May ætlar að hætta 7. júní Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 09:15 Theresa May. AP/Alastair Grant Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní næstkomandi. Hún mun þó gegna starfi forsætisráðherra áfram þar til búið er að finna nýjan leiðtoga flokksins sem mun taka við embætti forsætisráðherra. May brast í grát þegar hún tilkynnti ákvörðun sína fyrir utan Downingstræti 10 í morgun. May sagðist búast við því að vali um nýjan leiðtoga yrði lokið í júlí. Upprunalega átti Brexit að eiga sér stað þann 23. mars. Því var svo frestað nokkrum sinnum og svo allt til 31. október. May hefur verið undir þrýstingi um að segja af sér, ekki síst síðustu daga eftir að hennar eigin þingmenn tóku afar dræmt í nýjustu útfærslu hennar á útgöngusamningnum við Evrópusambandið. Þingmenn hafa nú hafnað útfærslum hennar þrívegis og ljóst þykir að það muni þeir einnig gera með fjórðu útgáfuna. Til stóð að hún yrði kynnt í dag en dráttur verður á því, ekki síst vegna þess hve illa tekið var í málið af samherjum hennar og ráðherrum í ríkisstjórninni. Í yfirlýsingu sinni sagðist May hafa reynt sitt besta til að standa við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu frá 2016 og hún sæi mikið eftir því að hafa ekki getað það. Theresa May's voice breaks as she ends her resignation speech. She says: “I will shortly leave the job that it has been the honour of my life to hold. The second female prime minister, but certainly not the last.”Get live updates here: https://t.co/zx5pj9EYbM pic.twitter.com/TFhxmEPXsw— Sky News (@SkyNews) May 24, 2019 "It is in the best interests of the country for a new prime minister to lead"UK Prime Minister Theresa May announces she will resign on Friday 7 JuneLive updates: https://t.co/uYam3l51Iz pic.twitter.com/Y35iYJPvef— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 24, 2019 'It will always remain a matter of deep regret to me that I have not been able to deliver Brexit.'@Theresa_May says whoever replaces her as PM will have to find "consensus in parliament where I have not".Get live updates here: https://t.co/zx5pj9EYbM pic.twitter.com/afRaRymHfN— Sky News (@SkyNews) May 24, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 May útskýrir leiðtogaval í júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að leggja fram áætlun um val á arftaka, það er nýjum formanni Íhaldsflokksins, þegar næsta atkvæðagreiðsla um Brexit-samning hennar er að baki. 17. maí 2019 07:45 May kaupir sér pólitískan líftíma fram á föstudag Bandamenn forsætisráðherrans yfirgefa hana hægri og vinstri eftir að hún afhjúpaði nýja Brexit sáttmálann. 22. maí 2019 18:00 36. ráðherrann til að segja af sér í stjórnartíð May Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hefur sagt af sér embætti og yfirgefur hún þar með ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Leadsom er þar með 36. ráðherrann eða ígildi ráðherra til þess að segja af sér í stjórnartíð May. 22. maí 2019 21:02 May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní næstkomandi. Hún mun þó gegna starfi forsætisráðherra áfram þar til búið er að finna nýjan leiðtoga flokksins sem mun taka við embætti forsætisráðherra. May brast í grát þegar hún tilkynnti ákvörðun sína fyrir utan Downingstræti 10 í morgun. May sagðist búast við því að vali um nýjan leiðtoga yrði lokið í júlí. Upprunalega átti Brexit að eiga sér stað þann 23. mars. Því var svo frestað nokkrum sinnum og svo allt til 31. október. May hefur verið undir þrýstingi um að segja af sér, ekki síst síðustu daga eftir að hennar eigin þingmenn tóku afar dræmt í nýjustu útfærslu hennar á útgöngusamningnum við Evrópusambandið. Þingmenn hafa nú hafnað útfærslum hennar þrívegis og ljóst þykir að það muni þeir einnig gera með fjórðu útgáfuna. Til stóð að hún yrði kynnt í dag en dráttur verður á því, ekki síst vegna þess hve illa tekið var í málið af samherjum hennar og ráðherrum í ríkisstjórninni. Í yfirlýsingu sinni sagðist May hafa reynt sitt besta til að standa við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu frá 2016 og hún sæi mikið eftir því að hafa ekki getað það. Theresa May's voice breaks as she ends her resignation speech. She says: “I will shortly leave the job that it has been the honour of my life to hold. The second female prime minister, but certainly not the last.”Get live updates here: https://t.co/zx5pj9EYbM pic.twitter.com/TFhxmEPXsw— Sky News (@SkyNews) May 24, 2019 "It is in the best interests of the country for a new prime minister to lead"UK Prime Minister Theresa May announces she will resign on Friday 7 JuneLive updates: https://t.co/uYam3l51Iz pic.twitter.com/Y35iYJPvef— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 24, 2019 'It will always remain a matter of deep regret to me that I have not been able to deliver Brexit.'@Theresa_May says whoever replaces her as PM will have to find "consensus in parliament where I have not".Get live updates here: https://t.co/zx5pj9EYbM pic.twitter.com/afRaRymHfN— Sky News (@SkyNews) May 24, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 May útskýrir leiðtogaval í júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að leggja fram áætlun um val á arftaka, það er nýjum formanni Íhaldsflokksins, þegar næsta atkvæðagreiðsla um Brexit-samning hennar er að baki. 17. maí 2019 07:45 May kaupir sér pólitískan líftíma fram á föstudag Bandamenn forsætisráðherrans yfirgefa hana hægri og vinstri eftir að hún afhjúpaði nýja Brexit sáttmálann. 22. maí 2019 18:00 36. ráðherrann til að segja af sér í stjórnartíð May Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hefur sagt af sér embætti og yfirgefur hún þar með ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Leadsom er þar með 36. ráðherrann eða ígildi ráðherra til þess að segja af sér í stjórnartíð May. 22. maí 2019 21:02 May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53
Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30
May útskýrir leiðtogaval í júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að leggja fram áætlun um val á arftaka, það er nýjum formanni Íhaldsflokksins, þegar næsta atkvæðagreiðsla um Brexit-samning hennar er að baki. 17. maí 2019 07:45
May kaupir sér pólitískan líftíma fram á föstudag Bandamenn forsætisráðherrans yfirgefa hana hægri og vinstri eftir að hún afhjúpaði nýja Brexit sáttmálann. 22. maí 2019 18:00
36. ráðherrann til að segja af sér í stjórnartíð May Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hefur sagt af sér embætti og yfirgefur hún þar með ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Leadsom er þar með 36. ráðherrann eða ígildi ráðherra til þess að segja af sér í stjórnartíð May. 22. maí 2019 21:02
May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. 22. maí 2019 14:38