CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 13:07 Bandaríska leyniþjónustan var slegin eftir að Trump forseti deildi leynilegum upplýsingum með Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, (t.v.) og Kislyak, sendiherra, í Hvíta húsinu í maí árið 2017. Vísir/AFP Bandaríka leyniþjónustan CIA tók ákvörðun um reyna að koma háttsettum rússneskum embættismanni sem hafði njósnað fyrir hana frá Rússlandi af ótta við að bandarískir embættismenn gætu ljóstrað upp um hann. Ákvörðunin var tekin í kjölfar fundar Donalds Trump forseta með rússneskum embættismönnum þar sem hann deildi óvænt leynilegum upplýsingum árið 2017. Rússneski embættismaðurinn hafði veitt CIA upplýsingar um árabil og hafði smátt og smátt fikrað sig upp metorðastigann í Kreml. Undir það síðasta var njósnarinn orðinn háttsettur embættismaður sem kom að stjórnarákvörðunum. New York Times segir að þó að hann hafi ekki verið í innsta hring Vladímírs Pútín forseta hafi hann hitt forsetann reglulega. Hann hafi jafnvel getað séð CIA fyrir myndum af skjölum á skrifborði Pútín. Þegar herferð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum stóð yfir árið 2016 er njósnarinn sagður hafa verið ein mikilvægasta heimild bandarísku leyniþjónustunnar um að markmið þeirra hafi verið að hjálpa Trump að vinna sigur og að Pútín sjálfur hafi gefið skipun um það.Deildi leynilegum upplýsingum með rússneskum embættismönnumCNN-fréttastöðin og New York Times greina frá því að CIA-menn hafi komið njósnaranum til Bandaríkjanna árið 2017. Heimildarmönnum þeirra innan ríkisstjórnar Trump sem eru sagðir hafa beinar upplýsingar um málið ber þó ekki að öllu leyti saman um aðdraganda þess. New York Times segir að CIA-menn hafi byrjað að ókyrrast um öryggi njósnarans eftir að leyniþjónustustofnanirnar greindu frá tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar síðla árs 2016. Í kjölfarið hafi fjölmiðlar byrjað að grennslast fyrir um heimildarmann CIA innan veggja Kremlar. Því hafi sú ákvörðun verið tekin seint á árinu 2016 að bjóða njósnaranum að honum yrði komið til Bandaríkjanna. CNN hefur eftir sínum heimildarmönnum innan stjórnar Trump að sú ákvörðun hafi að hluta til verið tekin vegna áhyggna af því að Trump og ríkisstjórn hans hefði þá ítrekað farið ógætilega með leynilegar upplýsingar og gætu átt þátt í að ljóstra upp um hver njósnarinn væri. Þannig hafi ákvörðunin um að sækja njósnarann til Rússlands verið tekin skömmu eftir að Trump hitti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington, í maí árið 2017. Þar deildi Trump með þeim njósnum sem Ísraelar höfðu um Ríki íslams í Sýrlandi, ráðgjöfum sínum og leyniþjónustunni til undrunar og skelfingar. New York Times hefur aftur á móti eftir fyrrverandi leyniþjónustumönnum að engar opinberar upplýsingar bendi til þess að Trump forseti hafi sett njósnarann beint í hættu. Aðrir heimildarmenn blaðsins innan bandaríska stjórnkerfisins ítreka enn fremur að áhugi fjölmiðla á njósnaranum hafi verið meginástæðan fyrir að ákveðið var að forða honum frá Rússlandi. Talsmaður CIA segir blaðinu jafnframt að það séu „misráðnar vangaveltur“ að tengja ógát Trump forseta í leyniþjónustumálum við ákvörðunina um að koma njósnaranum undan.Njósnarinn er meðal annars sagður hafa upplýst um að Pútín hafi sjálfur gefið skipun um innbrot í tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum.Vísir/EPATalinn í lífshættu í Bandaríkjunum Upplýsingarnar sem rússneski njósnarinn lét bandarísku leyniþjónustunni í té eru sagðar hafa verið svo viðkvæmar að hún hafi róið öllum árum að því að halda leynd yfir honum. John Brennan, þáverandi forstjóri CIA, er þannig sagður hafa haldið upplýsingum njósnarans frá daglegum upplýsingafundum leyniþjónustunnar með Barack Obama, þáverandi forseta árið 2016. Þess í stað hafi Brennan sent sérstakar skýrslur sem byggðu á þeim í innsigluðum bréfum sem hann sendi forsetanum. Vegna þess hversu eldfimar upplýsingar njósnarans um kosningaafskipti Rússa voru hafi yfirmenn CIA jafnframt látið fara fram ítarlega endurskoðun á upplýsingum sem njósnarinn hafði veitt leyniþjónustunni í gengum tíðina til að tryggja að þær hefðu reynst réttar og að hann væri ekki í reynd gagnnjósnari. Áhyggjur af því að njósnarinn væri í reynd gagnnjósnari eru einnig sagðar hafa vaknað þegar hann hafnaði því í fyrstu að vera fluttur til Bandaríkjanna. Þegar CIA bauð honum í annað sinn að koma honum undan þáði hann boðið sem linaði áhyggjur leyniþjónustunnar. Njósnarinn er nú á óuppgefnum stað í Bandaríkjunum. Embættismenn segja að hann geti verið í lífshættu og vísa meðal annars til banatilræðis rússneskra stjórnvalda við Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í fyrra. Ákvörðunin um að forða njósnaranum frá Rússlandi þýddi að bandaríska leyniþjónustan hafði úr færri upplýsingum að moða um áframhaldandi afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum þegar þingkosningarnar fóru fram síðasta haust. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Sjá meira
