Vill að FBI rannsaki FaceApp Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2019 07:50 Chuck Schumer óttast að rússneskir eigendur smáforritsins FaceApp muni hagnýta persónuupplýsingar notenda. Getty/ Mark Wilson Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, fer fram á að bandarísk yfirvöld rannsaki smáforritið FaceApp sem tröllríður nú öllum samfélagsmiðlum, og þar á meðal hér á landi. Talið er að reglulegir notendur séu um 80 milljón talsins um víða veröld. Með FaceApp geta notendur tekið mynd af sér og breytt henni þannig að þeir virðist mun eldri eða yngri. Schumer segist hafa af þessu miklar áhyggjur og óttast að upplýsingarnar sem forritið afli í leiðinni verði notaðar í annarlegum tilgangi og að óvinveitt erlend ríki gætu nýtt sér þær. Wireless Lab, fyrirtækið sem á og þróar FaceApp, er rússneskt og staðsett í Sankti Pétursborg. Talsmenn þess hafna því alfarið að upplýsingarnar séu geymdar um alla framtíð, þeim sé eytt eftir að myndunum hefur verið breytt. Þá segir fyrirtækið aukinheldur að persónuupplýsingar notenda rati aldrei nokkurn tímann til Rússlands. Schumer tekur þeim útskýringum með fyrirvara og vill að alríkislögreglan rannsaki málið.BIG: Share if you used #FaceApp: The @FBI & @FTC must look into the national security & privacy risks now Because millions of Americans have used it It’s owned by a Russia-based company And users are required to provide full, irrevocable access to their personal photos & data pic.twitter.com/cejLLwBQcr — Chuck Schumer (@SenSchumer) July 18, 2019 Hann er ekki eini demókratinn sem hefur haft áhyggjuraf smáforritinu. Þannig hefur landsnefnd Demókrataflokksins varað forsetaframbjóðendur, sem sækjast eftir útnefningu demókrata fyrir kosningarnar á næsta ári, við því að nota FaceApp. „Á þessari stundu er ekki ljóst hverjar öryggisógnirnar eru, en það er þó ljóst að kostirnir sem fylgja því að sniðganga smáforritið eru fleiri en gallarnir,“ er haft eftir yfirmanni öryggismála hjá flokknum á vef Washington Post. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tækni Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, fer fram á að bandarísk yfirvöld rannsaki smáforritið FaceApp sem tröllríður nú öllum samfélagsmiðlum, og þar á meðal hér á landi. Talið er að reglulegir notendur séu um 80 milljón talsins um víða veröld. Með FaceApp geta notendur tekið mynd af sér og breytt henni þannig að þeir virðist mun eldri eða yngri. Schumer segist hafa af þessu miklar áhyggjur og óttast að upplýsingarnar sem forritið afli í leiðinni verði notaðar í annarlegum tilgangi og að óvinveitt erlend ríki gætu nýtt sér þær. Wireless Lab, fyrirtækið sem á og þróar FaceApp, er rússneskt og staðsett í Sankti Pétursborg. Talsmenn þess hafna því alfarið að upplýsingarnar séu geymdar um alla framtíð, þeim sé eytt eftir að myndunum hefur verið breytt. Þá segir fyrirtækið aukinheldur að persónuupplýsingar notenda rati aldrei nokkurn tímann til Rússlands. Schumer tekur þeim útskýringum með fyrirvara og vill að alríkislögreglan rannsaki málið.BIG: Share if you used #FaceApp: The @FBI & @FTC must look into the national security & privacy risks now Because millions of Americans have used it It’s owned by a Russia-based company And users are required to provide full, irrevocable access to their personal photos & data pic.twitter.com/cejLLwBQcr — Chuck Schumer (@SenSchumer) July 18, 2019 Hann er ekki eini demókratinn sem hefur haft áhyggjuraf smáforritinu. Þannig hefur landsnefnd Demókrataflokksins varað forsetaframbjóðendur, sem sækjast eftir útnefningu demókrata fyrir kosningarnar á næsta ári, við því að nota FaceApp. „Á þessari stundu er ekki ljóst hverjar öryggisógnirnar eru, en það er þó ljóst að kostirnir sem fylgja því að sniðganga smáforritið eru fleiri en gallarnir,“ er haft eftir yfirmanni öryggismála hjá flokknum á vef Washington Post.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tækni Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira