Með framendann fastan í afturendanum Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. mars 2019 08:00 Hugvitssemi mannsins virðast engin takmörk sett. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs (engar áhyggjur, þetta er ekki pistill um WOW), alla leið út í geim. Í vikunni hætti Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, við geimgöngu sem hefði orðið sú fyrsta í sögunni sem aðeins væri mönnuð konum. Ástæðan var sú að ekki voru til nógu margir geimbúningar í kvennastærðum. Það sem hefði átt að vera stórt skref fyrir kvenkynið varð þvert á móti enn önnur staðfesting þess að við lifum í veröld sem smíðuð er af körlum fyrir karla. Ímyndaðu þér heim þar sem farsíminn þinn er of stór fyrir lófann á þér, læknirinn þinn skrifar upp á lyf fyrir þig sem eru ekki ætluð þér, þú býrð við 47% auknar líkur á að slasast alvarlega í umferðarslysi og þú færð ekki greitt fyrir vinnuna þína. Þannig blasir veröldin við þér ef þú ert kona. Undirrituð mælti nýverið með á þessum vettvangi bók sem gerir nú allt vitlaust í Bretlandi og sýnir tölfræðilega fram á að konur eru hinn gleymdi helmingur mannkyns. Í tilefni fréttarinnar um NASA er rétt að tína til fleiri tölur úr bókinni um ósýnileika kvenna: l Í 90% rannsókna í lyfjaiðnaði þar sem lyf eru prófuð á dýrum eru rannsóknirnar aðeins gerðar á karldýrum jafnvel þótt líkamsstarfsemi og hormónastarfsemi kynjanna sé ólík. l Aðeins 11% þátttakenda í læknisfræðirannsóknum sem ætlað er að finna lækningu við alnæmi eru konur. l Lyfjaprófun á lyfinu „Viagra fyrir konur“ var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. l Konur sjá um 75% ógreiddra umönnunarstarfa á heimsvísu. l Konur eyða sex klukkustundum á dag við ólaunuð störf en karlmenn sinna ólaunaðri vinnu frá þrjátíu mínútum í allt að tvo tíma á dag. l Í Bretlandi eru konur þrisvar sinnum líklegri en karlar til að fara með börnin í skólann. l Í Bandaríkjunum eyða karlar klukkustund lengur en konur á dag í tómstundir. l Konum er oft kalt á skrifstofunni. Það er vegna þess að hitastig skrifstofa heimsins miðast við líkamshita sjötíu kílóa fertugs karlmanns. l Konur búa við 70% aukna hættu á að þjást af þunglyndi. Lyf við sjúkdómnum eru þó nær eingöngu prófuð á körlum. l Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. l Kvenkyns píanóleikarar eru 50% líklegri til að slasast við leik sinn því píanó eru hönnuð með stærð karlmannshandar að leiðarljósi. l Það eru ekki aðeins konur í röðum geimfara sem fá ekki á sig fatnað. 71% kvenna klæðist fatnaði við vinnu sem var ekki hannaður með þær í huga. l Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. l Meðal farsíminn er hannaður þannig að hann er of stór fyrir meðal kvenhönd. l Karlmenn eru 100% lengur í mynd í kvikmyndum en konur. l Konur fóru með 28% hlutverka í kvikmyndum sem ætlaðar eru allri fjölskyldunni á árunum 1990-2005. l Aðeins 17% aukaleikara í kvikmyndum eru konur. l 3,3% vinsælustu tölvuleikjanna eru með konu sem aðalsöguhetju. l Helmingi meiri líkur eru á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls því einkenni hjartaáfalls hjá konum eru önnur en hjá körlum og heilbrigðisstarfsfólk þekkir þau síður. l Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Maðurinn er stórbrotin skepna. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs, alla leið út í geim. En ekki alltaf. Stundum er jarðsamband mannsins svo náið að hann líkist helst ánamaðki sem skreiðist í hringi í kálgarði með framendann fastan í afturendanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Hugvitssemi mannsins virðast engin takmörk sett. