Búast við hamförum vegna Melissu Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 09:42 Frá Kingston á Jamaíka á dögunum. AP/Matias Delacroix Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. Ráðamenn á Jamaíka vöruðu í nótt við því að þeir hefðu undirbúið sig eins vel og hægt væri en þrátt fyrir það væri útlit fyrir að skaðinn yrði gífurlegur. Verstu spár gera ráð fyrir að sjávarstaða við suðurhluta eyjunnar hækki um allt að fjóra metra. Meðalvindhraði Melissu er um fimmtíu metrar á sekúndu og fylgir mikil rigning fellibylnum. Beina útsendingu frá Kingston, höfuðborg Jamaíka, má sjá í spilaranum hér að neðan. Melissa safnaði krafti mjög hratt á undanförnum dögum og fór úr því að vera almenn lægð í að verða fimmta stigs fellibylur á innan við tveimur sólarhringum. Sjá einnig: Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað „Það eru engir innviðir á þessu svæði sem munu standa af sér fimmta stigs fellibyl,“ sagði Andrew Holness, forsætisráðherra. Hann sagði raunverulegu áskorunina vera að tryggja að Jamaíka jafnaði sig fljótt þegar óveðrinu slotar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Strax í nótt byrjuðu að berast fregnir af föllnum trjám, aurskriðum og rafmagnsleysi. Embættismenn búast við því að um fimmtíu þúsund manns, af um 2,8 milljónum, muni þurfa að yfirgefa heimili sín, samkvæmt frétt New York Times. Kvartað hefur verið yfir því að of fáir hafi farið frá svæðunum sem óttast er að verði hvað verst úti. Seinna í dag er búist við því að Melissa nái landi á Kúbu. Hér að neðan má sjá myndbönd sem tekin voru úr flugvél sem flogið var inn í auga Melissu í gær. Third pass through Melissa. GoPro in side window as different camera looking forward shooting in ultra high res 8k. Not sure when that might get processed as the file turned out ridiculous. Barely had HD space for it and MacBook Pro promptly chocked when I tried to edit it pic.twitter.com/3p430gPvZv— Tropical Cowboy of Danger (@FlynonymousWX) October 27, 2025 Jamaíka Kúba Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Ráðamenn á Jamaíka vöruðu í nótt við því að þeir hefðu undirbúið sig eins vel og hægt væri en þrátt fyrir það væri útlit fyrir að skaðinn yrði gífurlegur. Verstu spár gera ráð fyrir að sjávarstaða við suðurhluta eyjunnar hækki um allt að fjóra metra. Meðalvindhraði Melissu er um fimmtíu metrar á sekúndu og fylgir mikil rigning fellibylnum. Beina útsendingu frá Kingston, höfuðborg Jamaíka, má sjá í spilaranum hér að neðan. Melissa safnaði krafti mjög hratt á undanförnum dögum og fór úr því að vera almenn lægð í að verða fimmta stigs fellibylur á innan við tveimur sólarhringum. Sjá einnig: Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað „Það eru engir innviðir á þessu svæði sem munu standa af sér fimmta stigs fellibyl,“ sagði Andrew Holness, forsætisráðherra. Hann sagði raunverulegu áskorunina vera að tryggja að Jamaíka jafnaði sig fljótt þegar óveðrinu slotar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Strax í nótt byrjuðu að berast fregnir af föllnum trjám, aurskriðum og rafmagnsleysi. Embættismenn búast við því að um fimmtíu þúsund manns, af um 2,8 milljónum, muni þurfa að yfirgefa heimili sín, samkvæmt frétt New York Times. Kvartað hefur verið yfir því að of fáir hafi farið frá svæðunum sem óttast er að verði hvað verst úti. Seinna í dag er búist við því að Melissa nái landi á Kúbu. Hér að neðan má sjá myndbönd sem tekin voru úr flugvél sem flogið var inn í auga Melissu í gær. Third pass through Melissa. GoPro in side window as different camera looking forward shooting in ultra high res 8k. Not sure when that might get processed as the file turned out ridiculous. Barely had HD space for it and MacBook Pro promptly chocked when I tried to edit it pic.twitter.com/3p430gPvZv— Tropical Cowboy of Danger (@FlynonymousWX) October 27, 2025
Jamaíka Kúba Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira