Pöndurnar, Mao Sun og Xing Er, komu með flugi frá kínversku höfuðborginni Peking. Þeim verður komið fyrir í nýrri bjarnargryfju í dýragarðinum í Kaupmannahöfn, en þær munu fyrst koma fyrir almenningssjónir þann 11. apríl.
Danir hafa unnið að því í um áratug að koma pandabjörnum til landsins frá Kína, en kínversk stjórnvöld eru gjörn á að notast við pandabirni þegar kemur að framkvæmd utanríkisstefnu sinnar. Þannig hafa Kínverjar lánað ríkjum, sem þau eiga við í góðum samskiptum við, pöndur. Er gjarnan talað um pöndu-diplómatíu í því samhengi.
Danir hafa samið um það við Kínverja að lána pöndurnar tvær til fimmtán ára. Raunar er varla um lán að ræða þar sem Danir þurfa að greiða Kínverjum um milljón Bandaríkjadala á ári í leigu á dýrunum.