Þetta tilkynnti Gillibrand í myndbandi á Twitter-síðu sinni eftir að ljóst varð að hún næði ekki að uppfylla þær kröfur sem settar eru fyrir þriðju umferð kappræðna Demókrataflokksins. Í grófum dráttum er kveðið á um að frambjóðendur nái að minnsta kosti tveggja prósenta fylgi í fjórum skoðanakönnunum yfir sumarið og séu með í það minnsta 130 þúsund einstaka styrktaraðila.
„Ég er svo stolt af þessu teymi og öllu því sem við höfum áorkað. En ég held að það sé mikilvægt að vita hvernig þú getur þjónað best,“ skrifar Gillibrand við færsluna þar sem hún þakkar stuðningsmönnum sínum.
„Nú skulum við fara að sigra Trump og vinna aftur þingið.“
Today, I am ending my campaign for president.
I am so proud of this team and all we've accomplished. But I think it’s important to know how you can best serve.
To our supporters: Thank you, from the bottom of my heart. Now, let's go beat Donald Trump and win back the Senate. pic.twitter.com/xM5NGfgFGT
— Kirsten Gillibrand (@SenGillibrand) August 28, 2019
Gillibrand er 52 ára gömul og hefur verið ötull talsmaður kvenréttinda allan sinn feril. Hún hefur notið mikilla vinsælda í kjördæmi sínu sem og fylki og sagði Kamala Harris, mótframbjóðandi hennar í forvalinu, hana vera hugrakka og gagnrýna á ein stærstu vandamál nútímasamfélags. Hún væri hvergi nærri hætt að berjast fyrir konur og fjölskyldur í landinu.
My friend @SenGillibrand is a brave voice on some of the most critical issues facing our country today — from childcare to sexual assault. She is a champion and I know she’s not done fighting for women and families everywhere.
— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 28, 2019
Þá tjáði Donald Trump Bandaríkjaforseti sig um tíðindin og sagði þetta vera dapran dag fyrir Demókrataflokkinn.
„Ég er glaður að þau komust aldrei að því að hún var sú sem ég var raunverulega hræddur við,“ skrifaði forsetinn, líklega í hæðnistón þar sem Gillibrand hefur gagnrýnt forsetann harðlega í gegnum tíðina.
A sad day for the Democrats, Kirsten Gillibrand has dropped out of the Presidential Primary. I’m glad they never found out that she was the one I was really afraid of!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 28, 2019
Nýlega var Gillibrand gagnrýnd af fyrrum starfsmönnum sínum sem þóttu kraftar hennar vera betur nýttir á þingi og sögðu framboð hennar vera of æft og hrokafullt. Eftir átta mánaða baráttu hefur Gillibrand því sagt skilið við forvalið og hyggst einbeita sér að þingstörfum í öldungadeild Bandaríkjaþings.