Segir Farage eiga að taka þátt í viðræðum Breta við Evrópusambandið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 13:46 Hér eru Trump og Farage á kosningafundi hins fyrrnefnda árið 2016. Jonathan Bachman/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, ætti að hafa aðkomu að útgönguviðræðum Breta við Evrópusambandið. Hann segir einnig að Bretar ættu að vera reiðubúnir að yfirgefa ESB án nokkurs konar útgöngusamnings. Þetta segir Trump í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times. Hann telur nálgun bresku ríkisstjórnarinnar á samningaviðræðurnar við ESB hafa gert það að verkum að sambandið hafi nú „öll spil á hendi sér.“ Nokkuð óvenjulegt þykir að forseti Bandaríkjanna tjái sig jafn mikið um stjórnarhætti bandamanna sinna á þann hátt sem Trump hefur gert upp á síðkastið, en í gær sagðist hann telja að Boris Johnson yrði góður eftirmaður Theresu May, sem lætur af embætti forsætisráðherra þann 7. júní næstkomandi.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra BretlandsTrump segir Farage, sem er ötull gagnrýnandi May, hafa upp á mikið að bjóða með tilliti til samningaviðræðna við ESB og því ætti breska ríkisstjórnin að veita honum sæti við samningaborðið. „Hugsið ykkur hversu vel það myndi ganga ef það yrði gert,“ sagði forsetinn. Þá telur forsetinn að fari svo að Bretar fái ekki það sem þeim hugnast út úr viðræðum við Evrópusambandið, ættu þeir heldur að kjósa að yfirgefa sambandið án samnings. „Ef þið fáið ekki samninginn sem þið viljið, ef þið fáið ekki sanngjarnan samning, ættuð þið að ganga frá borðinu.“ Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57 Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, ætti að hafa aðkomu að útgönguviðræðum Breta við Evrópusambandið. Hann segir einnig að Bretar ættu að vera reiðubúnir að yfirgefa ESB án nokkurs konar útgöngusamnings. Þetta segir Trump í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times. Hann telur nálgun bresku ríkisstjórnarinnar á samningaviðræðurnar við ESB hafa gert það að verkum að sambandið hafi nú „öll spil á hendi sér.“ Nokkuð óvenjulegt þykir að forseti Bandaríkjanna tjái sig jafn mikið um stjórnarhætti bandamanna sinna á þann hátt sem Trump hefur gert upp á síðkastið, en í gær sagðist hann telja að Boris Johnson yrði góður eftirmaður Theresu May, sem lætur af embætti forsætisráðherra þann 7. júní næstkomandi.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra BretlandsTrump segir Farage, sem er ötull gagnrýnandi May, hafa upp á mikið að bjóða með tilliti til samningaviðræðna við ESB og því ætti breska ríkisstjórnin að veita honum sæti við samningaborðið. „Hugsið ykkur hversu vel það myndi ganga ef það yrði gert,“ sagði forsetinn. Þá telur forsetinn að fari svo að Bretar fái ekki það sem þeim hugnast út úr viðræðum við Evrópusambandið, ættu þeir heldur að kjósa að yfirgefa sambandið án samnings. „Ef þið fáið ekki samninginn sem þið viljið, ef þið fáið ekki sanngjarnan samning, ættuð þið að ganga frá borðinu.“
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57 Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30
Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57
Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15