Bandaríka leyniþjónustan CIA tók ákvörðun um reyna að koma háttsettum rússneskum embættismanni sem hafði njósnað fyrir hana frá Rússlandi af ótta við að bandarískir embættismenn gætu ljóstrað upp um hann. Ákvörðunin var tekin í kjölfar fundar Donalds Trump forseta með rússneskum embættismönnum þar sem hann deildi óvænt leynilegum upplýsingum árið 2017. Rússneski embættismaðurinn hafði veitt CIA upplýsingar um árabil og hafði smátt og smátt fikrað sig upp metorðastigann í Kreml. Undir það síðasta var njósnarinn orðinn háttsettur embættismaður sem kom að stjórnarákvörðunum. New York Times segir að þó að hann hafi ekki verið í innsta hring Vladímírs Pútín forseta hafi hann hitt forsetann reglulega. Hann hafi jafnvel getað séð CIA fyrir myndum af skjölum á skrifborði Pútín. Þegar herferð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum stóð yfir árið 2016 er njósnarinn sagður hafa verið ein mikilvægasta heimild bandarísku leyniþjónustunnar um að markmið þeirra hafi verið að hjálpa Trump að vinna sigur og að Pútín sjálfur hafi gefið skipun um það.Deildi leynilegum upplýsingum með rússneskum embættismönnumCNN-fréttastöðin og New York Times greina frá því að CIA-menn hafi komið njósnaranum til Bandaríkjanna árið 2017. Heimildarmönnum þeirra innan ríkisstjórnar Trump sem eru sagðir hafa beinar upplýsingar um málið ber þó ekki að öllu leyti saman um aðdraganda þess. New York Times segir að CIA-menn hafi byrjað að ókyrrast um öryggi njósnarans eftir að leyniþjónustustofnanirnar greindu frá tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar síðla árs 2016. Í kjölfarið hafi fjölmiðlar byrjað að grennslast fyrir um heimildarmann CIA innan veggja Kremlar. Því hafi sú ákvörðun verið tekin seint á árinu 2016 að bjóða njósnaranum að honum yrði komið til Bandaríkjanna. CNN hefur eftir sínum heimildarmönnum innan stjórnar Trump að sú ákvörðun hafi að hluta til verið tekin vegna áhyggna af því að Trump og ríkisstjórn hans hefði þá ítrekað farið ógætilega með leynilegar upplýsingar og gætu átt þátt í að ljóstra upp um hver njósnarinn væri. Þannig hafi ákvörðunin um að sækja njósnarann til Rússlands verið tekin skömmu eftir að Trump hitti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington, í maí árið 2017. Þar deildi Trump með þeim njósnum sem Ísraelar höfðu um Ríki íslams í Sýrlandi, ráðgjöfum sínum og leyniþjónustunni til undrunar og skelfingar. New York Times hefur aftur á móti eftir fyrrverandi leyniþjónustumönnum að engar opinberar upplýsingar bendi til þess að Trump forseti hafi sett njósnarann beint í hættu. Aðrir heimildarmenn blaðsins innan bandaríska stjórnkerfisins ítreka enn fremur að áhugi fjölmiðla á njósnaranum hafi verið meginástæðan fyrir að ákveðið var að forða honum frá Rússlandi. Talsmaður CIA segir blaðinu jafnframt að það séu „misráðnar vangaveltur“ að tengja ógát Trump forseta í leyniþjónustumálum við ákvörðunina um að koma njósnaranum undan.Njósnarinn er meðal annars sagður hafa upplýst um að Pútín hafi sjálfur gefið skipun um innbrot í tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum.Vísir/EPATalinn í lífshættu í Bandaríkjunum Upplýsingarnar sem rússneski njósnarinn lét bandarísku leyniþjónustunni í té eru sagðar hafa verið svo viðkvæmar að hún hafi róið öllum árum að því að halda leynd yfir honum. John Brennan, þáverandi forstjóri CIA, er þannig sagður hafa haldið upplýsingum njósnarans frá daglegum upplýsingafundum leyniþjónustunnar með Barack Obama, þáverandi forseta árið 2016. Þess í stað hafi Brennan sent sérstakar skýrslur sem byggðu á þeim í innsigluðum bréfum sem hann sendi forsetanum. Vegna þess hversu eldfimar upplýsingar njósnarans um kosningaafskipti Rússa voru hafi yfirmenn CIA jafnframt látið fara fram ítarlega endurskoðun á upplýsingum sem njósnarinn hafði veitt leyniþjónustunni í gengum tíðina til að tryggja að þær hefðu reynst réttar og að hann væri ekki í reynd gagnnjósnari. Áhyggjur af því að njósnarinn væri í reynd gagnnjósnari eru einnig sagðar hafa vaknað þegar hann hafnaði því í fyrstu að vera fluttur til Bandaríkjanna. Þegar CIA bauð honum í annað sinn að koma honum undan þáði hann boðið sem linaði áhyggjur leyniþjónustunnar. Njósnarinn er nú á óuppgefnum stað í Bandaríkjunum. Embættismenn segja að hann geti verið í lífshættu og vísa meðal annars til banatilræðis rússneskra stjórnvalda við Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í fyrra. Ákvörðunin um að forða njósnaranum frá Rússlandi þýddi að bandaríska leyniþjónustan hafði úr færri upplýsingum að moða um áframhaldandi afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum þegar þingkosningarnar fóru fram síðasta haust.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Sjá meira
Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45
Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59
Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36
Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55