Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. október 2025 06:59 Fullorðnir einstaklingar innan 764 veiða börn og ungmenni í net sitt á veraldarvefnum og hvetja þau til að skaða sjálf sig og aðra. Getty Greint var frá því í Kastljósi í gær að ung íslensk stúlka hefði lent í alþjóðlega glæpahópnum 764 og verið neydd til að skaða sjálfa sig og hvött til ofbeldis gegn öðrum. Þá varð hún vitni að þremur sjálfsvígum ungmenna í beinu streymi. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur unnið að rannsókn á meðlimum hópsins og tilkynnti meðal annars á mánudag að einn hefði verið ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni, ofbeldi gegn dýrum og hótanir, svo eitthvað sé nefnt. Viðkomandi er 19 ára gamall. Að sögn íslensku stúlkunnar var það í raun ekki fyrr en hún greindi frá ofbeldinu gegn sér á Tik Tok sem FBI setti sig í samband við hana en fram að því höfðu lögregluyfirvöld á Íslandi sagt að ekkert væri hægt að gera í málinu. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Hún segir að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni á hafa náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Þegar leið á fóru henni að berast hótanir, þar sem henni var meðal annars skipað að skaða sjálfa sig og gæludýrin sín og deila nektarmyndum. Hótanirnar hafi verið settar fram af „háttsettum“ körlum innan hópsins. Á tímabili horfðu allt að 100 manns á stúlkuna í beinu streymi, niðurlægðu hana og hvöttu til sjálfsskaða og ofbeldisverka. „Þá var verið að segja mér að rífa hausinn af páfagauknum mínum eða að stinga halanum á eðlunni minni inn í mig eða eitthvað. Ég neitaði að gera það og þá var bara öskrað á mig og hótað mér og þá þurfti ég að skera mig í staðinn og setja hníf inn í mig,“ segir hún. Hún hafi að lokum sloppið þegar hún eyddi Discord og hunsaði áreiti á öðrum samskiptamiðlum. „Þegar að barn hefur lent í öllu þessu og séð allt sem hún hefur séð, þá spyr maður sig í rauninni bara hvernig verður framtíðin. Eins og ég sagði áðan, ég kenni mér um þetta, en ég geri allt sem ég get til að reyna að hjálpa henni út úr þessu,“ sagði móðir stúlkunnar. Hér má finna umfjöllun Kastljóss. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur unnið að rannsókn á meðlimum hópsins og tilkynnti meðal annars á mánudag að einn hefði verið ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni, ofbeldi gegn dýrum og hótanir, svo eitthvað sé nefnt. Viðkomandi er 19 ára gamall. Að sögn íslensku stúlkunnar var það í raun ekki fyrr en hún greindi frá ofbeldinu gegn sér á Tik Tok sem FBI setti sig í samband við hana en fram að því höfðu lögregluyfirvöld á Íslandi sagt að ekkert væri hægt að gera í málinu. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Hún segir að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni á hafa náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Þegar leið á fóru henni að berast hótanir, þar sem henni var meðal annars skipað að skaða sjálfa sig og gæludýrin sín og deila nektarmyndum. Hótanirnar hafi verið settar fram af „háttsettum“ körlum innan hópsins. Á tímabili horfðu allt að 100 manns á stúlkuna í beinu streymi, niðurlægðu hana og hvöttu til sjálfsskaða og ofbeldisverka. „Þá var verið að segja mér að rífa hausinn af páfagauknum mínum eða að stinga halanum á eðlunni minni inn í mig eða eitthvað. Ég neitaði að gera það og þá var bara öskrað á mig og hótað mér og þá þurfti ég að skera mig í staðinn og setja hníf inn í mig,“ segir hún. Hún hafi að lokum sloppið þegar hún eyddi Discord og hunsaði áreiti á öðrum samskiptamiðlum. „Þegar að barn hefur lent í öllu þessu og séð allt sem hún hefur séð, þá spyr maður sig í rauninni bara hvernig verður framtíðin. Eins og ég sagði áðan, ég kenni mér um þetta, en ég geri allt sem ég get til að reyna að hjálpa henni út úr þessu,“ sagði móðir stúlkunnar. Hér má finna umfjöllun Kastljóss. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira