Trump boðar efnahagshrun verði hann ekki endurkjörinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 12:40 Trump fór um víðan völl í ræðu sinni í New Hampshire í gær eins og svo oft áður. Gerði hann lítið úr tali um mögulegan samdrátt. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti setti Bandaríkjamönnum afarkosti á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í New Hampshire í gær: annað hvort kjósa þeir hann aftur til forseta eða Bandaríkin horfi fram á efnahagshrun. Hagfræðingar hafa í auknum mæli varað við hættunni á efnahagskreppu á næstu mánuðum, meðal annars vegna viðskiptastríð Trump við Kína en einnig vegna samdráttar í öðrum löndum. Hlutabréfaverð hefur rokkað upp og niður undanfarna daga á milli frétta um frekari tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr slíkum áhyggjum á stuðningsmannafundinum í New Hampshire í gærkvöldi og sagði hagkerfi Bandaríkjanna „það heitasta nokkurs staðar í heiminum“. Tengdi hann áframhaldandi efnahagsárangur beint við endurkjör sitt í kosningum á næsta ári, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hvort sem þið elskið mig eða hatið mig þá verðið þið að kjósa mig!“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. Fullyrti Trump án frekari rökstuðnings að ef hann hefði ekki náð kjöri árið 2016 hefði orðið hrun á verðbréfamarkaði. Tapi hann á næsta ári eigi lífeyrissparnaður Bandaríkjamanna og allt annað eftir að „fara í vaskinn“. Engu að síður virðist Trump og Hvíta húsið hafa raunverulegar áhyggjur af efnahaginum og afleiðingum viðskiptastríðsins við Kína. Í vikunni frestaði það tollum sem áttu að taka gildi á neytendaraftæki eins og fartölvur og snjallsíma um mánaðamótin fram í miðjan september. Var það undir þrýstingi frá bandarískum fyrirtækjum sem óttuðustu áhrif tollanna á jólaverslun. Þrátt fyrir að Trump hafi áður lýst því opinberlega yfir að auðvelt sé að vinna viðskiptastríð kvað við annan tón hjá honum í New Hamsphire í gærkvöldi. „Ég sagði aldrei að Kína yrði auðvelt,“ sagði forsetinn. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti setti Bandaríkjamönnum afarkosti á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í New Hampshire í gær: annað hvort kjósa þeir hann aftur til forseta eða Bandaríkin horfi fram á efnahagshrun. Hagfræðingar hafa í auknum mæli varað við hættunni á efnahagskreppu á næstu mánuðum, meðal annars vegna viðskiptastríð Trump við Kína en einnig vegna samdráttar í öðrum löndum. Hlutabréfaverð hefur rokkað upp og niður undanfarna daga á milli frétta um frekari tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr slíkum áhyggjum á stuðningsmannafundinum í New Hampshire í gærkvöldi og sagði hagkerfi Bandaríkjanna „það heitasta nokkurs staðar í heiminum“. Tengdi hann áframhaldandi efnahagsárangur beint við endurkjör sitt í kosningum á næsta ári, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hvort sem þið elskið mig eða hatið mig þá verðið þið að kjósa mig!“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. Fullyrti Trump án frekari rökstuðnings að ef hann hefði ekki náð kjöri árið 2016 hefði orðið hrun á verðbréfamarkaði. Tapi hann á næsta ári eigi lífeyrissparnaður Bandaríkjamanna og allt annað eftir að „fara í vaskinn“. Engu að síður virðist Trump og Hvíta húsið hafa raunverulegar áhyggjur af efnahaginum og afleiðingum viðskiptastríðsins við Kína. Í vikunni frestaði það tollum sem áttu að taka gildi á neytendaraftæki eins og fartölvur og snjallsíma um mánaðamótin fram í miðjan september. Var það undir þrýstingi frá bandarískum fyrirtækjum sem óttuðustu áhrif tollanna á jólaverslun. Þrátt fyrir að Trump hafi áður lýst því opinberlega yfir að auðvelt sé að vinna viðskiptastríð kvað við annan tón hjá honum í New Hamsphire í gærkvöldi. „Ég sagði aldrei að Kína yrði auðvelt,“ sagði forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09