Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 23:36 Epstein fannst látinn í klefa sínum í gær. Vísir/AP Fangaverðir sem störfuðu á deild fangelsisins í New York þar sem auðkýfingnum Jeffrey Epstein var haldið unnu „gífurlega“ yfirvinnu vegna mikillar manneklu á deildinni morguninn sem hann fannst látinn. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg.Sjá einnig: Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Í frétt AP segir að á deildinni hafi starfað tveir verðir þegar Epstein fannst látinn á laugardaginn. Annar þeirra var að vinna sína fimmtu yfirvinnuvakt í röð og hinn vann einnig fram yfir hefðbundinn vinnutíma. Þá virðist sem ýmislegt fleira hafi misfarist við varðhald Epsteins. Fyrr í dag greindi bandaríska dagblaðið New York Times frá því að samkvæmt reglum fangelsisins hefðu fangaverðir átt að líta eftir með Epstein á hálftíma fresti. Það hafi ekki verið gert nóttina áður en hann fannst látinn, að því er blaðið hafði eftir embættismanni hjá lögreglu á Manhattan. Þá höfðu fangelsismálayfirvöld auk þess flutt fangann sem deildi klefa með Epstein á brott. Epstein var þannig einn í klefa aðeins tveimur vikum eftir að hætt var að fylgjast með honum allan sólarhringinn vegna sjálfsvígshættu. Þetta er einnig sagt stríða gegn reglum fangelsisins. Talið er að rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á sjálfsvígi Epsteins muni einkum beinast að þessum ætluðu misbrestum við varðhaldið.Epstein var þekktur fyrir vinskap sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hér sést sá síðarnefndi benda honum á stúlkur í samkvæmi á tíunda áratugnum.skjáskot/YoutubeAndlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum. Epstein státaði jafnframt af afar valdamiklum vinum og kunningjum, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Albert Bretaprins. Andlát hans hefur vakið upp samsæriskenningar sem margar hafa komist á flug á samfélagsmiðlum. Samsæriskenningarnar eru margar byggðar á því að hinir valdamiklu kunningjar hans, sem kunni að hafa „notið góðs“ af glæpum hans, hafi viljað hann feigan. Sjálfur deildi Trump samsæriskenningu um andlát Epsteins á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið má sjá hér að neðan.Died of SUICIDE on 24/7 SUICIDE WATCH ? Yeah right! How does that happen#JefferyEpstein had information on Bill Clinton & now he's deadI see #TrumpBodyCount trending but we know who did this! RT if you're not Surprised#EpsteinSuicide #ClintonBodyCount #ClintonCrimeFamily pic.twitter.com/Y9tGAWaAxX— Terrence K. Williams (@w_terrence) August 10, 2019 Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Fangaverðir sem störfuðu á deild fangelsisins í New York þar sem auðkýfingnum Jeffrey Epstein var haldið unnu „gífurlega“ yfirvinnu vegna mikillar manneklu á deildinni morguninn sem hann fannst látinn. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg.Sjá einnig: Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Í frétt AP segir að á deildinni hafi starfað tveir verðir þegar Epstein fannst látinn á laugardaginn. Annar þeirra var að vinna sína fimmtu yfirvinnuvakt í röð og hinn vann einnig fram yfir hefðbundinn vinnutíma. Þá virðist sem ýmislegt fleira hafi misfarist við varðhald Epsteins. Fyrr í dag greindi bandaríska dagblaðið New York Times frá því að samkvæmt reglum fangelsisins hefðu fangaverðir átt að líta eftir með Epstein á hálftíma fresti. Það hafi ekki verið gert nóttina áður en hann fannst látinn, að því er blaðið hafði eftir embættismanni hjá lögreglu á Manhattan. Þá höfðu fangelsismálayfirvöld auk þess flutt fangann sem deildi klefa með Epstein á brott. Epstein var þannig einn í klefa aðeins tveimur vikum eftir að hætt var að fylgjast með honum allan sólarhringinn vegna sjálfsvígshættu. Þetta er einnig sagt stríða gegn reglum fangelsisins. Talið er að rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á sjálfsvígi Epsteins muni einkum beinast að þessum ætluðu misbrestum við varðhaldið.Epstein var þekktur fyrir vinskap sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hér sést sá síðarnefndi benda honum á stúlkur í samkvæmi á tíunda áratugnum.skjáskot/YoutubeAndlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum. Epstein státaði jafnframt af afar valdamiklum vinum og kunningjum, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Albert Bretaprins. Andlát hans hefur vakið upp samsæriskenningar sem margar hafa komist á flug á samfélagsmiðlum. Samsæriskenningarnar eru margar byggðar á því að hinir valdamiklu kunningjar hans, sem kunni að hafa „notið góðs“ af glæpum hans, hafi viljað hann feigan. Sjálfur deildi Trump samsæriskenningu um andlát Epsteins á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið má sjá hér að neðan.Died of SUICIDE on 24/7 SUICIDE WATCH ? Yeah right! How does that happen#JefferyEpstein had information on Bill Clinton & now he's deadI see #TrumpBodyCount trending but we know who did this! RT if you're not Surprised#EpsteinSuicide #ClintonBodyCount #ClintonCrimeFamily pic.twitter.com/Y9tGAWaAxX— Terrence K. Williams (@w_terrence) August 10, 2019
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54
Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08
Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15