Trump boðar efnahagshrun verði hann ekki endurkjörinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 12:40 Trump fór um víðan völl í ræðu sinni í New Hampshire í gær eins og svo oft áður. Gerði hann lítið úr tali um mögulegan samdrátt. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti setti Bandaríkjamönnum afarkosti á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í New Hampshire í gær: annað hvort kjósa þeir hann aftur til forseta eða Bandaríkin horfi fram á efnahagshrun. Hagfræðingar hafa í auknum mæli varað við hættunni á efnahagskreppu á næstu mánuðum, meðal annars vegna viðskiptastríð Trump við Kína en einnig vegna samdráttar í öðrum löndum. Hlutabréfaverð hefur rokkað upp og niður undanfarna daga á milli frétta um frekari tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr slíkum áhyggjum á stuðningsmannafundinum í New Hampshire í gærkvöldi og sagði hagkerfi Bandaríkjanna „það heitasta nokkurs staðar í heiminum“. Tengdi hann áframhaldandi efnahagsárangur beint við endurkjör sitt í kosningum á næsta ári, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hvort sem þið elskið mig eða hatið mig þá verðið þið að kjósa mig!“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. Fullyrti Trump án frekari rökstuðnings að ef hann hefði ekki náð kjöri árið 2016 hefði orðið hrun á verðbréfamarkaði. Tapi hann á næsta ári eigi lífeyrissparnaður Bandaríkjamanna og allt annað eftir að „fara í vaskinn“. Engu að síður virðist Trump og Hvíta húsið hafa raunverulegar áhyggjur af efnahaginum og afleiðingum viðskiptastríðsins við Kína. Í vikunni frestaði það tollum sem áttu að taka gildi á neytendaraftæki eins og fartölvur og snjallsíma um mánaðamótin fram í miðjan september. Var það undir þrýstingi frá bandarískum fyrirtækjum sem óttuðustu áhrif tollanna á jólaverslun. Þrátt fyrir að Trump hafi áður lýst því opinberlega yfir að auðvelt sé að vinna viðskiptastríð kvað við annan tón hjá honum í New Hamsphire í gærkvöldi. „Ég sagði aldrei að Kína yrði auðvelt,“ sagði forsetinn. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti setti Bandaríkjamönnum afarkosti á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í New Hampshire í gær: annað hvort kjósa þeir hann aftur til forseta eða Bandaríkin horfi fram á efnahagshrun. Hagfræðingar hafa í auknum mæli varað við hættunni á efnahagskreppu á næstu mánuðum, meðal annars vegna viðskiptastríð Trump við Kína en einnig vegna samdráttar í öðrum löndum. Hlutabréfaverð hefur rokkað upp og niður undanfarna daga á milli frétta um frekari tolla á innfluttar vörur til Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr slíkum áhyggjum á stuðningsmannafundinum í New Hampshire í gærkvöldi og sagði hagkerfi Bandaríkjanna „það heitasta nokkurs staðar í heiminum“. Tengdi hann áframhaldandi efnahagsárangur beint við endurkjör sitt í kosningum á næsta ári, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hvort sem þið elskið mig eða hatið mig þá verðið þið að kjósa mig!“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. Fullyrti Trump án frekari rökstuðnings að ef hann hefði ekki náð kjöri árið 2016 hefði orðið hrun á verðbréfamarkaði. Tapi hann á næsta ári eigi lífeyrissparnaður Bandaríkjamanna og allt annað eftir að „fara í vaskinn“. Engu að síður virðist Trump og Hvíta húsið hafa raunverulegar áhyggjur af efnahaginum og afleiðingum viðskiptastríðsins við Kína. Í vikunni frestaði það tollum sem áttu að taka gildi á neytendaraftæki eins og fartölvur og snjallsíma um mánaðamótin fram í miðjan september. Var það undir þrýstingi frá bandarískum fyrirtækjum sem óttuðustu áhrif tollanna á jólaverslun. Þrátt fyrir að Trump hafi áður lýst því opinberlega yfir að auðvelt sé að vinna viðskiptastríð kvað við annan tón hjá honum í New Hamsphire í gærkvöldi. „Ég sagði aldrei að Kína yrði auðvelt,“ sagði forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Fresta frekari tollum á kínversk raftæki Hvíta húsið er sagt hafa verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum og neytendasamtökum að fresta tollum á ýmsar innfluttar neytendavörur eins og snjallsíma og fartölvur. 13. ágúst 2019 16:09