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs (engar áhyggjur, þetta er ekki pistill um WOW), alla leið út í geim. Í vikunni hætti Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, við geimgöngu sem hefði orðið sú fyrsta í sögunni sem aðeins væri mönnuð konum. Ástæðan var sú að ekki voru til nógu margir geimbúningar í kvennastærðum. Það sem hefði átt að vera stórt skref fyrir kvenkynið varð þvert á móti enn önnur staðfesting þess að við lifum í veröld sem smíðuð er af körlum fyrir karla. Ímyndaðu þér heim þar sem farsíminn þinn er of stór fyrir lófann á þér, læknirinn þinn skrifar upp á lyf fyrir þig sem eru ekki ætluð þér, þú býrð við 47% auknar líkur á að slasast alvarlega í umferðarslysi og þú færð ekki greitt fyrir vinnuna þína. Þannig blasir veröldin við þér ef þú ert kona. Undirrituð mælti nýverið með á þessum vettvangi bók sem gerir nú allt vitlaust í Bretlandi og sýnir tölfræðilega fram á að konur eru hinn gleymdi helmingur mannkyns. Í tilefni fréttarinnar um NASA er rétt að tína til fleiri tölur úr bókinni um ósýnileika kvenna: l Í 90% rannsókna í lyfjaiðnaði þar sem lyf eru prófuð á dýrum eru rannsóknirnar aðeins gerðar á karldýrum jafnvel þótt líkamsstarfsemi og hormónastarfsemi kynjanna sé ólík. l Aðeins 11% þátttakenda í læknisfræðirannsóknum sem ætlað er að finna lækningu við alnæmi eru konur. l Lyfjaprófun á lyfinu „Viagra fyrir konur“ var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. l Konur sjá um 75% ógreiddra umönnunarstarfa á heimsvísu. l Konur eyða sex klukkustundum á dag við ólaunuð störf en karlmenn sinna ólaunaðri vinnu frá þrjátíu mínútum í allt að tvo tíma á dag. l Í Bretlandi eru konur þrisvar sinnum líklegri en karlar til að fara með börnin í skólann. l Í Bandaríkjunum eyða karlar klukkustund lengur en konur á dag í tómstundir. l Konum er oft kalt á skrifstofunni. Það er vegna þess að hitastig skrifstofa heimsins miðast við líkamshita sjötíu kílóa fertugs karlmanns. l Konur búa við 70% aukna hættu á að þjást af þunglyndi. Lyf við sjúkdómnum eru þó nær eingöngu prófuð á körlum. l Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. l Kvenkyns píanóleikarar eru 50% líklegri til að slasast við leik sinn því píanó eru hönnuð með stærð karlmannshandar að leiðarljósi. l Það eru ekki aðeins konur í röðum geimfara sem fá ekki á sig fatnað. 71% kvenna klæðist fatnaði við vinnu sem var ekki hannaður með þær í huga. l Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. l Meðal farsíminn er hannaður þannig að hann er of stór fyrir meðal kvenhönd. l Karlmenn eru 100% lengur í mynd í kvikmyndum en konur. l Konur fóru með 28% hlutverka í kvikmyndum sem ætlaðar eru allri fjölskyldunni á árunum 1990-2005. l Aðeins 17% aukaleikara í kvikmyndum eru konur. l 3,3% vinsælustu tölvuleikjanna eru með konu sem aðalsöguhetju. l Helmingi meiri líkur eru á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls því einkenni hjartaáfalls hjá konum eru önnur en hjá körlum og heilbrigðisstarfsfólk þekkir þau síður. l Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Maðurinn er stórbrotin skepna. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs, alla leið út í geim. En ekki alltaf. Stundum er jarðsamband mannsins svo náið að hann líkist helst ánamaðki sem skreiðist í hringi í kálgarði með framendann fastan í afturendanum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun