Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 12:00 Upplýsingafölsunarherferðin var talin umfangsmikil og leynileg sem gæti bent til þess að leyniþjónustustofnun hafi staðið að baki henni. Vísir/Getty Hópur Rússa er talinn hafa staðið að baki tuga reikninga á þrjátíu samfélagsmiðlum sem dreifðu lygum sem var ætlað að ala á sundrungu í vestrænum samfélögum, skapa vantraust og raska þeim. Þetta er á meðal niðurstaðna rannsóknar á herferðinni. Samskiptastjóri Facebook segir engin gögn hafa fundist um afskipti utanaðkomandi aðila af Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni á Bretlandi árið 2016. Rannsókn Atlantshafsráðsins, bandarískrar hugveitu um vestrænt samstarf, bendir til þess að Rússarnir hafi búið til net samfélagsmiðlareikninga sem þeir notuðu til að dreifa ósannindum á að minnsta kosti sex tungumálum. Herferðin fór meðal annars fram á Facebook og Twitter en einnig fjölda bloggsíðna og spjallborða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað hafnað því að þau standi fyrir áróðurs- og lygaherferðum til að reyna að hafa áhrif á kosningar og samfélagsumræðu á vesturlöndum. Bandaríska leyniþjónustan telur engu að síður að þau hafi sannarlega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016 til að hjálpa Donald Trump að vinna sigur. Þá hefur Evrópusambandið sakað Rússa um að reyna að draga úr kjörsókn og hafa áhrif á kjósendur í Evrópuþingskosningunum í vor.Meint tilræði við Boris Johnson Á meðal lyganna sem Rússarnir sem rannsakendur hugveitunnar leituðu uppi var meint samsæri andstæðinga útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um að ráða Boris Johnson, sem líklegast verður valinn forsætisráðherra í næsta mánuði, af dögum í ágúst í fyrra. Samsærinu var dreift á gervireikningi á Facebook. Rússarnir fölsuðu skjal sem átti að vera bréf frá Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar, til þingmanns. Þar var talað um „mögulega árás róttækra Brexit-andstæðinga á Boris Johnson sem vilja koma í veg fyrir að hann verði forsætisráðherra. Nafn Borrell var rangt stafsett í bréfinu sem hann átti að hafa skrifað sjálfur.Boris Johnson verður líklega næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands.Vísir/EPA„Þessari aðgerð var ætlað að reyna að sá óeiningu á milli vestrænna ríkja. Þeir fölsuðu allt, allt frá skjölunum sem fréttirnar byggðust á upp í reikningana sem dreifðu þeim,“ segir Ben Nimmo frá Atlantshafsráðinu. Hugveitan telur margt benda til þess að leyniþjónustustofnun gæti hafa staðið að baki upplýsingafölsuninni. Lygaherferðin beindist einnig að taugaeitursárásinni á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra. Bresk stjórnvöld hafa sakað stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu, nokkuð sem Rússar neita harðlega. Rússnesku samfélagsmiðlareikningarnir deildu skjáskoti sem átti að vera af tísti Gavins Williamson, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands, sem hann átti að hafa eytt. Skjáskotið var látið líta út fyrir að Williamson hefði fullyrt að Raunverulegi írski lýðveldisherinn á Norður-Írlandi hefði lagt til hluta af taugaeitrinu sem var notað til að reyna að ráða Skrípal og dóttur hans af dögum. Ekkert bendir til þess að Williamson hafi raunverulegt tíst nokkru slíku.Segir Rússa ekki haft áhrif á Brexit-atkvæðagreiðsluna Facebook sagði Reuters að reikningar og síður sem tengdust Rússunum hefðu verið fjarlægðar í maí. Talsmaður Twitter sagði að þar ynni hópur að því að finna og rannsaka grun um tilraunir erlendra ríkja til að hafa áhrif á fólk. Nick Clegg, varaforseti Facebook og fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands, segir að „alls engin gögn“ bendi til þess að Rússar hafi haft áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgönguna úr Evrópusambandinu árið 2016. Rannsókn fyrirtækisins hafi leitt í ljós að utanaðkomandi aðilar hafi ekki gert „verulega tilraun“ til að hafa áhrif á niðurstöðuna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC rak Clegg úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar fremur til þess að ríkar efasemdir í garð Evrópusamvinnu væri að finna í breskri