Þjóðargarður Davíð Stefánsson skrifar 9. júlí 2019 07:00 Hann var kátur, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar hann greindi frá því að Vatnajökulsþjóðgarður væri kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Hann sagði þetta mjög stóran dag í sögu náttúruverndar, enda er þetta viðurkenning á að náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs þyki einstök fyrir mannkynið. Það er mikilvægt fyrir Ísland. Heimsminjasamningur UNESCO um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins byggir á því að ákveðnir staðir á jörðinni hafi sérstakt alþjóðlegt gildi og eigi því að tilheyra sameiginlegri arfleifð mannkynsins. Fyrir eru tveir staðir á Íslandi á heimsminjaskránni, Þingvellir og Surtsey. Vatnajökulsþjóðgarður er meðal stærstu þjóðgarða í Evrópu. Svæðið þykir einstakt á heimsvísu vegna sköpunarkrafta náttúru, samspils elds og íss og jarðfræðilegrar fjölbreytni. „Þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir náttúru staðarins, stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins og þann rekstur sem á sér þar stað,“ sagði Guðmundur Ingi. „Og fyrir náttúru Íslands að 12 prósent landsins séu núna hluti af heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna er stórafrek og eitthvað sem við getum öll verið stolt af,“ sagði hann. Það að vera með jafn stóran hluta landsins á heimsminjaskrá UNESCO hefur mikið vægi fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu. Það er aðdráttarafl fyrir ferðamenn og ætti að stuðla að náttúruupplifun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur reynst farsæll umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann virðist hafa nálgast mál af hógværð en festu. Heimsminjaskráning Vatnajökulsþjóðgarðs er stórt mál en um það hefur verið sátt frá upphafi. Erfiðari mál bíða hans og stjórnvalda er kalla eftir framsýni og kjarki. Mál sem reyna á sættir ólíkra sjónarmiða og stjórnmálamanninn Guðmund Inga. Landsnet, sem annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa í landinu, flytur nú fréttir af yfirvofandi orkuskorti árið 2022. Þar segir að líkur séu á aflskorti sem stafi af meiri aukningu í notkun en sem nemur aukningu á nýju uppsettu afli virkjana til næstu ára. Þetta er í takti við áætlanir Orkuspárnefndar sem hefur sagt að almenn orkunotkun í landinu muni aukast um 12-16 MW á ári næstu áratugina og enn frekar vegna rafbílavæðingar. Þar er uppbygging á nýjum iðnaði og gagnaverum undanskilin. Í skýrslu nefndarinnar sem kom út árið 2018 voru dregnar upp þrjár sviðsmyndir um raforkunotkun á árunum 2018 til 2050. Þar var sagt að áætluð aukning almennrar raforkunotkunar til ársins 2030 samsvari tveimur af nýjustu aflstöðvum Landsvirkjunar. Sú staðreynd að það taki sjö til fimmtán ár að sækja nýja orku hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni þegar horft er á orkuskort eftir þrjú ár. – Hér munu kallast á sættir og festa. Vonandi flytur ráðherrann líka góðar fréttir hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hann var kátur, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar hann greindi frá því að Vatnajökulsþjóðgarður væri kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Hann sagði þetta mjög stóran dag í sögu náttúruverndar, enda er þetta viðurkenning á að náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs þyki einstök fyrir mannkynið. Það er mikilvægt fyrir Ísland. Heimsminjasamningur UNESCO um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins byggir á því að ákveðnir staðir á jörðinni hafi sérstakt alþjóðlegt gildi og eigi því að tilheyra sameiginlegri arfleifð mannkynsins. Fyrir eru tveir staðir á Íslandi á heimsminjaskránni, Þingvellir og Surtsey. Vatnajökulsþjóðgarður er meðal stærstu þjóðgarða í Evrópu. Svæðið þykir einstakt á heimsvísu vegna sköpunarkrafta náttúru, samspils elds og íss og jarðfræðilegrar fjölbreytni. „Þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir náttúru staðarins, stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins og þann rekstur sem á sér þar stað,“ sagði Guðmundur Ingi. „Og fyrir náttúru Íslands að 12 prósent landsins séu núna hluti af heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna er stórafrek og eitthvað sem við getum öll verið stolt af,“ sagði hann. Það að vera með jafn stóran hluta landsins á heimsminjaskrá UNESCO hefur mikið vægi fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu. Það er aðdráttarafl fyrir ferðamenn og ætti að stuðla að náttúruupplifun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur reynst farsæll umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann virðist hafa nálgast mál af hógværð en festu. Heimsminjaskráning Vatnajökulsþjóðgarðs er stórt mál en um það hefur verið sátt frá upphafi. Erfiðari mál bíða hans og stjórnvalda er kalla eftir framsýni og kjarki. Mál sem reyna á sættir ólíkra sjónarmiða og stjórnmálamanninn Guðmund Inga. Landsnet, sem annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa í landinu, flytur nú fréttir af yfirvofandi orkuskorti árið 2022. Þar segir að líkur séu á aflskorti sem stafi af meiri aukningu í notkun en sem nemur aukningu á nýju uppsettu afli virkjana til næstu ára. Þetta er í takti við áætlanir Orkuspárnefndar sem hefur sagt að almenn orkunotkun í landinu muni aukast um 12-16 MW á ári næstu áratugina og enn frekar vegna rafbílavæðingar. Þar er uppbygging á nýjum iðnaði og gagnaverum undanskilin. Í skýrslu nefndarinnar sem kom út árið 2018 voru dregnar upp þrjár sviðsmyndir um raforkunotkun á árunum 2018 til 2050. Þar var sagt að áætluð aukning almennrar raforkunotkunar til ársins 2030 samsvari tveimur af nýjustu aflstöðvum Landsvirkjunar. Sú staðreynd að það taki sjö til fimmtán ár að sækja nýja orku hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni þegar horft er á orkuskort eftir þrjú ár. – Hér munu kallast á sættir og festa. Vonandi flytur ráðherrann líka góðar fréttir hér.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar