halda atkvæðagreiðsluna fyrir jól ef allir væru sammála um það. „Ég er ekki límdur við embætti mitt,“ sagði kanslarinn. Verði Scholz undir í atkvæðagreiðslunni, sem er talið óumflýjanlegt, hefur forseti landsins 21 dag til þess að slíta þingi. Boða verður til kosninga innan sextíu daga eftir þingslit, að því er segir í frétt DW. Christian Lindner, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, fékk reisupassann frá Olaf Scholz í síðustu viku. Þeim greindi á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA Stjórnin hefði sprungið fyrr án hans Scholz hafnaði því í viðtalinu að hafa á einhvern hátt skipulagt stjórnarslitin. Hann hefði barist fyrir því að halda samstarfi Sósíaldemókrataflokksins síns við Græningja og frjálsa demókrata áfram. Án hans hefði stjórnin sprungið mun fyrr. Hún hefði raunar aldrei verið stofnuð án hans atbeina. „Ég lét mig hafa það að láta á engu bera í þágu málamiðlunar og samstarfs og stundum að leika ljótan leik. En þegar þessu er lokið þá er því lokið,“ sagði Scholz. Þegar kanslarinn rak Lindner sagðist hann hafa verið ósammála áformum fjármálaráðherrans um skattalækkanir á þá tekjuhæstu á sama tíma og hann ætlaði að skerða lífeyri eftirlaunaþega. Í viðtalinu í gær sagði Scholz að það hefði legið beint við að reka Lindner. Þýskaland Tengdar fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi vill að vantraustillaga á hendur ríkisstjórn landsins verði tekin fyrir strax, en Þýskalandskannslari hefur talað fyrir því að tillagan verði tekin fyrir á næsta ári. 7. nóvember 2024 11:37 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Þriggja flokka samsteypustjórn Scholz sprakk í síðustu viku þegar hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra Frjálsra demókrata, vegna ágreinings um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Scholz boðaði í kjölfarið að hann ætlaði sér að leiða minnihlutastjórn þar til atkvæðagreiðsla um vantraust yrði haldin í janúar. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að sú atkvæðagreiðsla verði haldin strax. Annað hljóð var komið í strokkinn í viðtali Scholz við ríkisfjölmiðilinn ARD í gær. Þar sagðist hann til í að halda atkvæðagreiðsluna fyrir jól ef allir væru sammála um það. „Ég er ekki límdur við embætti mitt,“ sagði kanslarinn. Verði Scholz undir í atkvæðagreiðslunni, sem er talið óumflýjanlegt, hefur forseti landsins 21 dag til þess að slíta þingi. Boða verður til kosninga innan sextíu daga eftir þingslit, að því er segir í frétt DW. Christian Lindner, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, fékk reisupassann frá Olaf Scholz í síðustu viku. Þeim greindi á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA Stjórnin hefði sprungið fyrr án hans Scholz hafnaði því í viðtalinu að hafa á einhvern hátt skipulagt stjórnarslitin. Hann hefði barist fyrir því að halda samstarfi Sósíaldemókrataflokksins síns við Græningja og frjálsa demókrata áfram. Án hans hefði stjórnin sprungið mun fyrr. Hún hefði raunar aldrei verið stofnuð án hans atbeina. „Ég lét mig hafa það að láta á engu bera í þágu málamiðlunar og samstarfs og stundum að leika ljótan leik. En þegar þessu er lokið þá er því lokið,“ sagði Scholz. Þegar kanslarinn rak Lindner sagðist hann hafa verið ósammála áformum fjármálaráðherrans um skattalækkanir á þá tekjuhæstu á sama tíma og hann ætlaði að skerða lífeyri eftirlaunaþega. Í viðtalinu í gær sagði Scholz að það hefði legið beint við að reka Lindner.
Þýskaland Tengdar fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi vill að vantraustillaga á hendur ríkisstjórn landsins verði tekin fyrir strax, en Þýskalandskannslari hefur talað fyrir því að tillagan verði tekin fyrir á næsta ári. 7. nóvember 2024 11:37 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Vill taka vantraustið fyrir strax Formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi vill að vantraustillaga á hendur ríkisstjórn landsins verði tekin fyrir strax, en Þýskalandskannslari hefur talað fyrir því að tillagan verði tekin fyrir á næsta ári. 7. nóvember 2024 11:37
Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent