Óskiljanlegt að Akureyringar séu innan við 50 þúsund Hjörleifur Hallgrímsson og skrifa 15. júlí 2019 07:00 Ágætt viðtal við frú Ásthildi Sturludóttur, nýjan bæjarstjóra á Akureyri, birtist í Mbl.is fyrir skömmu. Frú Ásthildur tekur m.a. fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi landsmönnum fjölgað um 0,7% en aðeins um 0,2% á Akureyri og er raunar hissa á að eftir 9 mánaða búsetu hér að Akureyringar séu ekki orðnir 50 þúsund. Já, glöggt er gests augað. Skipulag segir hún er gott hjá bænum og embættismannakerfið sterkt, en ég undirritaður vil bæta við að alltaf er misjafn sauður í mörgu fé. En Akureyri er yndislega fallegur bær og veðursæld mikil og að auki nokkuð gott mannlíf. En hvað er þá að, að þessi fallegi bær geti ekki blómstrað og bætt við sig íbúum? Réttilega finnst bæjarstjóranum nýja einkennilegt að ekki skuli vera hér fleiri íbúar og eru það orð að sönnu, en lítum okkur nær. Hér á undanförnum árum hefur verið um að ræða misviturt fólk í bæjarstjórn, sem hefur jafnvel verið staðið að því að þvarga um allt og ekki neitt og lítill afrakstur orðið af nytsamlegum aðgerðum. Hér hafa verið allt of margir kóngar misvitrir en ekki með neina kórónu á höfði og fá trúlega aldrei. Ég hef áður komið inn á og tekið dæmi um að einstaklingar hafa verið hraktir úr bænum fyrir tóma vitleysu og er skemmst að minnast hjóna, sem voru búin að búa í húsi sínu í um 30 ár og voru hrakin til Hafnarfjarðar. Annað dæmi er um mann, sem var sóttur á sinn vinnustað, hrakinn úr starfi og fékk ekki vinnu eftir það og allt fyrir að túlka orð Biblíunnar í opinberum fjölmiðli. Þá er til dæmi um að íbúum hafi verið gróflega mismunað í sambandi við væntanlega byggingu á lóð sinni og allt að því lagðir í einelti. Grenndarkynning fór fram og innan við helmingur í nágrenninu var á móti byggingu á lóðinni og bar við bílastæðaleysi. Á annarri lóð var engin grenndarkynning enda ekki næg bílastæði og á þeirri þriðju ekkert gert í að 80% nærliggjandi íbúa mótmæltu fyrirhugaðri byggingu. Og fleira kemur til gagnvart búsetu í bænum, sem ekki er fýsilegt fyrir aðkomufólk. Skólamál og þar með talin leikskólamál hafa verið í slíkum ólestri að skólastjóri einn hefur kvartað sáran og fólk hefur ekki fengið pláss fyrir börn sín og annað hvort farið í nærliggjandi sveitarfélög eða bara alls ekki flutt í bæinn. Mikið hefur verið rætt og ritað um nauðsynlega stækkun á flugstöðinni hér ekki síst eftir að erlend ferðaskrifstofa kom á flugferðum hingað með ferðamenn helst tvisvar í viku. Athafnamaður hér í bæ hefur boðist til að reisa viðbygginguna og lána ríkinu, en lítið hefur frést af málinu nú um stundir. Hvað neyðarlegast er, er að NA-kjördæmi er með 10 þingmenn og þar af einn ráðherra, en hann er upptekinn við að skipuleggja innflutning á hráu kjöti þótt læknar og aðrir þeir, sem vit hafa á séu alfarið á móti því sökum alvarlegrar sýkingarhættu. Já, frú bæjarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, það þarf víða að taka til hendinni svo að draumur þinn um 50 þúsund íbúa rætist.Höfundur er fæddur og uppalinn Akureyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Ágætt viðtal við frú Ásthildi Sturludóttur, nýjan bæjarstjóra á Akureyri, birtist í Mbl.is fyrir skömmu. Frú Ásthildur tekur m.a. fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi landsmönnum fjölgað um 0,7% en aðeins um 0,2% á Akureyri og er raunar hissa á að eftir 9 mánaða búsetu hér að Akureyringar séu ekki orðnir 50 þúsund. Já, glöggt er gests augað. Skipulag segir hún er gott hjá bænum og embættismannakerfið sterkt, en ég undirritaður vil bæta við að alltaf er misjafn sauður í mörgu fé. En Akureyri er yndislega fallegur bær og veðursæld mikil og að auki nokkuð gott mannlíf. En hvað er þá að, að þessi fallegi bær geti ekki blómstrað og bætt við sig íbúum? Réttilega finnst bæjarstjóranum nýja einkennilegt að ekki skuli vera hér fleiri íbúar og eru það orð að sönnu, en lítum okkur nær. Hér á undanförnum árum hefur verið um að ræða misviturt fólk í bæjarstjórn, sem hefur jafnvel verið staðið að því að þvarga um allt og ekki neitt og lítill afrakstur orðið af nytsamlegum aðgerðum. Hér hafa verið allt of margir kóngar misvitrir en ekki með neina kórónu á höfði og fá trúlega aldrei. Ég hef áður komið inn á og tekið dæmi um að einstaklingar hafa verið hraktir úr bænum fyrir tóma vitleysu og er skemmst að minnast hjóna, sem voru búin að búa í húsi sínu í um 30 ár og voru hrakin til Hafnarfjarðar. Annað dæmi er um mann, sem var sóttur á sinn vinnustað, hrakinn úr starfi og fékk ekki vinnu eftir það og allt fyrir að túlka orð Biblíunnar í opinberum fjölmiðli. Þá er til dæmi um að íbúum hafi verið gróflega mismunað í sambandi við væntanlega byggingu á lóð sinni og allt að því lagðir í einelti. Grenndarkynning fór fram og innan við helmingur í nágrenninu var á móti byggingu á lóðinni og bar við bílastæðaleysi. Á annarri lóð var engin grenndarkynning enda ekki næg bílastæði og á þeirri þriðju ekkert gert í að 80% nærliggjandi íbúa mótmæltu fyrirhugaðri byggingu. Og fleira kemur til gagnvart búsetu í bænum, sem ekki er fýsilegt fyrir aðkomufólk. Skólamál og þar með talin leikskólamál hafa verið í slíkum ólestri að skólastjóri einn hefur kvartað sáran og fólk hefur ekki fengið pláss fyrir börn sín og annað hvort farið í nærliggjandi sveitarfélög eða bara alls ekki flutt í bæinn. Mikið hefur verið rætt og ritað um nauðsynlega stækkun á flugstöðinni hér ekki síst eftir að erlend ferðaskrifstofa kom á flugferðum hingað með ferðamenn helst tvisvar í viku. Athafnamaður hér í bæ hefur boðist til að reisa viðbygginguna og lána ríkinu, en lítið hefur frést af málinu nú um stundir. Hvað neyðarlegast er, er að NA-kjördæmi er með 10 þingmenn og þar af einn ráðherra, en hann er upptekinn við að skipuleggja innflutning á hráu kjöti þótt læknar og aðrir þeir, sem vit hafa á séu alfarið á móti því sökum alvarlegrar sýkingarhættu. Já, frú bæjarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, það þarf víða að taka til hendinni svo að draumur þinn um 50 þúsund íbúa rætist.Höfundur er fæddur og uppalinn Akureyringur.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun