Opinber hádegisverður Hildur Björnsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 08:00 Ítrekað og endurtekið berast fregnir af rekstrarvanda í miðborg. Rótgrónir og vel sóttir matsölustaðir leggja upp laupana. Róðurinn er þungur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Rekstrarumhverfi miðborgar er þungt – og stjórnsýsla borgarinnar torveld. Vissulega er umhverfi verslunar síbreytilegt. Með aukinni netverslun á hefðbundin verslun undir högg að sækja. Það er alþjóðleg þróun og sannarlega ekki séríslenskt fyrirbæri. Þegar auðum verslunarrýmum fjölgar í borgum heims leggja borgaryfirvöld Reykjavíkur áherslu á fjölgun nýrra rýma. Kvaðir eru lagðar á húsbyggjendur um verslunarhúsnæði á jarðhæðum nýbygginga. Fleiri þúsundir nýrra verslunarfermetra finnast nú í miðborg – í fullkomnu ósamræmi við hina alþjóðlegu þróun. Framboð er langt umfram eftirspurn. Rekstraraðilar færa sig milli rýma og eftir stendur sundurslitið verslunarumhverfi. Gatnaframkvæmdir standa yfir í miðborg. Flestir skilja nauðsyn framkvæmdanna – en þegar aðkomu verslana og veitingastaða er raskað er nauðsyn að eiga í samtali við rekstraraðila. Þess hefur ekki verið gætt og margir orðið fyrir verulegu tjóni. Málið sýnir skilningsleysi og hroka borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum miðborgar. Samráð í tilkynningaformi án fyrirvara og samtals er engum til framdráttar. Borgaryfirvöld mættu vera atvinnulífi vinveittari. Síhækkandi fasteignaskattar, svifasein stjórnsýsla og samráðsleysi hafa reynst litlum og meðalstórum fyrirtækjum óþægur ljár í þúfu. Það er tímabært að bregðast við. Í miðborg Reykjavíkur er fjöldi opinberra stofnana. Mörg hundruð opinberir starfsmenn snæða opinberan hádegisverð í opinberum mötuneytum dag hvern. Væri kannski ráð að draga saman seglin, loka hinum opinberu mötuneytum og styðja fremur við einkaframtak í nærumhverfi? Það mætti útfæra án tjóns fyrir starfsfólk – en með miklum ágóða fyrir þá dugmiklu aðila sem nú stunda rekstur í miðborg. Hér gæti Ráðhús Reykjavíkur gengið á undan með góðu fordæmi. Ekki veitir af í óvinveittu rekstrarumhverfi sem kallar á viðbrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Reykjavík Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ítrekað og endurtekið berast fregnir af rekstrarvanda í miðborg. Rótgrónir og vel sóttir matsölustaðir leggja upp laupana. Róðurinn er þungur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Rekstrarumhverfi miðborgar er þungt – og stjórnsýsla borgarinnar torveld. Vissulega er umhverfi verslunar síbreytilegt. Með aukinni netverslun á hefðbundin verslun undir högg að sækja. Það er alþjóðleg þróun og sannarlega ekki séríslenskt fyrirbæri. Þegar auðum verslunarrýmum fjölgar í borgum heims leggja borgaryfirvöld Reykjavíkur áherslu á fjölgun nýrra rýma. Kvaðir eru lagðar á húsbyggjendur um verslunarhúsnæði á jarðhæðum nýbygginga. Fleiri þúsundir nýrra verslunarfermetra finnast nú í miðborg – í fullkomnu ósamræmi við hina alþjóðlegu þróun. Framboð er langt umfram eftirspurn. Rekstraraðilar færa sig milli rýma og eftir stendur sundurslitið verslunarumhverfi. Gatnaframkvæmdir standa yfir í miðborg. Flestir skilja nauðsyn framkvæmdanna – en þegar aðkomu verslana og veitingastaða er raskað er nauðsyn að eiga í samtali við rekstraraðila. Þess hefur ekki verið gætt og margir orðið fyrir verulegu tjóni. Málið sýnir skilningsleysi og hroka borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum miðborgar. Samráð í tilkynningaformi án fyrirvara og samtals er engum til framdráttar. Borgaryfirvöld mættu vera atvinnulífi vinveittari. Síhækkandi fasteignaskattar, svifasein stjórnsýsla og samráðsleysi hafa reynst litlum og meðalstórum fyrirtækjum óþægur ljár í þúfu. Það er tímabært að bregðast við. Í miðborg Reykjavíkur er fjöldi opinberra stofnana. Mörg hundruð opinberir starfsmenn snæða opinberan hádegisverð í opinberum mötuneytum dag hvern. Væri kannski ráð að draga saman seglin, loka hinum opinberu mötuneytum og styðja fremur við einkaframtak í nærumhverfi? Það mætti útfæra án tjóns fyrir starfsfólk – en með miklum ágóða fyrir þá dugmiklu aðila sem nú stunda rekstur í miðborg. Hér gæti Ráðhús Reykjavíkur gengið á undan með góðu fordæmi. Ekki veitir af í óvinveittu rekstrarumhverfi sem kallar á viðbrögð.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun