Þriðju kosningarnar á fjórum árum Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2025 07:31 Geert Wilders, formaður Frelsisflokksins, fær sér að borða á knæpu í Volendam. AP Hollendingar ganga að kjörborðinu í dag þar sem haldnar eru þriðju þingkosningarnar í landinu á fjórum árum. Þó að kannanir bendi til að Frelsisflokkur Geert Wilders verði stærstur eru taldar litlar líkur á að flokkurinn muni geta leitt ríkisstjórn að loknum kosningum. Wilders og flokkur hans, sem hefur lengi barist gegn komu innflytjenda til landsins, vann sigur í síðustu kosningum í nóvember 2023, en síðustu kannanir benda nú til þess að fylgi flokksins hafi dregist nokkuð saman. Kosningabaráttan hefur að stórum hluta snúist um húsnæðisskortinn í landinu, yfirfullar miðstöðvar fyrir hælisleitendur, aukinn kostnað við rekstur heilbrigðiskerfisins og hækkandi leigukostnað. Í kappræðum gærkvöldsins var mikið talað um húsnæðisskortinn þar sem Wilders kenndi innflytjendum um á meðan aðrir bentu á að skipulagsmálum væri um að kenna og þá þróun að sífellt fleiri búi einir. Mikil óvissa Um tíu þúsund kjörstaðir opnuðu í landinu klukkan 6:30 í morgun og verður þeim lokað klukkan 21 í kvöld að íslenskum tíma. Kannanir hafa sýnt að óvissan sé mikil og kvöldið fyrir kosningar hefði þriðjungur kjósenda enn ekki gert upp hug sinn, hvaða flokk skyldi kjósa. Frans Timmermans, formaður Vinstri græningja, og Henri Bontenbal, gormaður Kristilegra demókrata. AP Fréttaskýrendur telja að mestu skipti hvaða flokkur hljóti næstflest atkvæði þar sem líklegast sé að sá flokkur komi til með að leiða næstu ríkisstjórn. Ólíkt aðdraganda síðustu kosninga þá hafa aðrir flokkar útilokað að starfa með Wilders og flokki hans eftir kosningar, eftir að Wilders sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í júní síðastliðnum. Þannig þykir líklegast að þó að flokkur Wilders hljóti flest atkvæði þá sé líklegra að ný ríkisstjórn verði frá miðju. Fimmtán flokkar Talið er að allt að fimmtán flokkar komi til með að deila með sér þingsætunum 150 þó að kannanir bendi til að langflest þingsætin komi til með að falla í skaut fjögurra flokka – Frelsisflokksins undir stjórn Geert Wilders, Vinstri græningja undir stjórn Frans Timmermans, hins frjálslynda D66 undir stjórn Rob Jetten og Kristilegra demókrata undir stjórn Henri Bontenbal. Þó að Wilders hafi aldrei gegnt embætti forsætisráðherra og lengi verið utangarðsmaður í hollenskum stjórnmálum þá gegndi hann lykilhlutverki í síðustu ríkisstjórn þar sem hann bæði myndaði stjórn og sleit samstarfinu ellefu mánuðum síðar í kjölfar deilna um innflytjendamál. Samstarfsflokkar hans neituðu að samþykkja Wilders sem forsætisráðherra og fengu þess í stað fyrrverandi forstjóra hollensku leyniþjónustunnar, Dick Schoof, til að leiða ríkisstjórn tæknikrata. Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10 Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Wilders og flokkur hans, sem hefur lengi barist gegn komu innflytjenda til landsins, vann sigur í síðustu kosningum í nóvember 2023, en síðustu kannanir benda nú til þess að fylgi flokksins hafi dregist nokkuð saman. Kosningabaráttan hefur að stórum hluta snúist um húsnæðisskortinn í landinu, yfirfullar miðstöðvar fyrir hælisleitendur, aukinn kostnað við rekstur heilbrigðiskerfisins og hækkandi leigukostnað. Í kappræðum gærkvöldsins var mikið talað um húsnæðisskortinn þar sem Wilders kenndi innflytjendum um á meðan aðrir bentu á að skipulagsmálum væri um að kenna og þá þróun að sífellt fleiri búi einir. Mikil óvissa Um tíu þúsund kjörstaðir opnuðu í landinu klukkan 6:30 í morgun og verður þeim lokað klukkan 21 í kvöld að íslenskum tíma. Kannanir hafa sýnt að óvissan sé mikil og kvöldið fyrir kosningar hefði þriðjungur kjósenda enn ekki gert upp hug sinn, hvaða flokk skyldi kjósa. Frans Timmermans, formaður Vinstri græningja, og Henri Bontenbal, gormaður Kristilegra demókrata. AP Fréttaskýrendur telja að mestu skipti hvaða flokkur hljóti næstflest atkvæði þar sem líklegast sé að sá flokkur komi til með að leiða næstu ríkisstjórn. Ólíkt aðdraganda síðustu kosninga þá hafa aðrir flokkar útilokað að starfa með Wilders og flokki hans eftir kosningar, eftir að Wilders sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í júní síðastliðnum. Þannig þykir líklegast að þó að flokkur Wilders hljóti flest atkvæði þá sé líklegra að ný ríkisstjórn verði frá miðju. Fimmtán flokkar Talið er að allt að fimmtán flokkar komi til með að deila með sér þingsætunum 150 þó að kannanir bendi til að langflest þingsætin komi til með að falla í skaut fjögurra flokka – Frelsisflokksins undir stjórn Geert Wilders, Vinstri græningja undir stjórn Frans Timmermans, hins frjálslynda D66 undir stjórn Rob Jetten og Kristilegra demókrata undir stjórn Henri Bontenbal. Þó að Wilders hafi aldrei gegnt embætti forsætisráðherra og lengi verið utangarðsmaður í hollenskum stjórnmálum þá gegndi hann lykilhlutverki í síðustu ríkisstjórn þar sem hann bæði myndaði stjórn og sleit samstarfinu ellefu mánuðum síðar í kjölfar deilna um innflytjendamál. Samstarfsflokkar hans neituðu að samþykkja Wilders sem forsætisráðherra og fengu þess í stað fyrrverandi forstjóra hollensku leyniþjónustunnar, Dick Schoof, til að leiða ríkisstjórn tæknikrata.
Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10 Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10
Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17