Johnson gæti orðið skammlífasti forsætisráðherra Breta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. september 2019 18:45 Spjótin beinast nú að Boris Johnson, breska forsætisráðherranum, eftir að hæstiréttur úrskurðaði ákvörðun hans um að fresta þingfundum ólögmæta. Brenda Hale, forseti hæstaréttar, tilkynnti um úsrkurðinn í morgun og sagði þingfrestunina ólögmæta þar sem hún hafi komið í veg fyrir að þingið sinnti sínu hlutverki í samræmi við bresk stjórnlög. „Áhrifin á grundvallarstoðir bresks lýðræðis voru gríðarleg,“ sagði Hale.Krefjast afsagnar Miðað við þá stöðu sem komin er upp, og háværar kröfur stjórnarandstöðunnar um að Johnson segi af sér vegna málsins, er ekki útilokað að hann verði skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Hann hefur í dag setið í 62 daga en sá sem hefur styst verið í embætti var George Canning, forsætisráðherra sumarið 1827, sem sat í 119 daga. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, reið á vaðið í morgun og bauð Johnson að íhuga stöðu sína alvarlega. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók undir og sagði: „Þessi afdráttarlausa og samróma ákvörðun hæstaréttar sýnir svart á hvítu að Boris Johnson er vanhæfur til að gegna embætti forsætisráðherra.“ Það gerði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, einnig. „Séu reglur lýðræðis raunverulegar tel ég að allir forsætisráðherrar með vott af sómakennd myndu segja af sér í dag.“Vill ekki fresta útgöngu Johnson tjáði sig ekki um mögulega afsögn þegar hann ræddi við fjölmiðla. Sagðist ósammála niðurstöðunni og að málið snerist um að trufla Brexit-ferlið. Ítrekaði hann einnig ákall sitt um nýjar kosningar. „Núgildandi lög kveða á um að við göngum út þann 31. október og ég er vongóður um að við náum nýjum samningi.“ Þing kemur aftur saman á morgun. Þingforseti útilokar ekki að veita þingmönnum dagskrárvald. Þá gætu stjórnarandstæðingar komið í veg fyrir að ríkisstjórnin fresti þingfundum aftur, en þann möguleika útilokaði lögmaður ríkisstjórnarinnar ekki fyrir hæstarétti. Ef þingið samþykkir ekki útgöngusamning í síðasta lagi 19. október, og heimilar ekki samningslausa útgöngu, mun Johnson þurfa að biðja Evrópusambandið um frest. Ljóst er að Johnson vill komast hjá því og hefur hann sagst ekki ætla að biðja um frestun útgöngu. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei. 24. september 2019 06:50 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Spjótin beinast nú að Boris Johnson, breska forsætisráðherranum, eftir að hæstiréttur úrskurðaði ákvörðun hans um að fresta þingfundum ólögmæta. Brenda Hale, forseti hæstaréttar, tilkynnti um úsrkurðinn í morgun og sagði þingfrestunina ólögmæta þar sem hún hafi komið í veg fyrir að þingið sinnti sínu hlutverki í samræmi við bresk stjórnlög. „Áhrifin á grundvallarstoðir bresks lýðræðis voru gríðarleg,“ sagði Hale.Krefjast afsagnar Miðað við þá stöðu sem komin er upp, og háværar kröfur stjórnarandstöðunnar um að Johnson segi af sér vegna málsins, er ekki útilokað að hann verði skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Hann hefur í dag setið í 62 daga en sá sem hefur styst verið í embætti var George Canning, forsætisráðherra sumarið 1827, sem sat í 119 daga. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, reið á vaðið í morgun og bauð Johnson að íhuga stöðu sína alvarlega. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók undir og sagði: „Þessi afdráttarlausa og samróma ákvörðun hæstaréttar sýnir svart á hvítu að Boris Johnson er vanhæfur til að gegna embætti forsætisráðherra.“ Það gerði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, einnig. „Séu reglur lýðræðis raunverulegar tel ég að allir forsætisráðherrar með vott af sómakennd myndu segja af sér í dag.“Vill ekki fresta útgöngu Johnson tjáði sig ekki um mögulega afsögn þegar hann ræddi við fjölmiðla. Sagðist ósammála niðurstöðunni og að málið snerist um að trufla Brexit-ferlið. Ítrekaði hann einnig ákall sitt um nýjar kosningar. „Núgildandi lög kveða á um að við göngum út þann 31. október og ég er vongóður um að við náum nýjum samningi.“ Þing kemur aftur saman á morgun. Þingforseti útilokar ekki að veita þingmönnum dagskrárvald. Þá gætu stjórnarandstæðingar komið í veg fyrir að ríkisstjórnin fresti þingfundum aftur, en þann möguleika útilokaði lögmaður ríkisstjórnarinnar ekki fyrir hæstarétti. Ef þingið samþykkir ekki útgöngusamning í síðasta lagi 19. október, og heimilar ekki samningslausa útgöngu, mun Johnson þurfa að biðja Evrópusambandið um frest. Ljóst er að Johnson vill komast hjá því og hefur hann sagst ekki ætla að biðja um frestun útgöngu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei. 24. september 2019 06:50 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei. 24. september 2019 06:50
Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38