þjóðarsál. Brexit Facebook Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Hópur Rússa er talinn hafa staðið að baki tuga reikninga á þrjátíu samfélagsmiðlum sem dreifðu lygum sem var ætlað að ala á sundrungu í vestrænum samfélögum, skapa vantraust og raska þeim. Þetta er á meðal niðurstaðna rannsóknar á herferðinni. Samskiptastjóri Facebook segir engin gögn hafa fundist um afskipti utanaðkomandi aðila af Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni á Bretlandi árið 2016. Rannsókn Atlantshafsráðsins, bandarískrar hugveitu um vestrænt samstarf, bendir til þess að Rússarnir hafi búið til net samfélagsmiðlareikninga sem þeir notuðu til að dreifa ósannindum á að minnsta kosti sex tungumálum. Herferðin fór meðal annars fram á Facebook og Twitter en einnig fjölda bloggsíðna og spjallborða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað hafnað því að þau standi fyrir áróðurs- og lygaherferðum til að reyna að hafa áhrif á kosningar og samfélagsumræðu á vesturlöndum. Bandaríska leyniþjónustan telur engu að síður að þau hafi sannarlega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016 til að hjálpa Donald Trump að vinna sigur. Þá hefur Evrópusambandið sakað Rússa um að reyna að draga úr kjörsókn og hafa áhrif á kjósendur í Evrópuþingskosningunum í vor.Meint tilræði við Boris Johnson Á meðal lyganna sem Rússarnir sem rannsakendur hugveitunnar leituðu uppi var meint samsæri andstæðinga útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um að ráða Boris Johnson, sem líklegast verður valinn forsætisráðherra í næsta mánuði, af dögum í ágúst í fyrra. Samsærinu var dreift á gervireikningi á Facebook. Rússarnir fölsuðu skjal sem átti að vera bréf frá Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar, til þingmanns. Þar var talað um „mögulega árás róttækra Brexit-andstæðinga á Boris Johnson sem vilja koma í veg fyrir að hann verði forsætisráðherra. Nafn Borrell var rangt stafsett í bréfinu sem hann átti að hafa skrifað sjálfur.Boris Johnson verður líklega næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands.Vísir/EPA„Þessari aðgerð var ætlað að reyna að sá óeiningu á milli vestrænna ríkja. Þeir fölsuðu allt, allt frá skjölunum sem fréttirnar byggðust á upp í reikningana sem dreifðu þeim,“ segir Ben Nimmo frá Atlantshafsráðinu. Hugveitan telur margt benda til þess að leyniþjónustustofnun gæti hafa staðið að baki upplýsingafölsuninni. Lygaherferðin beindist einnig að taugaeitursárásinni á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra. Bresk stjórnvöld hafa sakað stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu, nokkuð sem Rússar neita harðlega. Rússnesku samfélagsmiðlareikningarnir deildu skjáskoti sem átti að vera af tísti Gavins Williamson, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands, sem hann átti að hafa eytt. Skjáskotið var látið líta út fyrir að Williamson hefði fullyrt að Raunverulegi írski lýðveldisherinn á Norður-Írlandi hefði lagt til hluta af taugaeitrinu sem var notað til að reyna að ráða Skrípal og dóttur hans af dögum. Ekkert bendir til þess að Williamson hafi raunverulegt tíst nokkru slíku.Segir Rússa ekki haft áhrif á Brexit-atkvæðagreiðsluna Facebook sagði Reuters að reikningar og síður sem tengdust Rússunum hefðu verið fjarlægðar í maí. Talsmaður Twitter sagði að þar ynni hópur að því að finna og rannsaka grun um tilraunir erlendra ríkja til að hafa áhrif á fólk. Nick Clegg, varaforseti Facebook og fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands, segir að „alls engin gögn“ bendi til þess að Rússar hafi haft áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgönguna úr Evrópusambandinu árið 2016. Rannsókn fyrirtækisins hafi leitt í ljós að utanaðkomandi aðilar hafi ekki gert „verulega tilraun“ til að hafa áhrif á niðurstöðuna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC rak Clegg úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar fremur til þess að ríkar efasemdir í garð Evrópusamvinnu væri að finna í breskri þjóðarsál.
Brexit Facebook Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03
Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07