Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 07:51 Evrópskir ráðamenn eru sagðir forviða á að Bretar hafi enn ekki komið sér saman um hvað þeir vilja þrátt fyrir að þeir hafi upphaflega ætlað sér að ganga úr ESB í síðustu viku. Vísir/EPA Michel Barnier, samningamaður Evrópusambandsins, segir að þó að líkurnar á að Bretlandi gangi úr sambandinu án útgöngusamnings hafi aukist síðustu daga sé enn hægt að forðast þá niðurstöðu. Breska þingið hafnaði öllum tillögum sem lagðar voru fyrir það um lausn á stöðunni í atkvæðagreiðslum í gær. Eins og stendur ætlar Bretland að ganga úr ESB 12. apríl. Útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, var hins vegar hafnað í þinginu í þriðja skipti á föstudag. Fái hún samninginn ekki samþykktan á næstu dögum þurfa Bretar annað hvort að ganga úr sambandinu án samnings eða óska eftir löngum fresti. „Útganga án samnings var aldrei það sem við vildum eða það sem við ætluðum okkur en Evrópusambandsríkin 27 eru núna undir það búin. Það verður líklegra eftir því sem dagarnir líða,“ sagði Barnier í morgun. Barnier segir að langur frestur fæli í sér verulega áhættu fyrir ESB og að veigamikil rök þyrftu að búa að baki til að sambandið féllist á að veita hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að fresturinn verði veittur muni sambandið ekki halda áfram að semja um Breta nema þeir samþykki útgöngusamning May. „Þetta er eini samningurinn sem mögulegur er til að skipuleggja útgönguna á skipulegan hátt,“ sagði Barnier. Eftir að útgöngusamningur May var felldur í síðustu viku ákvað þingið að greiða atkvæði um hver næstu skref ættu að vera. Greidd voru atkvæði um fjórar tillögur í gær en þær voru allar felldar. Tillagan um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna fékk flest atkvæði af þessum fjórum en féll engu að síður. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Michel Barnier, samningamaður Evrópusambandsins, segir að þó að líkurnar á að Bretlandi gangi úr sambandinu án útgöngusamnings hafi aukist síðustu daga sé enn hægt að forðast þá niðurstöðu. Breska þingið hafnaði öllum tillögum sem lagðar voru fyrir það um lausn á stöðunni í atkvæðagreiðslum í gær. Eins og stendur ætlar Bretland að ganga úr ESB 12. apríl. Útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, var hins vegar hafnað í þinginu í þriðja skipti á föstudag. Fái hún samninginn ekki samþykktan á næstu dögum þurfa Bretar annað hvort að ganga úr sambandinu án samnings eða óska eftir löngum fresti. „Útganga án samnings var aldrei það sem við vildum eða það sem við ætluðum okkur en Evrópusambandsríkin 27 eru núna undir það búin. Það verður líklegra eftir því sem dagarnir líða,“ sagði Barnier í morgun. Barnier segir að langur frestur fæli í sér verulega áhættu fyrir ESB og að veigamikil rök þyrftu að búa að baki til að sambandið féllist á að veita hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að fresturinn verði veittur muni sambandið ekki halda áfram að semja um Breta nema þeir samþykki útgöngusamning May. „Þetta er eini samningurinn sem mögulegur er til að skipuleggja útgönguna á skipulegan hátt,“ sagði Barnier. Eftir að útgöngusamningur May var felldur í síðustu viku ákvað þingið að greiða atkvæði um hver næstu skref ættu að vera. Greidd voru atkvæði um fjórar tillögur í gær en þær voru allar felldar. Tillagan um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna fékk flest atkvæði af þessum fjórum en féll engu að síður.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira