Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 16:00 Donald Trump er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið sakfelldur í sakamáli. Það er stimpill sem hann vill losna við. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, áfrýjaði í gær dómi gegn honum í „þagnargreiðslumálinu“ svokallaða í New York. Hann var í fyrra sakfelldur fyrir að falsa skjöl með því markmiði að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þá varð Trump fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til að verða sakfelldur í sakamáli. Nú segir forsetinn að réttarhöldin gegn sér hafi verið meingölluð. Meðal annars segja lögmenn Trumps í áfrýjun til hæstaréttar New York að kviðdómendur hafi tekið til greina sönnunargögn sem hefðu ekki átt að vera lögð fyrir dóminn og að dómarinn sjálfur hafi gert mikilvæg mistök, samkvæmt frétt New York Times. Í stuttu máli sagt greiddi Michael D. Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, klámstjörnunni Stormy Daniels, fyrir að segja ekki opinberlega sögu hennar um að hafa sængað hjá Trump á árum áður, þegar Melanía Trump var ólétt af syni þeirra Barron. Sjá einnig: Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Trump endurgreiddi Cohen árið 2017 og hylmdi yfir greiðslurnar með skjölum sem Trump var dæmdur fyrir að falsa. Eins og fram kemur í grein NYT var ekki einhugur meðal sérfræðinga um það hvernig saksóknarinn Alvin L. Bragg beitti lögunum til að ákæra Trump. Lögin segja til um að fölsun viðskiptaskjala sé eingöngu sakamál þegar skjölin eru notuð til að hylma yfir eða fremja glæp. Bragg og saksóknarar hans héldu því fram að með því að samþykkja fölsun skjalanna hafi Trump brotið gegn kosningalögum í New York. Lögmenn Trumps segja í áfrýjuninni að málið hefði aldrei átt að enda í dómsal og þar að auki ekki átt að enda með sakfellingu. Þeir nefna, samkvæmt NYT, fimm ástæður fyrir því að fella eigi niður sakfellingu Trumps. Lögmenn Trump hafa áður reynt margar af þessum sömu röksemdarfærslum fyrir sama áfrýjunardómstól og þeir eru að leita til núna og hefur það ekki borið árangur. Sjá einnig: Sakfelling Trumps stendur Í fyrsta lagi segja þeir alríkislög æðri ríkislögunum sem Bragg beitti til að ákæra Trump og voru grundvöllurinn að ákærunum gegn honum. Þeir segja einnig að dómarinn hafi leyft kviðdómendum að taka tillit til formlegra embættisgjörða Trumps, sem Hæstiréttur lýsti yfir nokkrum mánuðum eftir rétthöldin að væri ekki hægt að nota gegn forsetum í dómsal. Lögmennirnir segja einnig að dómarinn hafi gert mistök þegar hann sagði kviðdómendum að þeir þyrftu ekki að vera sammála um það hvernig skjalafals Trumps væri gegn lögum. Saksóknarar lögðu fram nokkrar tillögur um hvernig svo gæti verið. Enn fremur segja þeir að saksóknarar hafi ekki sýnt fram á brotavilja hjá Trump. Að endingu segja þeir að dómarinn, Juan M. Merchan, hefði átt að stíga til hliðar í málinu vegna þess að hann hafi gefið 35 dali til framboðs Joes Biden, andstæðings Trumps í kosningunum 2020. Óljóst er hvenær niðurstöður gætu legið fyrir en það gæti tekið langan tíma. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump ekki dæmdur í fangelsi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá. 10. janúar 2025 15:08 Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Lögmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á það við dómara í New York að sakfelling Trumps í þöggunarmálinu svokallaða verði felld niður. Vísa þeir til þess að það að halda málinu áfram myndi fela í sér truflanir á forsetaembættinu sem færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. 3. desember 2024 21:54 „Við búum í fasísku ríki“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og dæmdur afbrotamaður, segist hafa verið sakfelldur fyrir skjalafals af pólitískum ástæðum. Þetta sagði Trump í ræðu sem hann hélt í dag. Bandamenn hans hafa gagnrýnt sakfellinguna harðlega og heita hefndum. 31. maí 2024 16:33 Reyndu aftur að fá málið fellt niður vegna Stormy Daniels Stormy Daniels lauk vitnisburði sínum í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York í gær. Vera hennar í dómsal og vitnisburður felur í sér áhættu fyrir bæði saksóknara og Trump sjálfan. Lögmenn Trumps reyndu aftur í gær að fá málið fellt niður vegna vitnisburðar hennar. 10. maí 2024 13:00 Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fleiri fréttir Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Sjá meira
Nú segir forsetinn að réttarhöldin gegn sér hafi verið meingölluð. Meðal annars segja lögmenn Trumps í áfrýjun til hæstaréttar New York að kviðdómendur hafi tekið til greina sönnunargögn sem hefðu ekki átt að vera lögð fyrir dóminn og að dómarinn sjálfur hafi gert mikilvæg mistök, samkvæmt frétt New York Times. Í stuttu máli sagt greiddi Michael D. Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, klámstjörnunni Stormy Daniels, fyrir að segja ekki opinberlega sögu hennar um að hafa sængað hjá Trump á árum áður, þegar Melanía Trump var ólétt af syni þeirra Barron. Sjá einnig: Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Trump endurgreiddi Cohen árið 2017 og hylmdi yfir greiðslurnar með skjölum sem Trump var dæmdur fyrir að falsa. Eins og fram kemur í grein NYT var ekki einhugur meðal sérfræðinga um það hvernig saksóknarinn Alvin L. Bragg beitti lögunum til að ákæra Trump. Lögin segja til um að fölsun viðskiptaskjala sé eingöngu sakamál þegar skjölin eru notuð til að hylma yfir eða fremja glæp. Bragg og saksóknarar hans héldu því fram að með því að samþykkja fölsun skjalanna hafi Trump brotið gegn kosningalögum í New York. Lögmenn Trumps segja í áfrýjuninni að málið hefði aldrei átt að enda í dómsal og þar að auki ekki átt að enda með sakfellingu. Þeir nefna, samkvæmt NYT, fimm ástæður fyrir því að fella eigi niður sakfellingu Trumps. Lögmenn Trump hafa áður reynt margar af þessum sömu röksemdarfærslum fyrir sama áfrýjunardómstól og þeir eru að leita til núna og hefur það ekki borið árangur. Sjá einnig: Sakfelling Trumps stendur Í fyrsta lagi segja þeir alríkislög æðri ríkislögunum sem Bragg beitti til að ákæra Trump og voru grundvöllurinn að ákærunum gegn honum. Þeir segja einnig að dómarinn hafi leyft kviðdómendum að taka tillit til formlegra embættisgjörða Trumps, sem Hæstiréttur lýsti yfir nokkrum mánuðum eftir rétthöldin að væri ekki hægt að nota gegn forsetum í dómsal. Lögmennirnir segja einnig að dómarinn hafi gert mistök þegar hann sagði kviðdómendum að þeir þyrftu ekki að vera sammála um það hvernig skjalafals Trumps væri gegn lögum. Saksóknarar lögðu fram nokkrar tillögur um hvernig svo gæti verið. Enn fremur segja þeir að saksóknarar hafi ekki sýnt fram á brotavilja hjá Trump. Að endingu segja þeir að dómarinn, Juan M. Merchan, hefði átt að stíga til hliðar í málinu vegna þess að hann hafi gefið 35 dali til framboðs Joes Biden, andstæðings Trumps í kosningunum 2020. Óljóst er hvenær niðurstöður gætu legið fyrir en það gæti tekið langan tíma.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump ekki dæmdur í fangelsi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá. 10. janúar 2025 15:08 Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Lögmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á það við dómara í New York að sakfelling Trumps í þöggunarmálinu svokallaða verði felld niður. Vísa þeir til þess að það að halda málinu áfram myndi fela í sér truflanir á forsetaembættinu sem færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. 3. desember 2024 21:54 „Við búum í fasísku ríki“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og dæmdur afbrotamaður, segist hafa verið sakfelldur fyrir skjalafals af pólitískum ástæðum. Þetta sagði Trump í ræðu sem hann hélt í dag. Bandamenn hans hafa gagnrýnt sakfellinguna harðlega og heita hefndum. 31. maí 2024 16:33 Reyndu aftur að fá málið fellt niður vegna Stormy Daniels Stormy Daniels lauk vitnisburði sínum í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York í gær. Vera hennar í dómsal og vitnisburður felur í sér áhættu fyrir bæði saksóknara og Trump sjálfan. Lögmenn Trumps reyndu aftur í gær að fá málið fellt niður vegna vitnisburðar hennar. 10. maí 2024 13:00 Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fleiri fréttir Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Sjá meira
Trump ekki dæmdur í fangelsi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá. 10. janúar 2025 15:08
Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Lögmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á það við dómara í New York að sakfelling Trumps í þöggunarmálinu svokallaða verði felld niður. Vísa þeir til þess að það að halda málinu áfram myndi fela í sér truflanir á forsetaembættinu sem færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. 3. desember 2024 21:54
„Við búum í fasísku ríki“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og dæmdur afbrotamaður, segist hafa verið sakfelldur fyrir skjalafals af pólitískum ástæðum. Þetta sagði Trump í ræðu sem hann hélt í dag. Bandamenn hans hafa gagnrýnt sakfellinguna harðlega og heita hefndum. 31. maí 2024 16:33
Reyndu aftur að fá málið fellt niður vegna Stormy Daniels Stormy Daniels lauk vitnisburði sínum í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York í gær. Vera hennar í dómsal og vitnisburður felur í sér áhættu fyrir bæði saksóknara og Trump sjálfan. Lögmenn Trumps reyndu aftur í gær að fá málið fellt niður vegna vitnisburðar hennar. 10. maí 2024 13:00
Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent