Segir af sér sem sendiherra eftir minnisblaðalekann Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2019 13:25 Kim Darroch hefur ákveðið að stíga til hliðar. Vísir/Getty Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í tímaritinu Mail on Sunday um helgina. Minnisblöðin innihéldu athugasemdir um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir sig að sinna starfi sínu eftir lekann. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, harmar afsögn Darroch en hann er einn reyndasti diplómati Bretlands. Í bréfi þar sem hann tilkynnti afsögn sína segir hann ábyrgustu viðbrögðin vera að stíga til hliðar og leyfa skipun nýs sendiherra fyrir Bretlands hönd.Donald Trump hjólaði bæði í sendiherrann og Theresu May á Twitter í kjölfar lekans.Vísir/GettySkiptar skoðanir um minnisblöðin Ummælin í minnisblöðunum beindust aðallega að sitjandi Bandaríkjaforseta og stjórn hans. Sagði sendiherrann stjórnina vera óstarfhæfa og klunnalega. Þá sagðist hann jafnframt ekki vera bjartsýnn á að það myndi breytast í náinni framtíð. Trump svaraði ummælunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um sendiherrann. Hann sagði honum hafa verið „prangað upp á“ Bandaríkin og þau væru ekki sátt við störf hans í þágu Bretlands. Því næst bætti hann við að Darroch væri „mjög heimskur náungi“. Embættismenn Bretlands brugðust skjótt við og lýsti Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, því yfir að Trump nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar. Hann væri ánægður með samstarf þeirra á milli og trúði því að stjórn Trump væri skilvirk og öflug. Theresa May tók í svipaðan streng, sagði skoðanir Darroch hvorki endurspegla skoðanir sínar né ríkisstjórnarinnar en það væri mikilvægt að embættismenn gætu tjáð sínar skoðanir á stjórnum þeirra landa sem þeir starfa í á hreinskilinn hátt í trúnaðarskjölum. Hún segir eftirsjá af Darroch en hún hafði lýst því yfir að hann nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar sem væri þakklát fyrir „ævilangt“ starf hans í þágu Bretlands. Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í tímaritinu Mail on Sunday um helgina. Minnisblöðin innihéldu athugasemdir um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir sig að sinna starfi sínu eftir lekann. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, harmar afsögn Darroch en hann er einn reyndasti diplómati Bretlands. Í bréfi þar sem hann tilkynnti afsögn sína segir hann ábyrgustu viðbrögðin vera að stíga til hliðar og leyfa skipun nýs sendiherra fyrir Bretlands hönd.Donald Trump hjólaði bæði í sendiherrann og Theresu May á Twitter í kjölfar lekans.Vísir/GettySkiptar skoðanir um minnisblöðin Ummælin í minnisblöðunum beindust aðallega að sitjandi Bandaríkjaforseta og stjórn hans. Sagði sendiherrann stjórnina vera óstarfhæfa og klunnalega. Þá sagðist hann jafnframt ekki vera bjartsýnn á að það myndi breytast í náinni framtíð. Trump svaraði ummælunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um sendiherrann. Hann sagði honum hafa verið „prangað upp á“ Bandaríkin og þau væru ekki sátt við störf hans í þágu Bretlands. Því næst bætti hann við að Darroch væri „mjög heimskur náungi“. Embættismenn Bretlands brugðust skjótt við og lýsti Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, því yfir að Trump nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar. Hann væri ánægður með samstarf þeirra á milli og trúði því að stjórn Trump væri skilvirk og öflug. Theresa May tók í svipaðan streng, sagði skoðanir Darroch hvorki endurspegla skoðanir sínar né ríkisstjórnarinnar en það væri mikilvægt að embættismenn gætu tjáð sínar skoðanir á stjórnum þeirra landa sem þeir starfa í á hreinskilinn hátt í trúnaðarskjölum. Hún segir eftirsjá af Darroch en hún hafði lýst því yfir að hann nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar sem væri þakklát fyrir „ævilangt“ starf hans í þágu Bretlands.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35
Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30
Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10