Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júlí 2019 06:00 Abbas Araqchi aðstoðarutanríkisráðherra sést hér til hægri á blaðamannafundi gærdagsins. Nordicphotos/afp Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. Sextíu daga fresturinn sem Íransstjórn hafði gefið eftirstandandi aðildarríkjum til þess að skýla Íran gegn nýjum, bandarískum þvingunum rann þá út. Íran gerði samninginn við Bandaríkin, Kína, Frakkland, Þýskaland, Evrópusambandið, Rússland og Bretland árið 2015 en eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta rifti hann samningnum af hálfu Bandaríkjanna. Trump-stjórnin lagði þá á nýjar þvinganir gegn Íran en samningurinn gekk í meginatriðum út á að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu þvingana. „Í dag rann sextíu daga fresturinn út og fyrst kröfum okkar er varða kjarnorkusamninginn og olíusölu var ekki svarað tökum við í dag skref númer tvö. Fyrir sextíu dögum lýstum við því yfir að við myndum hætta að fylgja ákvæðum um uppsöfnun auðgaðs úrans og nú tilkynnum við um að við ætlum ekki að fylgja ákvæðum um hversu auðgað úranið má vera,“ hafði íranski miðillinn Fars News eftir Abbas Araqchi, aðstoðarutanríkisráðherra Írans, í gær. Aukinheldur að Íran myndi draga aftur úr þátttöku sinni í samningnum eftir sextíu daga til viðbótar. Þessa síðustu sextíu daga höfðu Íranar ekki selt úr landi lágauðgað úran. Það er alla jafna notað til þess að knýja kjarnorkuver. Háauðgað úran, sem Íran hyggst nú vinna í skilvindum sínum, er aftur á móti hægt að nota í rannsóknarkljúfum eða jafnvel kjarnorkuvopnum. Alla jafna er úran sem notað er í vopnum um níutíu prósent auðgað en Íran hyggst nú, samkvæmt því er embættismenn sögðu í gær, vinna fimm prósent auðgað úran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi við íranska forsetann Hassan Rouhani í síma á laugardag. Hann tjáði Írananum að hann vildi alls ekki sjá samningnum rift og samþykktu leiðtogarnir að íhuga að hefja viðræður á ný. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Íran Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. Sextíu daga fresturinn sem Íransstjórn hafði gefið eftirstandandi aðildarríkjum til þess að skýla Íran gegn nýjum, bandarískum þvingunum rann þá út. Íran gerði samninginn við Bandaríkin, Kína, Frakkland, Þýskaland, Evrópusambandið, Rússland og Bretland árið 2015 en eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta rifti hann samningnum af hálfu Bandaríkjanna. Trump-stjórnin lagði þá á nýjar þvinganir gegn Íran en samningurinn gekk í meginatriðum út á að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu þvingana. „Í dag rann sextíu daga fresturinn út og fyrst kröfum okkar er varða kjarnorkusamninginn og olíusölu var ekki svarað tökum við í dag skref númer tvö. Fyrir sextíu dögum lýstum við því yfir að við myndum hætta að fylgja ákvæðum um uppsöfnun auðgaðs úrans og nú tilkynnum við um að við ætlum ekki að fylgja ákvæðum um hversu auðgað úranið má vera,“ hafði íranski miðillinn Fars News eftir Abbas Araqchi, aðstoðarutanríkisráðherra Írans, í gær. Aukinheldur að Íran myndi draga aftur úr þátttöku sinni í samningnum eftir sextíu daga til viðbótar. Þessa síðustu sextíu daga höfðu Íranar ekki selt úr landi lágauðgað úran. Það er alla jafna notað til þess að knýja kjarnorkuver. Háauðgað úran, sem Íran hyggst nú vinna í skilvindum sínum, er aftur á móti hægt að nota í rannsóknarkljúfum eða jafnvel kjarnorkuvopnum. Alla jafna er úran sem notað er í vopnum um níutíu prósent auðgað en Íran hyggst nú, samkvæmt því er embættismenn sögðu í gær, vinna fimm prósent auðgað úran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi við íranska forsetann Hassan Rouhani í síma á laugardag. Hann tjáði Írananum að hann vildi alls ekki sjá samningnum rift og samþykktu leiðtogarnir að íhuga að hefja viðræður á ný.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Íran Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira