Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 10:46 Líkur eru á að boðað verði til kosninga í Þýskalandi snemma á næsta ári eftir að ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara sprakk í síðustu viku. Kay Nietfeld/dpa/AP Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist til í að efna til vantraustsatkvæðagreiðslu á þingi fyrr en hann hafði ætlað ef samstaða ríkir um það á meðal stjórnmálaflokkanna. Líkurnar á skyndikosningum snemma á næsta ári fara því vaxandi. Þriggja flokka samsteypustjórn Scholz sprakk í síðustu viku þegar hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra Frjálsra demókrata, vegna ágreinings um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Scholz boðaði í kjölfarið að hann ætlaði sér að leiða minnihlutastjórn þar til atkvæðagreiðsla um vantraust yrði haldin í janúar. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að sú atkvæðagreiðsla verði haldin strax. Annað hljóð var komið í strokkinn í viðtali Scholz við ríkisfjölmiðilinn ARD í gær. Þar sagðist hann til í að halda atkvæðagreiðsluna fyrir jól ef allir væru sammála um það. „Ég er ekki límdur við embætti mitt,“ sagði kanslarinn. Verði Scholz undir í atkvæðagreiðslunni, sem er talið óumflýjanlegt, hefur forseti landsins 21 dag til þess að slíta þingi. Boða verður til kosninga innan sextíu daga eftir þingslit, að því er segir í frétt DW. Christian Lindner, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, fékk reisupassann frá Olaf Scholz í síðustu viku. Þeim greindi á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA Stjórnin hefði sprungið fyrr án hans Scholz hafnaði því í viðtalinu að hafa á einhvern hátt skipulagt stjórnarslitin. Hann hefði barist fyrir því að halda samstarfi Sósíaldemókrataflokksins síns við Græningja og frjálsa demókrata áfram. Án hans hefði stjórnin sprungið mun fyrr. Hún hefði raunar aldrei verið stofnuð án hans atbeina. „Ég lét mig hafa það að láta á engu bera í þágu málamiðlunar og samstarfs og stundum að leika ljótan leik. En þegar þessu er lokið þá er því lokið,“ sagði Scholz. Þegar kanslarinn rak Lindner sagðist hann hafa verið ósammála áformum fjármálaráðherrans um skattalækkanir á þá tekjuhæstu á sama tíma og hann ætlaði að skerða lífeyri eftirlaunaþega. Í viðtalinu í gær sagði Scholz að það hefði legið beint við að reka Lindner. Þýskaland Tengdar fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi vill að vantraustillaga á hendur ríkisstjórn landsins verði tekin fyrir strax, en Þýskalandskannslari hefur talað fyrir því að tillagan verði tekin fyrir á næsta ári. 7. nóvember 2024 11:37 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Þriggja flokka samsteypustjórn Scholz sprakk í síðustu viku þegar hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra Frjálsra demókrata, vegna ágreinings um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Scholz boðaði í kjölfarið að hann ætlaði sér að leiða minnihlutastjórn þar til atkvæðagreiðsla um vantraust yrði haldin í janúar. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að sú atkvæðagreiðsla verði haldin strax. Annað hljóð var komið í strokkinn í viðtali Scholz við ríkisfjölmiðilinn ARD í gær. Þar sagðist hann til í að halda atkvæðagreiðsluna fyrir jól ef allir væru sammála um það. „Ég er ekki límdur við embætti mitt,“ sagði kanslarinn. Verði Scholz undir í atkvæðagreiðslunni, sem er talið óumflýjanlegt, hefur forseti landsins 21 dag til þess að slíta þingi. Boða verður til kosninga innan sextíu daga eftir þingslit, að því er segir í frétt DW. Christian Lindner, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, fékk reisupassann frá Olaf Scholz í síðustu viku. Þeim greindi á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA Stjórnin hefði sprungið fyrr án hans Scholz hafnaði því í viðtalinu að hafa á einhvern hátt skipulagt stjórnarslitin. Hann hefði barist fyrir því að halda samstarfi Sósíaldemókrataflokksins síns við Græningja og frjálsa demókrata áfram. Án hans hefði stjórnin sprungið mun fyrr. Hún hefði raunar aldrei verið stofnuð án hans atbeina. „Ég lét mig hafa það að láta á engu bera í þágu málamiðlunar og samstarfs og stundum að leika ljótan leik. En þegar þessu er lokið þá er því lokið,“ sagði Scholz. Þegar kanslarinn rak Lindner sagðist hann hafa verið ósammála áformum fjármálaráðherrans um skattalækkanir á þá tekjuhæstu á sama tíma og hann ætlaði að skerða lífeyri eftirlaunaþega. Í viðtalinu í gær sagði Scholz að það hefði legið beint við að reka Lindner.
Þýskaland Tengdar fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi vill að vantraustillaga á hendur ríkisstjórn landsins verði tekin fyrir strax, en Þýskalandskannslari hefur talað fyrir því að tillagan verði tekin fyrir á næsta ári. 7. nóvember 2024 11:37 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Vill taka vantraustið fyrir strax Formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi vill að vantraustillaga á hendur ríkisstjórn landsins verði tekin fyrir strax, en Þýskalandskannslari hefur talað fyrir því að tillagan verði tekin fyrir á næsta ári. 7. nóvember 2024 11:37
Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58