Landnám moskítóflugunnar tímaspursmál Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 11:26 Bit moskítóflugunnar getur verið hvimleitt. Vísir/getty Gísli Már Gíslason prófessor í líffræði við Háskóla Íslands segir það tilviljun að moskítóflugur hafi ekki náð fótfestu á Íslandi. Veðurskilyrði hér á landi ættu að geta verið þeim hagstæð og þannig sé landnám þeirra í raun tímaspursmál. Þetta kom fram í máli Gísla í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gísli benti á að hér á landi væru fáar tegundir skordýra, eða rúmar 1600, og þar af væru engar hættulegar. Þannig þekktist það ekki meðal íslenskra skordýra að þau bæru hættulega sjúkdóma á milli manna. Moskítóflugan, sem er einmitt þekkt fyrir slíkt, hefur ekki náð að setjast að á Íslandi. Gísli sagði að hingað til hafi „réttu“ tegundirnar einfaldlega ekki náð landi. „Ég fann einu sinni einn einstakling [moskítóflugu] í flugvél frá Grænlandi. Þetta var 1986. Þannig að þær hafa möguleika á að berast hingað. Ég held að þær sem eru á „arktískum“ svæðum eins og á Grænlandi, Norður-Skandinavíu, sama tegund, hún þolir ekki þær umhleypingar sem eru hérna. En þær tegundir sem eru á Norðurlöndum og Bretlandseyjum, ef þær berast hingað þá geta þær örugglega lifað hérna. Þær bara hafa ekki borist hingað enn þá.“Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Mynd/KRISTINN INGVARSSONÞað mætti því segja að það væri fyrir einskæra heppni sem moskítóflugur fyrirfinnist ekki á Íslandi. „Já, það er bara tilviljun, held ég. Núna er veðurfar hérna mjög svipað því og var í Norður-Englandi og Skotlandi þegar ég bjó þar á áttunda áratugnum. Þá var nóg af moskítóflugum þar og við erum að tala um fjörutíu tegundir í nágrannalöndunum af moskítóflugum sem geta bitið okkur.“ Gísli reiknar þannig með að landnám moskítóflugunnar sé aðeins tímaspursmál en til þess þyrfti vissulega hagstæð skilyrði. Hann vísaði til útbreiðslu lúsmýsins, sem var fyrst bundið við Kjósina en hefur nú dreift sér hratt um landið. „Til þess að það geti myndast stofn þurfa þær að geta verpt þar sem er rétt búsvæði og þær þurfa að geta þroskast. Við sjáum það á skordýrum þegar þau berast hingað fyrst þá finnst eitt og eitt eintak. Svo á tiltölulega skömmum tíma, við erum að tala um tíu ár, þá erum við að veiða á sama stað í gildrur hundruð einstaklinga. Og út frá því fara þær að berast.“ Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Gísli Már Gíslason prófessor í líffræði við Háskóla Íslands segir það tilviljun að moskítóflugur hafi ekki náð fótfestu á Íslandi. Veðurskilyrði hér á landi ættu að geta verið þeim hagstæð og þannig sé landnám þeirra í raun tímaspursmál. Þetta kom fram í máli Gísla í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gísli benti á að hér á landi væru fáar tegundir skordýra, eða rúmar 1600, og þar af væru engar hættulegar. Þannig þekktist það ekki meðal íslenskra skordýra að þau bæru hættulega sjúkdóma á milli manna. Moskítóflugan, sem er einmitt þekkt fyrir slíkt, hefur ekki náð að setjast að á Íslandi. Gísli sagði að hingað til hafi „réttu“ tegundirnar einfaldlega ekki náð landi. „Ég fann einu sinni einn einstakling [moskítóflugu] í flugvél frá Grænlandi. Þetta var 1986. Þannig að þær hafa möguleika á að berast hingað. Ég held að þær sem eru á „arktískum“ svæðum eins og á Grænlandi, Norður-Skandinavíu, sama tegund, hún þolir ekki þær umhleypingar sem eru hérna. En þær tegundir sem eru á Norðurlöndum og Bretlandseyjum, ef þær berast hingað þá geta þær örugglega lifað hérna. Þær bara hafa ekki borist hingað enn þá.“Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Mynd/KRISTINN INGVARSSONÞað mætti því segja að það væri fyrir einskæra heppni sem moskítóflugur fyrirfinnist ekki á Íslandi. „Já, það er bara tilviljun, held ég. Núna er veðurfar hérna mjög svipað því og var í Norður-Englandi og Skotlandi þegar ég bjó þar á áttunda áratugnum. Þá var nóg af moskítóflugum þar og við erum að tala um fjörutíu tegundir í nágrannalöndunum af moskítóflugum sem geta bitið okkur.“ Gísli reiknar þannig með að landnám moskítóflugunnar sé aðeins tímaspursmál en til þess þyrfti vissulega hagstæð skilyrði. Hann vísaði til útbreiðslu lúsmýsins, sem var fyrst bundið við Kjósina en hefur nú dreift sér hratt um landið. „Til þess að það geti myndast stofn þurfa þær að geta verpt þar sem er rétt búsvæði og þær þurfa að geta þroskast. Við sjáum það á skordýrum þegar þau berast hingað fyrst þá finnst eitt og eitt eintak. Svo á tiltölulega skömmum tíma, við erum að tala um tíu ár, þá erum við að veiða á sama stað í gildrur hundruð einstaklinga. Og út frá því fara þær að berast.“
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00