Rækjuvinnslunni á Hólmavík borgið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. september 2019 19:00 Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri StrandabyggðarJói K Tekist hefur að bjarga rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík með nýju hlutafé og nauðasamningum við kröfuhafa. Hefði vinnslan stöðvast hefði það haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir bæjarfélagið en rækjuvinnslan er stærsti vinnustaður samfélagsins. Útganga Breta úr ESB hefur haft mikil áhrif. Endurskipulagning á rekstri rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík hefur gengið vel og er útlit fyrir að búið sé að bjarga þessum stærsta vinnustað bæjarfélagsins sem telur um 440 manns. Sveitarstjóri Strandabyggðar segir að það hefði haft gífurleg áhrif hefði vinnslunni verið hætt. „Það er í fyrsta lagi starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Fyrir sveitarfélagið að sjálfsögðu tekjur en þetta hefði haft svo mörg og óþægileg margföldunaráhrif að það er eiginlega hugsun sem vil ekki klára og þarf ekki núna,“ segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar.Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri RækjuvinnslunnarTuttugu starfsmenn vinna hjá Hólmadrangi en ásamt afleiddum störfum og störfum sem tengjast rekstrinum með einhverjum hætti tæplega sjötíu. Fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun á síðasta ári en um miðjan júlí staðfesti héraðsdómur Vestfjarða nauðasamninga fyrirtækisins og er kröfuhöfum greitt eftir samningum. Rekstrarstjóri fyrirtækisins segir það fyrir elju starfsfólksins að tekist hafi að halda vinnslunni áfram. „Ég er með gott starfsfólk og það kom ekkert annað til greina heldur en að halda áfram. Og enn fremur frá lánardrottnum, sem að við erum nú búin að ganga frá samningum við, að þar var mikill skilningur og vilji fyrir því að við myndum halda áfram starfsemi,“ segir Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri Rækjuvinnslunnar. Rækjuvinnsla Hólmadrangs er vel búin tækjum og fer hver rækja í gegnum strangt gæðaferli áður en henni er komið söluumbúðir. 99 prósent af rækjunni sem er fullunnin er innflutt og jafn stórt hlutfall er flutt úr landi. Sigurbjörn segir að reksturinn hafi verið endurskipulagður og að nýr eigandi, fyrirtækið Snæfell, hafi komið inn í hluthafahópinn. Rækjuiðnaðurinn hefur heilt yfir átt erfitt uppdráttar síðustu misseri og hafa gengisþróun og Brexit haft langvarandi áhrif en lang stærsti hluti vinnslu Hólmadrangs fer á Bretlandsmarkað. „Markaðirnir eru ágætir, ég hef heyrt að það sé bara mjög gott á þeim og einna helsti markaðurinn er Bretland. Það er að vísu alltaf þessi óvissa með Brexit og útgöngu þeirra og við munum þurfa mæta því þegar þar að kemur,“ segir Sigurbjörn. Brexit Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu. 12. október 2018 18:30 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri StrandabyggðarJói K Tekist hefur að bjarga rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík með nýju hlutafé og nauðasamningum við kröfuhafa. Hefði vinnslan stöðvast hefði það haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir bæjarfélagið en rækjuvinnslan er stærsti vinnustaður samfélagsins. Útganga Breta úr ESB hefur haft mikil áhrif. Endurskipulagning á rekstri rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík hefur gengið vel og er útlit fyrir að búið sé að bjarga þessum stærsta vinnustað bæjarfélagsins sem telur um 440 manns. Sveitarstjóri Strandabyggðar segir að það hefði haft gífurleg áhrif hefði vinnslunni verið hætt. „Það er í fyrsta lagi starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Fyrir sveitarfélagið að sjálfsögðu tekjur en þetta hefði haft svo mörg og óþægileg margföldunaráhrif að það er eiginlega hugsun sem vil ekki klára og þarf ekki núna,“ segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar.Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri RækjuvinnslunnarTuttugu starfsmenn vinna hjá Hólmadrangi en ásamt afleiddum störfum og störfum sem tengjast rekstrinum með einhverjum hætti tæplega sjötíu. Fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun á síðasta ári en um miðjan júlí staðfesti héraðsdómur Vestfjarða nauðasamninga fyrirtækisins og er kröfuhöfum greitt eftir samningum. Rekstrarstjóri fyrirtækisins segir það fyrir elju starfsfólksins að tekist hafi að halda vinnslunni áfram. „Ég er með gott starfsfólk og það kom ekkert annað til greina heldur en að halda áfram. Og enn fremur frá lánardrottnum, sem að við erum nú búin að ganga frá samningum við, að þar var mikill skilningur og vilji fyrir því að við myndum halda áfram starfsemi,“ segir Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri Rækjuvinnslunnar. Rækjuvinnsla Hólmadrangs er vel búin tækjum og fer hver rækja í gegnum strangt gæðaferli áður en henni er komið söluumbúðir. 99 prósent af rækjunni sem er fullunnin er innflutt og jafn stórt hlutfall er flutt úr landi. Sigurbjörn segir að reksturinn hafi verið endurskipulagður og að nýr eigandi, fyrirtækið Snæfell, hafi komið inn í hluthafahópinn. Rækjuiðnaðurinn hefur heilt yfir átt erfitt uppdráttar síðustu misseri og hafa gengisþróun og Brexit haft langvarandi áhrif en lang stærsti hluti vinnslu Hólmadrangs fer á Bretlandsmarkað. „Markaðirnir eru ágætir, ég hef heyrt að það sé bara mjög gott á þeim og einna helsti markaðurinn er Bretland. Það er að vísu alltaf þessi óvissa með Brexit og útgöngu þeirra og við munum þurfa mæta því þegar þar að kemur,“ segir Sigurbjörn.
Brexit Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu. 12. október 2018 18:30 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu. 12. október 2018 18:30